Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Síða 36
Hann verður merkilegur leikur- inn á Old Trafford á sunnudag þeg- ar Manchester United og Tottenham mætast. United hefur ekki náð í þau stig sem liðið ætlaði sér að hafa náð í og Tottenham hefur mikið verið á milli tannanna á fólki og dökk ský virðast vera yfir félaginu þessa stundina. Paul Robinson landsliðsmarkvörður gerði enn ein mistökin í landsleik Englend- inga og Þjóðverja á miðvikudaginn og hefur fengið bágt fyrir í ensku press- unni. Stjórinn Martin Jol er sagður valtur í sessi og besti maður liðsins Dimitar Berbatov er meiddur. Öll spjót hafa staðið á Jol und- anfarna daga, stjórnarformaðurinn Daniel Levy gaf út stuðningsyfirlýs- ingu þar sem hann sagðist styðja Jol í starfi en hann yrði að koma Totten- ham í Meistaradeild Evrópu. Þegar stjórnarmenn liða gefa út stuðnings- yfirlýsingu er yfirleitt stutt í að stjór- inn verði rekinn, það hafa dæmin margsannað. Síðast var það hjá West Ham þegar Eggert sagðist styðja Alan Pardew en skömmu síðar var Pardew rekinn. Fréttir í vikunni bentu einnig til þess að Dein og félagar hefðu verið í viðræðum við aðra þjálfara. Juande Ramos hefur verið orðaður við félagið og sagður hafa fengið ótrúlegt tilboð frá Tottenham sem hann hafnaði. „Ég er metnaðarfullur stjórn- armaður, þetta er metnaðarfullur klúbbur og við viljum fá að sjá Meist- aradeildarfótbolta á White Hart Lane næsta tímabil,“ sagði Dein. Manchester United reynir að koma tímabilinu af stað á heimavelli. En þrátt fyrir slæma byrjun neita leik- menn liðsins að krísa sé komin upp í herbúðum þess. „Auðvitað er byrjun- in vonbrigði og við vildum vera komn- ir með fleiri stig. En það þýðir ekkert annað en að gleyma því sem búið er og horfa fram á veginn. Um leið og við munum ná einum sigri fær liðið sjálfstraust,“ segir Rio Ferdinand. Arsenal – Manchester City Arsenal mætir Manchester City í athyglisverðum leik. Manchester City getur haldið efsta sætinu með sigri en liðið á enn eftir að fá á sig mark í deild- inni. Liðið sýndi að það getur staðið í þeim stóru og sigraði Manchester Un- ited í vikunni. Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri City, er ánægður með sína menn það sem af er tíma- bili. „Margir af nýju mönnunum okk- ar hafa komið á óvart. Það mun hins vegar ekki ganga mikið lengur og Ars- ene Wenger mun eflaust sýna sínum mönnum myndband af okkar mönn- um fyrir leikinn. Við getum ekki enda- laust komið á óvart,“ segir Eriksson. Arsene Wenger hefur verið í vand- ræðum með að stilla upp liði en leik- menn hans hafa verið mikið meiddir og sóknin hefur skaðast vegna þess. Emanuel Adebayor er orðinn góð- ur af nárameiðslum og mun vera frammi með Robin Van Persie sem var einn í framlínunni í síðasta leik. „Við spiluðum með Alexander Hleb framar en vanalega í síðasta leik og Van Persie einn uppi á toppi. Það gengur ekki til lengdar og við þurfum tvo sóknarmenn í leik okkar,“ segir Arsene Wenger. Sunderland – Liverpool Hlutskipti Roy Keane og félaga er erfitt en þeir mæta fyrrverandi erkifjendum Keane í Liverpool. At- hyglisvert verður að sjá hvort Sund- erland nær að fylgja eftir góðri byrj- un á heimavelli þar sem liðið lagði Tottenham. Þeir eiga þó við ramm- an reip að draga og Liverpool-menn hyggjast eflaust koma tímabilinu vel af stað með sigri eftir að hafa fund- ist þeir rændir tveimur stigum af Rob Styles dómara sem dæmdi umdeilda vítaspyrnu á Liverpool gegn Chelsea í miðri viku. Eins eru þeir svekktir yfir því að Gabriel Heinze var ekki leyft að fara til Liverpool og Rafa Benit- ez hefur farið mikinn í fjölmiðlum að undanförnu. „Hvernig er hægt að fara svona með leikmann sem er á samningi?