Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Síða 12
mánudagur 15. október 200712 Sport DV Eiður smári guðjohnsEn „Það er ömurlegt að tapa, alltaf. Sérstaklega á þennan hátt og á móti svona liði, sem í sjálfu sér er ekkert sérstakt. Þeir litu ágætlega út af því að við létum þá líta ágætlega út. Við vorum ekkert viðbúnir neinu. Við eigum ekkert að láta þá koma okkur á óvart, við erum á heimavelli og sjálfstraustið á að vera í fínu lagi eftir síðustu tvo leiki. Við byrjuðum frábærlega og síðan gefum við eftir á einhvern óskiljanlegan hátt. Við þurfum að horfa á leikinn til að finna einhver svör við því. Við gáfum þeim alltof mikið svæði. Það var allt of mikið svæði á milli varnar og miðju og miðju og sóknar. Ég held að það hafi ekki verið nein værukærð. Við höfum aldrei haft efni á því. áherslurnar hjá okkur voru bara engan veginn í takt og þegar liðið er ekki samstillt gerast svona hlutir. Í landsleikjum er þér refsað fyrir minnstu mistök. Ég held reyndar að Lettar hafi skorað úr öllum færum gegn okkur í þessari keppni. Það þýðir ekkert að kvarta yfir því. tvö mörk úr horni, sem á nú að vera það sterkasta í okkar varnarleik, að verjast í föstu leikatriði. Ég reyndi að gera allt sem ég gat. Ég þurfti oft á tíðum smá tíma til að jafna mig ef ég fór eitthvað af stað og gerði eitthvað. Þetta voru mínar fyrstu 90 mínútur síðan ég veit ekki hvenær. auðvitað er ég ánægður með að skora tvö mörk en þessi mörk fjúka bara út í vindinn og það sem situr eftir er að við töpuðum 4–2. auðvitað er maður stoltur af þessu (markametinu) en það er smá skuggi yfir metinu í dag, þó mað- ur eigi eftir að njóta þess í framtíðinni. Ég hefði gefið þetta markamet upp á bátinn fyrir önnur þrjú stig. Það er mun mikilvægara fyrir liðið að fá þrjú stig heldur en að ég bæti markametið. Ég sagði alltaf að ég myndi bæta markametið.“ AlEksAndrs stArkovs, þjálfAri lEttlAnds „Við erum með fjóra mikilvæga menn meidda. en þeir leikmenn sem komu í stað þeirra spiluðu vel. Leikurinn var góður og sigurinn var frábær. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa. guðjohnsen skoraði tvö góð mörk og í okkar liði vil ég hrósa sérstaklega markverðinum Vanins, varnarmannin- um gorkss og miðjumanninum Laizans, auk Verpakovskis sem skoraði tvö lagleg mörk. Það er því miður ekkert sem við höfum að keppa að í þessari undankeppni og um miðbik þessarar undankeppni skiptum við um þjálfara. nú er aðalmarkmið okkar að byggja upp nýtt lið og ég er mjög ánægður með að við skulum vera á réttri leið. Það er sennilega tilviljun að okkur gengur svona vel með Ísland. Við fengum góð tækifæri til að skora gegn dönum og Spánverjum.“ árni gautur Arason átti slæman dag og hefði getað gert betur í sumum marka Letta. kristján Örn sigurðsson átti stóran þátt í að minnsta kosti tveimur mörkum Letta. Ívar ingimarsson eins góður og Ívar var í síðustu leikjum var hann slakur í þessum leik. ragnar sigurðsson Vonandi fyrir hann voru forráðamenn roma ekki að horfa á leikinn. Brynjar Björn gunnarsson Slakasti leikur brynjars í langan langan tíma. ekkert gekk upp og boltinn virtist hreinlega þvælast fyrir honum. Emil hallfreðsson reyndi hvað hann gat. Þurfti oft að fara inn á miðjuna til að fá boltann