Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Qupperneq 13
DV Sport mánudagur 15. október 2007 13
Emil HallfrEðsson
„Þetta byrjaði rosalega vel og maður
hélt að við myndum vinna þetta eftir
byrjunina. en við vorum slappir
varnarlega, allt liðið ekki bara öftustu
fjórir. Við fengum alveg einhver færi og
við hefðum alveg getað sett fleiri mörk.
oft komu ágætissóknir í síðari hálfleik
en við náðum ekki að klára þær. en það
verður að segjast að þetta fjórða mark
þeirra kláraði leikinn.“
JóHannEs Karl GuðJónsson
„Við í sjálfu sér náðum að byrja
ágætlega en einhverra hluta vegna
komust þeir inn í leikinn og mér fannst
við vera eitthvað taugastrekktir og
náðum ekki að þétta okkur. Við vorum
allt of opnir og þegar kantararnir komu
inn á völlinn mynduðust þarna holur. en
við fengum mörk á okkur úr föstum
leikatriðum.
Við vorum náttúrlega miklu betri aðilinn
í leiknum í síðari hálfleik og við höfðum
trú á því að við gætum jafnað. en
markmaðurinn varði oft vel hjá þeim og
síðasta sending klikkaði oft en svona er
þetta bara. “
raGnar siGurðsson
„Í byrjun vorum við ekki nógu vel
stemmdir og þeir teygðu vel á okkur og
alls staðar voru fríir menn hjá þeim. Við
vorum allt of langt frá þeim og þorðum
ekki að mæta þeim ofarlega í fyrri
hálfleik, því þeir eru með snögga
framherja. en í síðari hálfleik ákváðum
við að mæta þeim enda fengum við fullt
af færum og þeir ógnuðu okkur sjaldan
á bak við okkur. Við teljum okkur
kannski frekar geta spilað fótbolta gegn
Lettum en öðrum þjóðum og við
sóttum stanslaust í síðari hálfleik. en
föstu leikatriðin urðu okkur að falli.“
Gunnar HEiðar Þorvaldsson
„Ég á ekki orð yfir því að við höfum
tapað hér heima 4–2 fyrir Lettum. en ég
meina hver einasti maður hjá þeim gat
tekið boltann,
snúið sér og gert
hvað hann vildi við
boltann. Við litum
út eins og ég veit
ekki hvað.
Við ætluðum að
koma til baka og
selja okkur dýrar í
síðari hálfleik. Ég
hélt að við
myndum valta yfir þá í byrjun en þeir
komust inn í leikinn og svona er þetta
bara, þetta var ekki alveg að ganga.“
Árni Gautur arason
„mér fannst ég byrja vel en svo skora
þeir upp úr föstu leikatriði. Ég átti lítið í
það. en í aukaspyrnunni hefði ég
kannski mátt gera betur, ég þarf að
skoða það í sjónvarpinu. boltinn var
nálægt stönginni og svona, en við
sjáum til.“
Eiður smári
Guðjohnsen
Skoraði tvö mörk og
bætti markametið.
barðist eins og ljón en
því miður voru aðrir ekki í
takt við eið.
Kári Árnason
gaf miklu fleiri sendingar
á Letta en Íslendinga.
Þótt menn spili ekki í
sinni stöðu er lágmarks-
krafa að landsliðsmaður
geti sent á samherja.
Grétar rafn steinsson
Var ógnandi þann stutta
tíma sem hann var inni
á. Þurfti að fara af velli á
25. mínútu vegna
meiðsla.
Gunnar H. Þorvaldsson
Sást einu sinni í leiknum
og klúðraði þá dauðafæri.
Hefði átt að fara af velli
miklu fyrr enda í engum
takt við leikinn.
Helgi sigurðsson
ekki eftirminnileg
innkoma hjá Helga enda
erfitt að koma inn á í
þeirri stöðu sem upp var
komin.
Ármann smári
Björnsson
kom inn á í stöðunni 2–4
og tvær mínútur eftir.
Furðuleg skipting. Hafði
engan tíma til að setja
mark sitt á leikinn.
3
5 7 4
maður leiksins
6
Eiður smári Guðjohnsen
SAGT EFTIR LEIK
4
„Ég er gríðarlega svekktur og sér-
staklega með fyrri hálfleik. Það var
einbeitingarleysi og agaleysi í okkar
leik í fyrri hálfleik. Við fengum þrjú
mörk á okkur úr föstum leikatriðum
og spiluðum illa. Við stóðum langt
frá mönnum og vorum bara hlaup-
andi á eftir þeim. Það gengur eng-
an veginn. Menn verða að vera á
tánum, annars fáum við alltaf mörk
á okkur,“ sagði Eyjólfur Sverrisson
landsliðþjálfari eftir leikinn.