“ Fleira angrar Benitez. „Hvers vegna spilum við alltaf á úti- velli eftir landsleikjahlé?“ sagði Ben- itez og gagnrýndi enska knattspyrnu- sambandið harðlega. Íslendingar mætast Íslendingar mætast þegar Bolton tekur á móti Reading á Reebook Stad- ium. Reading kemur sterkt til leiks á tímabilinu líkt og í fyrra og er með 4 stig eftir þrjá erfiða leiki. Bolton er hins vegar í slæmum málum og hef- ur tapað öllum leikjum tímabilsins. Heiðar Helguson mun líklega byrja á bekknum. Fleiri athyglisverðir leikir eru um helgina. Nágrannaslagur á Ri- verside þar sem Middlesbrough tekur á móti Newcastle. Everton fær Black- burn í heimsókn og slagur aldarinn- ar verður á Pride Park þar sem Birm- ingham kemur í heimsókn. Krafa er um sigur Chelsea á Portsmouth. West Ham mætir Wigan sem hefur byrj- að tímabilið vel með tveimur sigrum í þremur leikjum. Aston Villa reynir að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Fulham sem hefur hinn mis- tæka Tony Warner í markinu. föstudagur 24. ágúst 200736 Sport DV Í dAg 19:10 LiverpooL - CheLSeA 20:50 preMier LeAgue WorLd Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu fyrir enska boltanum um heim allan. 21:20 preMier LeAgue previeW Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp fyrir leiki helgarinnar. Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna sem tekin eru upp samdægurs. 21:50 pL CLASSiC MAtCheS 22:20 pL CLASSiC MAtCheS 22:50 SeASon highLightS LAugArdAgur 08:25 preMier LeAgue WorLd 08:55 pL CLASSiC MAtCheS 09:25 pL CLASSiC MAtCheS 10:55 preMier LeAgue previeW Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna. 11:25 SunderLAnd - LiverpooL 13:45 ArSenAL - MAn. City 16:00 everton - BLACkBurn 18:10 4 4 2 Heimir Karlsson og guðni Bergsson, standa vaktina ásamt vel völdum sparkspekingum. 19:30 4 4 2 20:50 4 4 2 22:10 4 4 2 23:30 4 4 2 SunnudAgur 09:10 WeSt hAM - WigAn 10:50 4 4 2 12:10 MiddLeSBrough - neWCAStLe 14:40 MAn. utd. - tottenhAM 17:15 CheLSeA - portSMouth 18:55 BoLton - reAding 20:35 4 4 2 Heimir Karlsson og guðni Bergsson, standa vaktina ásamt vel völdum sparkspekingum. 21:55 MiddLeSBrough - neW- CAStLe 23:35 MAn. utd. - tottenhAM GÚMMÍVINNUSTOFAN Gúmmívinnustofan – SP dekk • Skipholti 35, 105 RVK sími 553 1055 • www.gummivinnustofan.is • Polar rafgeymaþjónusta • Rafgeymar fyrir fellihýsi og mótorhjól • Frí ísetning og mæling Sumardekk ÖRYGGI BÍLSINS BYGGIST Á GÓÐUM HJÓLBÖRÐUM Heldur City toppsætinu? Heil umferð fer fram um helgina í enska boltanum. Athyglin er á Manchester- liðunum City og united sem eru á öðrum stað í deildinni en sparkspekingar áætluðu. Smellir á hann kossi Ívar og félagar hans í reading taka á móti Bolton. Öll spjót standa á Jol Þrátt fyrir sigur gegn derby þykir Martin Jol valtur í sessi. kominn í gang? fernando torres skoraði um síðustu helgi. heldur ævintýrið áfram? sveinn Jörundur hefur náð fullu húsi stiga á tímabilinu. viðAr guðJónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.