Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 38
36 FÉLAGSBRÉP en liin síðari ár hef ég alveg horf- ið frá ríminu. Rímleysið á betur við nútímahugsun og nútímavið- fangsefni. — Ég held líka að ljóð- mál okkar liafi gott af að hvílast um stund frá hinum gatslitnu orðasamböndum rímsins, engin hætta á því að rímliefð okkar gleymist með öllu. Seinna munu ný skáld liirða uppskeru af akri rímleysisáranna og yrkja miklu betri rímkvæði en nú er unnt. Ég ætti kannski að koma hér að orðsendingu til hinna mörgu rímvina og hagyrðinga meðal hlustenda: Fyrir alla muni hættið hinum ófrjóa fjandskap við okk- ur, sem tjáum hug okkar með öðrum hætti en þið. Haldið áfram að binda lífsskoðanir ykkar og lífs- reynslu í vel kveðnar stökur; svo skulum við reyna fordómalaust að meta hvor annarra verk, og þá mun takast gagnkvæmur skilning- ur. Mér fyrir mitt leyti mun ætíð þykja gaman að smellnum tæki- færisvísum. Þær eiga alltaf rétt á sér. HELZTU MARKMH) OG SKYLDUR SKÁLDSINS — Mér er sagt, að þeir sem hafa talað hér á undan mér hafi verið furðu hreinskilnir. Ekki skal standa á mér að vera það líka. Ég tel að ljóð skáldsins eigi að vera heimild um þann tíma, sem það hefur lifað á. En skáldið á líka með nokkrum liætti að móta sína kynslóð, skilja eftir spor. Hitt er svo annað mál, hversu vel mörg- um okkar tekst að gegna þessu hlutverki. Það fer eftir eðli skálds- ins og hæfileikum hversu mjög það finnur til í stormum sinnar tíðar. Öll ]jóð eru með einhverj- um liætti áróður, en skáldið þarf að vera liafið yfir múgsefjun stjórnmálamannanna. Ég var einn meðal þúsundanna, sem stóð í rigningunni á Þingvöll- um 17. júní 1944. Þá var ég ungur maður. Það voru feður okkar og mæður, sem þá gáfu okkur land- ið, frjálst og ríkt, þá átti þjóðin jafnvel fjármuni til þess að miðla helsærðum stríðsþjóðum. Nú er ég fulltíða maður og skáld. Hvar er hið frjálsa og auðuga ríki, sem ég get gefið sonum mínum, þegar þeir Jieimta það af mér á sínum manndómsárum? Þessi spurning lieldur fyrir mér vöku, og öll liin ljóðfögru orð mín hrynja í duftið. Skáldið á að liafa góða sam- vizku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.