Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Page 1
Átök vegna sæstrengs Kenneth Peterson seGIr rÍKIÐ ætla Í saMKePPnI VIÐ eInKaaÐIla: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 15. október 2007 dagblaðið vísir 165. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 ERLENT >> „Við vorum eins og í einhverjum príma- donnuleik,“ segir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari eftir slæmt 4–2 tap gegn Lettum. Landsleikurinn, góður árangur Birgis Leifs Hafþórssonar kylfings í Madríd og fyrsta tap Hauka í N1-deildinni í handbolta í 12 síðna íþróttablaði DV í dag. okrað á mótor- hjólaköppum >> Kristni Eyjólfssyni brá þegar hann fékk rukkun fyrir tryggingu á mótorhjóli. Iðgjöldin hljómuðu upp á rúma hálfa milljón. Sjálft mótorhjólið kostaði 300 þúsund krónur. Kristinn fékk þá skýringu að allir sem keyptu sér hjól fengju sjálfkrafa þessa tryggingu en hægt væri að fá upphæðina lækkaða. Kristinn fékk hana að lokum lækkaða í hundrað þúsund krónur á ári, eða um 450 þúsund krónur, en er ósáttur við vinnubrögðin. léKu eIns oG PrÍMadonnur >> Bob Denard var alræmdur fyrir hörku þegar hann stýrði málaliðum í valdaránum og borgarastríðum um áratugaskeið. Hann er nú látinn 78 ára að aldri. DV rifjar upp feril mannsins sem kallaði sjálfan sig Sjóræningja franska lýðveldisins en var kallaður Sá hræðilegi af andstæðingum sínum. fRéTTiR málalIðINN hrÆðIlEGI n samstarf stjórnvalda við novator um sæstreng til Danmerkur veldur ólgu. auðjöfurinn kenneth Peterson leggur sæstreng til Írlands og íhugar að kæra íslenska ríkið til eftirlitsstofnunar eFta. sjá bls. 6. DV Sport mánudagur 15. október 2007 11 SportMánudagur 15. október 2007 sport@dv.is ENSKUR SKYLDUSIGUR STJARNAN VANN STÓRS LAGINN ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU B EIÐ AFHROÐ ÞEGAR ÞAÐ TAPAÐI 4–2 FYR IR LETTUM. EKKERT GEKK UPP HJÁ LIÐINU OG ÞAÐ V AR HEPPIÐ AÐ FÁ EKKI FLEIRI MÖRK Á SIG . BLS. 12–13 Birgir Leifur Hafþórsson atvinnu- kylfingur lenti í 41. sæti á golfmóti í Evrópumótaröðinni sem fram fór í Madríd nú um helgina. Birgir Leif- ur byrjaði illa á mótinu en vann sig svo inn í það aftur með góðri spila- mennsku. Hann endaði mótið á tveimur höggum undir pari en hann var samtals fimm höggum undir pari á tveimur síðustu dögum mótsins. Birgir Leifur er í 183. sæti á mótaröð- inni eftir þennan árangur en hann þarf að vera á meðal 115 tekjuhæstu kylfinganna til þess að fá að halda áfram á mótaröðinni. Hann fékk í sinn hlut 440 þúsund krónur fyrir 41. sætið og hefur alls unnið sér inn 6,7 milljónir króna. „Ég er bæði sáttur og ekki sáttur við mótið. Aðallega sáttur við hugarfarið en svo lenti ég í því að fá sprengjur á nokkrum holum og það á náttúrlega ekki að gerast. Leikskipulagið gekk að mestu upp. Ég spilaði ákveðið og ef þessar sprengjur hefðu ekki komið til hefði ég verið í toppbaráttu og það er pínu- lítið svekkjandi. Ég reyndi hins vegar að vera ekki að pæla of mikið í því slæma heldur einbeita mér að því góða. Baráttan var til fyrirmyndar því ég byrjaði mót- ið mjög illa og var sex yfir eftir fyrstu fimm sex holurnar á mótinu. En síð- an kom ég til baka og dagurinn í gær (laugardag) var mjög góður.“ Mótið í Madríd var það fyrsta eftir langa bið. „Ég er sáttur við margt sem var í þessu móti og það var allt til stað- ar í spilamennskunni. Það var mjög gaman að spila aftur eftir þessa bið. Einbeitinguna vantaði fyrst en síðan kom þetta allt. Ég kemst ekki inn á næsta mót en ég ætla að vona að ég komist inn í Mallorca sem er síðasta mótið í móta- röðinni. Það eru hins vegar litlar líkur á því. Ef ég á að geta sloppið við það að fara í áskorendamótaröðina að nýju þarf ég algjört toppmót þar að því gefnu að ég komist inn. En það er hins vegar ekkert alslæmt að þurfa að vinna sig inn í mótaröðina að nýju. Ég er reynslunni ríkari og ætla að koma sterkur inn í hana aftur,“ segir Birgir Leifur. vidar@dv.is Birgir Leifur Hafþórsson Birgir Leifur í 41. sæti í Madríd Birgir Leifur Hafþórsson Lék vel um helgina og lenti í 41. sæti í madríd. SJÁLFUM OKKUR VERSTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.