Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Blaðsíða 19
Enn neitar CIA, bandaríska leyni-
þjónustan, að létta leynd af skjölum
sem talin eru geyma upplýsingar um
njósnir um ferðir Halldórs Laxness
nóbelskálds og annarra sem taldir
voru andsnúnir bandarískum stjórn-
völdum og hallir undir kommún-
isma. Það gerir einnig alríkislögregl-
an FBI. Báðar stofnanirnar bera við
þjóðaröryggi.
Í helgarblaði DV var um síðustu
helgi ágæt umfjöllun um málið með
vísan til rannsókna Chay Lemoine.
Hann er bandarískur bókmennta-
fræðingur sem hreifst af skrifum
Halldórs. Lemoine undraðist að ekk-
ert var gefið út á ensku eftir Hall-
dór Laxness í hálfa öld. Í viðtali við
DV segir Lemonie: „Í gegnum rann-
sóknir mínar hef ég komist yfir fjölda
leyniskjala frá FBI sem sýna glöggt
að fylgst var með Halldóri innan
Bandaríkjanna. Tilvist leyniskjala
hjá CIA, sem gegnir hlutverki leyni-
þjónustu utan Bandaríkjanna, sýnir
hins vegar að fylgst var með Halldóri
líka á erlendri grundu... Af þeim fáu
skjölum sem CIA hefur ekki neitað
mér um aðgang að má augljóslega
sjá að leyniþjónustan var með ein-
hvern á Íslandi til að safna upplýs-
ingum um stjórnmálaástandið og
umsvif kommúnista. Fyrir vikið er
öruggt að þeir hafa fylgst með Hall-
dóri vegna skoðana hans.“
Skömmin
Þetta fellur vel að því sem Halldór
Guðmundsson bókmenntafræðing-
ur hafði þegar leitt í ljós í bók sinni
um Laxness, að bandarísk og ís-
lensk stjórnvöld höfðu samráð um
að knésetja nóbelskáldið. „Það var
dálítið raunalegt að komast að því að
íslensk stjórnvöld tóku þátt í njósn-
um um Halldór. Bjarni Benedikts-
son, þáverandi utanríkisráðherra,
hafði beint samband við æðsta
mann bandaríska sendiráðsins og
þeir sameinuðust um að koma höggi
á Halldór í gegnum skattarannsókn.
Síðan hefur verið gerð grein fyrir því,
í gegnum leyniskjöl, að samráð ís-
lenskra stjórnvalda og bandarískra
rataði inn á borð æðsta stjórnanda
FBI, J. Edgars Hoover,“ segir Halldór
Guðmundsson í úttekt DV um síð-
ustu helgi.
Einna athyglisverðast í umræddri
úttekt DV um síðustu helgi eru eftir-
farandi ummæli Lemoine: „Mín til-
finning er sú að neitun CIA snúist
meira um skömm íslenskra stjórn-
valda á sínum tíma við að hjálpa til
við njósnir um Halldór enda ljóst að
leyniþjónustan var með aðila hér á
landi til að safna upplýsingum.“
Reynt að breyta úrslitum
Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur hefur einmitt gert grein
fyrir því að hér á landi hafi verið
starfrækt sérstök öryggisþjónusta Ís-
lands á vegum útlendingaeftirlitsins
og lögreglunnar sem safnaði upp-
lýsingum. „Um náin tengsl íslenskra
stjórnvalda og bandarísku leyniþjón-
ustunnar er ekki endanlega vitað.
Það er hins vegar ljóst að Íslending-
ar unnu að gagnaöflun fyrir Banda-
ríkjamenn,“ segir Guðni við DV.
Í rauninni væri það með öllu óþol-
andi ef CIA neitaði að birta leyniskjöl
um njósnir hér á landi vegna þeirrar
skammar sem íslensk stjórnvöld frá
fyrri tíð yrðu þar með uppvís að.
Eru Íslendingar viðkvæmari gagn-
vart sögu sinni en aðrar þjóðir? Eru
þeir kannski hjartahreinni og hafa
aldrei haft neitt að fela?
Greinargerð DV um síðustu helgi
sýnir okkur enn á ný hversu brýnt
er að lyfta hulunni af þessari fortíð.
