Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 3
ALKABÆKUR AB í desember 1958
Núna fyrir jólln gefur Almenna bókafélagið út þrjáx auka-
bœkur. Félagsmenn geta fengið þessar bækur á félagsverði
(30—40% lægra en búðarverð), ef þeir panta þær sérstaklega.
GANGRIMLAHJOLIO
eftir LOFT GUÐMUNDSSON
Þessi skáldsaga er bæði merkileg að efni og
frumleg. Hún fjallar um það, hvernig manns-
sálin bregzt við hinum vélrænu störfum, sem
nútíminn leggur oss á herðar. Sagan er hnit-
miðuð að formi, einkennilega byggð upp og
yfir henni leyndardómsfullir töfrar, sem hrifa
lesandann eigi síður en það efni, sem hún fjall-
ar um. Gangrimlahjólið á vissulega eftir að
vekja mikla athygli og, ef að líkum lætur, flokk-
ast undir bókmenntaafrek. Sagan er 160 bls.
MARÍUMYNDIN
eftir GUÐMUND STEINSSON
Þetta er ástarsaga eftlr ungan rithöfund. Hún
gerist suður á Spáni og bregður upp ógleyman-
legum myndum af elskendunum og hinu suð-
ræna umhverfi þeirra. Still sögunnar er mjög
ljóðrænn og blæfagur, sýnir mikla ritleikni
þessa unga höfundar. Þetta er fagurt skáldverk,
sem allir bókmenntaunnendur þurfa að lesa og
eignast. Stærð 128. bls.
SPÁMAÐURINN
cftir KAIILIL GIBRAN — Þýðandi Gunnar Dal
Kahlil Gibran var libanonskt skáld og heim-
spekingur (1883—1931). Hann var kunnur viða
uni heim, en frægasta verk hans er Spámað-
urinn, sem kom fyrst út 1923 og hefur orðið
ein vinsælasta Ijóðabók aldarinnar. Spámað-
urinn hefur verið þýddur á meira en 20 tungu-
mál og gefinn út i risastórum útgáfum. Ljóðin
hafa verið nefnd „lífspeki mikils manns“, og
veitir það nokkra innsýn í efni þeirra. Bókin
er prýdd nokkrum myndum eftir höfundinn.
Stærð hennar er 124 bls.