Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Qupperneq 6
mánudagur 15. október 20076 Fréttir DV
Kenneth D. Petersson, Jr., forstjóri
Columbia Ventures, íhugar að skjóta
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagn-
ingu nýs sæstrængs, Danice, á milli
Danmerkur og Íslands til ESA, eftir-
litsstofnunar EFTA. Hann telur ríkið
vera komið í samkeppni við einka-
aðila og síðasta hálmstráið, ef ríkis-
stjórnin breytir ekki ákvörðun sinni,
er að hans mati að leita til ESA.
Kenneth Peterson hefur áður stað-
ið í fjárfestingum á Íslandi. Þar ber
hæst byggingu álvers Norðuráls sem
reis á skömmum tíma en var síðar
selt.
Eignarhaldsfélagið Farice ehf. var
stofnað utan um lagningu og rekst-
ur sæstrengs milli Skotlands og Ís-
lands með viðkomu í Færeyjum. Sá
sæstrengur heitir Farice og er í meiri-
hlutaeigu íslenska ríkisins, Símans og
Vodafone. Í ljósi áhuga erlendra fyrir-
tækja á að reisa hér á landi netþjóna-
búa var talið nauðsynlegt að leggja
nýjan streng. Í fyrstu var áætlað að
leggja hann til Bretlandseyja og að
hann yrði tilbúinn 2010.
Í septemberlok samþykkti ríkis-
stjórnin tillögu Kristjáns Möller sam-
gönguráðherra að leggja Danice þess
í stað til Danmerkur og er undirbún-
ingur verksins langt kominn. Búið er
að tryggja framleiðslunúmer á streng-
inn og ráða skip til lagningarinnar.
Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur
og Hitaveita Suðurnesja auk Novator
hafa lýst því yfir að þau vilji taka þátt í
fjármögnuninni. Kostnaður við verk-
ið er 5 milljarðar króna og áætlað að
verki ljúki í árslok 2008.
Breyttar aðstæður
Við stofnun Farice ehf. árið 2002
var aðkoma íslenska ríkisins rannsök-
uð hjá ESA á þeim forsendum hvort
afskiptin gætu raskað eðlilegri sam-
keppni á markaði. Stofnunin hefur
það hlutverk að gæta þess að opin-
ber stjórnsýsla raski ekki samkeppni
á markaði þar sem einkaaðila er að
finna. Niðurstaða ESA við stofnun
Farice var sú að heimila aðkomu rík-
isins þar sem enga einkaaðila væri að
finna í samkeppni.
Írskt fyrirtæki í eigu Petersons,
CVC Acquisition Co., rekur sæstreng-
inn Hibernia Atlantic milli Írlands og
Bandaríkjanna og á þeim bænum er
stefnt á að bæta við streng á milli Ír-
lands og Íslands. Þær áætlanir voru
kynntar fyrir stjórnendum Farice og
Kristjáni samgönguráðherra nýverið.
Nokkru munar í vegalengdinni á milli
sæstrengs ráðherra og sæstrengs CVC
og fyrir vikið munar nokkru í kostaði.
Munurinn á kostnaði liggur nærri
2 milljörðum í það heila. Forsvars-
menn CVC skilja ekkert í ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að halda áfram af-
skiptum sínum af þessum markaði í
ljósi þess að fyrirhuguð framkvæmd
fari í beina samkeppni við einkaað-
ila. Þeir benda á að nú sé öldin önn-
ur frá því að ESA ályktaði um stofnun
Farice ehf.
Miklu dýrara
Bjarni Þorvarðarson, viðskipta-
félagi Petersons, staðfestir vonbrigði
þeirra félaga með nýlega ákvörðun
samgönguráðherra, ekki síst í ljósi
þess að mun ódýrari kostur hafi stað-
ið ríkisstjórninni til boða. Hann von-
ast til þess að ráðamenn breyti áætl-
unum sínum og í þeirri von hefur
Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráð-
herra verið ritað bréf. „Við erum með
í bígerð að leggja sæstreng til Íslands
og höfum kynnt þau áform. Við héld-
um að menn sæju sér hag í því að
nota okkar streng í stað þess að leggja
annan töluvert dýrari á kostnað rík-
isins. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
halda sínu striki kom okkur því mjög
á óvart,“ segir Bjarni.