Hann sagði að hann hafi ætlað
að gera áherslubreytingar í síðari
hálfleik en fjórða markið hafi komið
sem rothögg. „Við ætluðum að þétta
leikinn. Það var allt of langt á milli
sóknar og varnar og þeir höfðu allt-
af möguleika á að senda á sóknar-
mennina. Það var allt of mikið svæði
fyrir þá til að hreyfa sig.
Við ætluðum að þrýsta liðinu upp
í seinni hálfleik, sem og við gerð-
um. Menn voru miklu ákveðnari.
En að fá á sig mark á fyrstu mínútu
var gríðarlega dapurt. Við reyndum
eftir það og fengum færi. Markvörð-
urinn varði nokkrum sinnum vel og
við gáfum allt í þetta í seinni hálf-
leik,“ sagði Eyjólfur og bætti við að
það hafi samt sem áður ekki komið
til greina að gera mannabreytingar í
hálfleik.
Hann sagði að hugarfarið fyrir
leikinn hafi verið mjög gott. „Alveg
eins og hefur verið í síðustu leikjum.
Við skoruðum mark strax í byrjun og
þá var eins og það hafi dofnað yfir
liðinu. Það var bara værukærð yfir
liðinu og það var eins og við værum
að bíða eftir að þeir myndu jafna,“
sagði Eyjólfur.
Hann sagði einnig að það hafi
riðlað leik liðsins að missa Grétar
Rafn af velli. „Það var akkúrat hans
maður sem var aleinn í teignum og
skallaði boltann inn. Þá voru menn
ekki búnir að átta sig á því hver ætti
að taka hann. Það er gríðarlega
svekkjandi. Þeir létu okkur finna fyr-
ir því og við vorum bara í einhverj-
um prímadonnuleik í fyrri hálfleik,“
sagði Eyjólfur.
Spurður um sína stöðu sem
landsliðþjálfari sagði Eyjólfur að sú
ákvörðun væri í höndum KSÍ. „Ef
maður reiðist telur maður upp að
tíu og tekur skynsamlegar ákvarð-
anir. Ég er fyrst og fremst bara gríð-
arlega svekktur með að við höfum
ekki náð að halda sama dampi og
hefur verið,“ sagði Eyjólfur.
SpILuðum ILLA
Eyjólfur sverrisson landsliðsþjálfari var gríðarlega svekktur eftir leikinn:
ur skömmu síðar. Dómarinn beitti
hagnaðarreglunni og sókn Letta hélt
áfram. Aleksejs Visnakovs sendi bolt-
ann fyrir mark Íslands þar sem Kristj-
án Örn Sigurðsson skallaði boltann
beint fyrir fætur Maris Verpakovskis
sem skoraði.
Lettar voru þar með komnir í
mjög vænlega stöðu og ekkert annað
fyrir þá að gera en að bakka og halda
sinni stöðu.
Ísland náði hins vegar að klóra í
bakkann á 53. mínútu þegar Eiður
Smári skoraði sitt annað mark. Emil
Hallfreðsson gaf á Eið Smára sem lék
á varnarmenn Letta og skoraði með
laglegu skoti í hornið fjær.
Lengra komust Íslendingar ekki
og 4–2 sigur Letta því staðreynd. Sig-
ur Letta var fyllilega verðskuldaður.
Ísland spilaði tvisvar við Letta í und-
ankeppninni og tapaði samtals 8–2.
Lettar hafa skorað níu mörk í undan-
keppninni og átta þeirra komu gegn
Íslandi. Níunda markið var sjálfs-
mark Norður-Írans Chris Baird í 1–0
sigurleik Letta.
Nú er það svo að árangur þjálf-
ara er metinn eftir úrslitum en ekki
frammistöðu. Það er deginum ljós-
ara að úrslit Íslands í þessari undan-
keppni eru heilt yfir slæm og spurn-
ing hvor tími Eyjólfs Sverrissonar
með landsliðið sé ekki liðinn.
Ísland hefur fengið á sig 21 mark
í undankeppninni til þessa. Aðeins
fjögur lið af þeim 50 sem taka þátt
í undankeppnini hafa fengið fleiri
mörk á sig og það eru Færeyjar, San
Marínó, Andorra og Liechtenstein.
HöRmuLEG FRAmmISTAðA
Eiður smári Guðjohnsen
Var besti leikmaður Íslands.
1-0 fyrir Ísland Ísland
byrjaði vel í leiknum
Eyjólfur Í þungum þönkum
„Ísland spilaði illa í leiknum“