Að sumu leyti hafa upplýsingar frá
bandarískum stjórnvöldum varpað
ljósi á mörg mikilvæg atriði. Þannig
upplýsir Guðni Th. Jóhannesson í
bók sinni Óvinir ríkisins að árið 1956
hafi framkvæmdanefnd bandaríska
þjóðaröryggisráðsins skipað sérstaka
nefnd sem ræddi leiðir til þess að
hafa áhrif á úrslit kosninga á Íslandi.
Nefndarmönnum var fyllilega ljóst
að framkvæmdirnar við herstöðina á
Miðnesheiði skiptu Íslendinga miklu
máli í efnahagslegu tilliti og gátu beitt
þá þvingunum með hótunum um að
fresta eða hætta við hinar og þessar
framkvæmdir. Þannig gátu fyllilega
farið saman hagsmunir bandarískra
ráðamanna, sem vildu draga tenn-
urnar úr meintum kommúnistum
hér á landi, og íslenskra
fyrirtækja eða áhrifamikilla einstakl-
inga sem höfðu fjárhagslegan ávinn-
ing af hersetunni.
Þingnefnd í málið
Um það leyti sem Bandaríkjaher
yfirgaf landið síðastliðið haust eftir 55
ára veru í landinu flutti Pétur Gunn-
arsson rithöfundur ræðu á vegum
Þjóðarhreyfingarinnar. Hann sagði
að hersetan og pólitísk átök samfara
henni um áratugaskeið hefði verið
heilablóðfall íslenskrar stjórnmála-
hugsunar.
Nú er komið að því að horfast í
augu við fortíðina og svipta hulunni
af njósnum og hlerunum meðal fólks
sem íslensk stjórnvöld skilgeindu
sem mögulega landráðamenn. Í
þeim flokki var augljóslega Halldór
Laxness.
Við vitum að stjórnvöld munu
ganga lengra en gert hefur verið nú
þegar með því að veita aukinn að-
gang að leyniskjölum hér innan-
lands. Enda sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, utanríkisráðherra orð-
rétt á flokkstjórnarfundi Samfylk-
ingarinnar í fyrra: „Samfylkingin
mun beita sér fyrir því að þingskipuð
nefnd rannsaki hleranamálið og velti
þar við hverjum steini.“
Barist í Laugardal Fótbolti verður seint talinn íþrótt án snertingar og átaka. Oft var tekist fast á í landsleik Íslands og Kanada í fyrrakvöld eins og sjá
má á þessari mynd. DV-MYND STEFÁNmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
skoraði mark og kom Íslandi
yfir í landsleiknum gegn Kanada
á dögunum. Gunnar Heiðar hefur átt
erfitt uppdráttar hjá félagi sínu en fær
nú vonandi tækifæri til að sýna hvers
hann er megnugur.
Spurningin
„Við finnum fyrir því
að það eru mjög
miklar væntingar
bundnar við að
Öryrkjabandalagið
nái árangri. Við
ætlum okkur að
standa undir þeim
væntingum. Annars
er þessi niðurstaða gríðarleg hvatning
fyrir okkur að halda áfram á þeirri
braut sem við erum,“ segir Sigursteinn
Másson, formaður Öryrkjabandalags-
ins. Ný könnun Capacent Gallup sýnir
að 90 prósent þjóðarinnar eru jákvæð
í garð ÖBÍ. Hringt var í 1.350 manns og
var svarhlutfall 61,4 prósent.
Finnið Þið FyRiR
SamStöðunni?
Sandkassinn
Haustið er komið. Sættum okk-
ur við það. Ég hef reynt að halda
í vonina um fleiri góðviðrisdaga,
en ég held að
það sé borin
von. Verslunar-
mannahelgin er
búin, Gay Pride
sömuleiðis og
Menningarnótt
er afstaðin. Það
er satt sem sagt
er í laginu. Tím-
inn líður hratt. Það hefði samt mátt
fylgja með að hann líði sérstaklega
hratt á sumrin. Sólskinsgleðibank-
inn er tæmdur. Beint út í apótek.