„Staðan er sú að einkaaðilar eru nú
að stíga fram og bjóða fram þjónustu
á þessu sviði. Það er auðvelt að færa
rök fyrir því að umsvif ríkisins á þess-
um markaði fara ekki mjög vel sam-
an við það. Í þessu ljósi vorum við að
vonast til þess að ríkið sæi sér hag í því
að þurfa ekki að leggja út í kostnaðinn
við nýjan streng eftir að við höfðum
kynnt okkar áform. Ég ber enn þá von
í brjósti að við náum að sýna ráða-
mönnum fram á hagkvæmni okkar
strengs og að ákvörðunin verði end-
urskoðuð.“
Fátt um svör
Aðspurður telur Kristján Möll-
er samgönguráðherra afskipti ríkis-
ins ekki óeðlileg í ljósi þess að einka-
aðilar hafi áform uppi um lagningu
sæstrengs til Íslands. Hann segir það
hafa skipt höfuðmáli að leggja streng-
inn til Danmerkur og því hafi aðrir
kostir ekki komið til greina. Aðspurð-
ur hvort það hefði breytt áformum
ríkisins að einkaaðilar byðu upp á
streng milli Danmerkur og Íslands
vildi Kristján ekki svara. „Sá mögu-
leiki var ekki á dagskrá. Við töldum
vænlegast til framtíðar að fara til Dan-
merkur, þrátt fyrir að hún sé dýr-
ari, enda hafa netþjónabúin
lagt á það áherslu. Ég tek
það fram að hlutur rík-
isins minnkar í hluta-
félaginu og nýir hlut-
hafar koma inn,“ segir
Kristján.
„Ég hef aldrei
fengið neina kynn-
ingu á fyrirætlun-
um Hibernia en ég
vissi af vangaveltum
þeirra. Ég sé ekki af
hverju ríkið hefði átt
að bakka út úr þessu
af því einkaaðilar
væru með einhver
áform. Þeir geta að
sjálfsögðu lagt sinn
streng, það er
ekkert mál og við erum ekkert að
koma í veg fyrir það. Ég hef ekki orðið
var við neina gagnrýni á þetta, þvert á
móti hef ég ekki heyrt neitt annað en
kátínu.“
Við vinnslu fréttarinnar náð-
ist ekki í Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Kenneth Peterson vill leggja sæstreng á milli Írlands og Íslands og hefur kynnt íslenskum stjórnvöldum
áformin. Hann er ósáttur við þátttöku íslenska ríkisins í lagningu nýs sæstrengs, milli Danmerkur og Íslands,
og íhugar að kæra hana til eftirlitsstofnunar EFTA. Kristján Möller samgönguráðherra sér ekki af hverju rík-
ið ætti að hætta þátttöku þó að einkaaðilar séu með áform um að leggja hingað streng.
ÓSÁTTUR VIÐ RÁÐHERRA
„Við héldum að
menn sæju sér
hag í því að nota
okkar streng í stað
þess að leggja ann-
an töluvert dýrari á
kostnað ríkisins.“
TrausTi haFsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Össur skarphéðinsson Iðnaðarráðherra er
einn þeirra sem ritað var bréf í þeirri von að
ákvörðun ríkisstjórnarinnar verði endurskoðuð.
Kristján Möller Samgönguráð-
herra áttar sig ekki á gagnrýninni og
telur afskipti ríkisins ekki óeðlileg.
Kenneth Peterson Viðskiptajöfur áformar
að leggja sæstreng milli Írlands og Íslands.
Hann gagnrýnir þátttöku ríkisins þar sem til
boða hafi staðið að sleppa lagningu danice.