Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 17
FELAGSBREF 15 mundur Hagalín liefur síðan lítið fengizt við ljóðagerð, en smásag- an varð lians eftirlætis skáldskap- arform, og sagnaskáld er hann fyrst og fremst, enda þótt liann geti vafalaust brugðið öðru fvrir sig. Guðmundur Hagalín er um margt ólíkur öðrum mönnum og öllum þorra sinna stéttarbræðra. Hann er hinn mesti fjörmaður, athafnasamur, félagslyndur og lætur sér fátt mannlegt óviðkom- andi, opinskár og hreinskilinn. Allir þessir eiginleikar speglast í ritum hans, og ekki aðeins þar, heldur í dagfari öllu. Guðmundur Hagalín er drauma- maður mikill, eins og títt er um þá, sem alizt hafa upp við að eiga sitt undir sól og regni. Stundum sækir hann söguefni sín í drauma, — hins vegar er hann allra manna lausastur við draumóra, og allar sínar ritsmíðar reisir liann af sterkri og staðfastri raunhyggju. Guðmundur Hagalín liefur samt af sumum verið talinn rómantískt skáld. Slík greining eða dilka- dráttur orkar oftast tvímælis, og svo er hér. Raunsæi og rómantík eru auðvitað samofin í hverju skáhli, þó að hlutföllin kunni að vera ólík. Guðmundur Hagalín lætur sög- ur sínar oftast gerast í vestfirzku nmliverfi og sumum finnst hinir gildu, vestfirzku bændur og vest- firzkar kjarnakonur geri hann dá- lítið íhaldssaman, þar sem hann gerir upp reikninga hins gamla og nýja tíma, — fornar dyggðir og ný viðliorf. En sannleikurinn er sá, að liann geldur hverjum sitt. Gamli tíminn átti líka sína drauina, sína trú, sínar dyggðir, og þessu má ekki glata nema ann- að betra taki við, og Guðmundur Hagalín liefur ekki meiri óbeit á neinu en niðurrifsboðskap og bölsýni. Þó að hið nýja sigri í sögum lians, sér hann þess ekki þörf að skilja við hið gamla, ef gott er, óalandi og óferjandi. Guðmundur Hagalín mun ekki vilja láta kalla sig prédikara í skáldskap eða „tendens“ skáld, þó að dæmi þess megi finna í sögum hans, að honum séu sérstök dæg- urmál ofarlega í huga, þegar hann skrifar. Ef tala má um boðskap í sögum Hagalíns, mundi hann í sem fæstum orðuin vera þessi: „Allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þrátt fyrir allt“. Guðmundur Hagalín er ein- staklingsliyggjumaður að eðli og uppeldi og af þeirri lífsskoðun lians mótast allt, sem liann ritar. Hann ann og dáir einstaklinginn, veikan, og þó einkum sterkan. Draumar hans, trú lians, karl- mennska, veikleiki, vonir, sigrar og ósigrar, allt lians stríð, það er sá efniviður, sem liann vinnur úr verk sín. Og úr þessum efnivið hefur Guðmundur Hagalín skap-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.