enda spiluðu miðjumenn Íslands ekki vel. hjálmar jónsson Lagði upp fyrra mark Íslands. Hann lagði líka upp mörg færi fyrir Letta með lélegum sendingum út úr vörninni. jóhannes karl guðjónsson átti nokkrar ágætar sendingar í leiknum. átti að vera leikstjórnandi Íslands en skilaði ekki því hlutverki.4 4 4 4 4 3 3 5 SAGT EFTIR LEIK Íslenska landsliðið í knattspyrnu bauð 5.865 áhorfendum á Laugar- dalsvelli upp á arfaslaka frammi- stöðu á laugardaginn þegar lands- lið Lettlands kom í heimsókn. Lettar unnu sannfærandi 4–2 sigur. Lettar hafa nú skorað níu mörk í riðlinum, þar af átta á móti Íslendingum. Ní- unda markið var sjálfsmark. Íslendingar byrjuðu leikinn bet- ur og Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir strax á 4. mínútu. Ísland náði þá góðri skyndisókn og eft- ir sendingu frá Hjálmari Jónssyni skoraði Eiður Smári af stuttu færi. Þetta var átjánda landsliðsmark Eiðs Smára og nýtt markamet staðreynd. Eftir markið var engu líkara en ís- lensku landsliðmennirnir hafi haldið að eftirleikurinn yrði hægðarleikur einn. Næstu 40 mínútur voru vægast sagt skelfilegar á að horfa. Lettar réðu lögum og lofum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og Maris Verpakovskis var tvisvar nálægt því að skora. Í fyrra skiptið átti hann skalla sem Árni Gautur Arason markvörður varði vel og í síðara skiptið fékk Verp- akovskis langbesta færi leiksins en skaut í stöngina fyrir opnu marki. Ísland varð fyrir áfalli á 25. mínútu þegar Grétar Rafn Steinsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Inn á fyrir hann kom Kári Árnason og hann átti stóran þátt í jöfnunarmarki Letta. Á 27. mínútu fengu Lettar horn- spyrnu og upp úr henni skoraði Oskars Klava með skalla. Klava var einn og yfirgefinn fyrir miðju marki og það var Kári Árnason sem átti að passa Klava. Þar með voru Lettar komnir á bragðið og fjórum mínútum síð- ar náðu þeir forystu. Eftir klaufalegt brot Kristjáns Arnar Sigurðssonar fengu Lettar aukaspyrnu við víta- teigshornið. Miðjumaðurinn Jurifs Laizans tók spyrnuna og skoraði með skoti á nærstöngina. Skotið var ekki fast og engin spurning að Árni Gaut- ur átti að gera betur í markinu. Á 37. mínútu skoruðu Lettar þriðja markið og aftur kom mark eft- ir hornspyrnu. Eftir vandræðagang í vítateig Íslands fékk Maris Verpakov- skis boltann, hann hafði nægan tíma til að snúa sér og skoraði með skoti af stuttu færi. hræðileg byrjun á síðari hálfleik 3–1 var staðan í hálfleik og það stóð ekki steinn yfir steini í leik Ís- lands. Hafi íslensku leikmennirn- ir gert sér vonir um að byrja síðari hálfleikinn vel, tók það Letta aðeins nítján sekúndur að skjóta Íslendinga niður á jörðina. Lettar byrjuðu með boltann í síð- ari hálfleik. Jurijs Laizans sendi út á hægri kant og var sparkaður nið- Eiður smári guðjohnsen bætti markamet ríkharðs jónssonar þeg- ar hann skoraði tvö mörk gegn Lettum. Það dugði hins vegar ekki til því lettar unnu sannfærandi 4–2 sigur á slökum Íslendingum. dAgur svEinn dAgBjArtsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is HöRmuLEG FRAmmISTAðA meiddur grétar rafn Steinsson þurfti að fara meiddur af velli. kristján Örn sigurðsson berst um boltann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.