Leysum út prósak.
talandi um lög. Það kom upp
umræða hjá mér og vinnufélögun-
um á dögunum hvað Daníel Ágúst
segir í viðlagi Alelda, lagi Nýd-
anskrar, eftir fyrsta „aleldað“. Hvort
segir hann „sáldrandi brjáli“ eða
„sáldrandi prjáli“? Eða segir hann
kannski eitthvað allt annað? „Sjálf-
krafa báðir“? Alelda er þó hátíð
hvað þetta varð-
ar miðað við
annað lag Nýd-
anskrar, Fram á
nótt. „Mitt (ravi-
son travison) á
andlega sviðinu
/ hugsanirnar
(ravison travi-
son) á húsþök-
unum.“ Við skrif þessa pistils lagði
ég það loksins á mig að komast að
því hvað það er sem er á hinu and-
lega sviði og húsþökum. Tók ekki
langan tíma þökk sé herra Gúgúl.
Það er víst „vandamál“ og „gínur“.
Og hugsanirnar þá „heimskar“
sem þessar gínur (sem af einhverj-
um óskiljanlegum ástæðum eru
staddar uppi á þökum). Þar hafið
þið það.
talandi um andlega sviðið.
Haustið er nefnilega ekki bara boð-
beri sífellt dimmari daga og kaldra
kafaldsbylja. Haustið þýðir líka að
leikhúsin fara á fullt, tónleikum
fjölgar, nýjar bækur eru gefnar út í
holskeflum og sjónvarpsdagskráin
batnar til mikilla
muna. Ég kem
eiginlega ekki
orðum að því
hvað ég hlakka
til að sjá Næt-
urvaktina, nýju
grínþættina sem
Stöð 2 hefur sýn-
ingar á í haust.
Sá nokkur atriði á Youtube á dög-
unum og var enn einu sinni minnt-
ur á hversu mikil himnasending
Jón Gnarr er fyrir íslenska þjóðar-
sál. Línan „Ding, ding, ding, ding,
ding ... ég skil ekki orð af því sem
þú segir!“ er að mínu mati strax
orðin klassík í íslenskri sjónvarps-
sögu, þrátt fyrir að fyrsti þátturinn
hafi ekki enn birst á skjánum. Allt
svo, sjónvarpsskjánum.
talandi um skilning. Ég skil
ekki þessa nafnleynd nýfæddra
barna. Nú til dags er hægt að sjá
myndir af börnum/fóstrum frá
því þau eru nokkurra vikna göm-
ul á netinu, fá upplýsingar um
kyn, stærð, þyngd, blóðflokk og
hvað sem er, sjá myndir af fæð-
ingu, heimkomu, fyrstu brjósta-
gjöf og liggur við getnaðinum.
En svo halda foreldrar nafninu
leyndu eins og framtíð heims-
ins sé í hættu ef það er gefið upp
fyrir skírn. Er þetta ekki bara „af-
þvíbara-hefð“ sem við ættum að
hugsa aðeins upp á nýtt?
lætur hugann reika
í aðdraganda haustsins.
Viðkvæm stjórnvöld
Jóhann
haukSSon
útvarpsmaður skrifar
Nú er komið að því að horfast í
augu við fortíðina og svipta
hulunni af njósnum og
hlerunum meðal fólks
sem íslensk stjórnvöld
skilgeindu sem mögulega
landráðamenn.
DV Umræða FÖStudAGur 24. áGúSt 2007 19
DV fyrir
25 árum
allt gengur
upp hjá mér
Helgin 17.–19. ágúst 2007 dagblaðið vísir 12?. tbl. – 97. árg. – verð kr. 395
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Þykist
kunna
Þjóðsönginn
ragnhildur steinunn
ÞOrði
alDrei
aðsyngja
Bandarískar leyniþjónustur:
CIA og FBI sitja á leyni-
plöggum um Halldór
Laxness. Íslensk stjórn-
völd aðstoðuðu Banda-
ríkjamenn við að koma
höggi á hann. Guðný
Halldórsdóttir, dóttir
skáldsins, skilur
ekki hvers vegna
skjölin fást ekki
afhent og er miður
sín yfir þátttöku
íslenskra
stjórnvalda.
fá ekki gögnin
njósnuðu
um laxness
magnús kristinsson
urður í gus gus
tígurinn
kOminn heim
guðjón þórðarson
RANNSAKAÐUR AF CIA
Bandarísk stjórnvöld
óttuðust umsvif komm-
únista á Íslandi. Fyrir
vikið var njósnað um
helstu óvinina. Fræði-
menn eru sannfærðir
um að ítarlega spjald-
skrá um nóbelskáldið
sé að finna í hirslum
leyniþjónustunnar.
HE
LG
AR
BL
AÐ
pOpparar Og pólitík
baráttusöngvar í popptónlist