Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Page 14
mánudagur 15. október 200714 Sport DV
Fredrik Ljungberg, Christian
Wilhelmsson og Anders Svensson
tryggðu Svíum öruggan 3–0 sigur
á Liechtenstein í Vaduz. Sigurinn
tryggir Svíum áfram efsta sætið í riðl-
inum með 22 stig eftir 9 leiki. Fyrirlið-
inn Ljungberg skoraði eftir 19 mínút-
ur þegar Marcus Allback gaf fallega
sendingu með hælnum í gegnum
vörn heimamanna. Ljungberg þurfti
síðan að fara af velli vegna meiðsla
og Kim Kallstrom kom í hans stað.
Markið hjá Wilhelmsson var
glæsilegt í alla staði. Hann tók þá
hvern varnarmann Liechtenstein
á fætur öðrum og skaut föstu skoti,
óverjandi fyrir markmann heima-
manna. 2–0 var staðan í leikhléi. Það
liðu ekki nema tíu mínútur af síðari
hálfleik þar til Svíar skoruðu þriðja
markið. Liechtenstein-vörnin var
þá eitthvað að dóla með boltann og
Svensson hirti auðveldlega boltann
og skoraði skondið mark.
Þegar liðin mættust í Svíþjóð fyr-
ir 13 mánuðum þurftu Svíar að hafa
þvílíkt fyrir sigrinum. Núna var allt
annað uppi á teningnum. Fyrri hálf-
leikur var mjög góður hjá Svíum og
þeir drápu leikinn þá. Johan Elm-
ander, Svenson og Tobias Linder-
oth fengu allir góð færi í leiknum og
Svíar voru alltaf líklegri að bæta við
heldur en Liechtenstein að minnka
muninn. Vinni Svíar Norður-Íra
á miðvikudaginn eru þeir komnir
langleiðina í lokakeppnina.
Svíar héldu toppSætinu
Liechtenstein steinlá fyrir Svíum 3–0 í Vaduz.
Frábært mark hjá Wilhelmsson
Christian Wilhelmsson skoraði frábært
mark gegn Liechtenstein.
Mörk frá Raúl Tamudo, Sergio
Ramos og Albert Riera tryggðu Spán-
verjum þrjú stig í Árósum gegn Dön-
um. Sigurinn þýðir að ekkert minna
en kraftaverk þarf til að Danir kom-
ist í lokakeppni EM í Sviss og Aust-
urríki. Spánverjar komust með sigr-
inum á topp okkar riðils með 22 stig
og eru jafnir Svíum sem eiga þó leik
til góða.
Tamudo skoraði eftir 14 mínútur
þegar hann skallaði sendingu Andr-
es Iniesta í netið. Annað markið var
Þar
lágu
Frábært mark annað mark Spánverja var
stórbrotið. Þeir héldu boltanum í meira en
mínútu án þess að danir kæmust á milli.
Alvörubarátta daniel Jensen,
leikmaður dana, reynir að ná
boltanum af Luis garcia
af dýrari gerðinni. Spánverjar héldu
boltanum lengi lengi, í eina mín-
útu og 18 sekúndur, sendu boltann
þrjátíu sinnum sín á milli án þess að
Danir kæmu við boltann. Það var svo
Ramos sem rak smiðshöggið þegar
skammt var eftir af fyrri hálfleik. Tók
léttan þríhyrning við Xavi og skoraði
framhjá Thomas Sorensen. Í millitíð-
inni vildu Danir fá víti þegar boltinn
fór greinilega í höndina á Cesc Fabr-
egas. Spánverjar skoruðu úr tveim-
ur fyrstu alvörufærunum sínum en
spænskir fjölmiðlamenn höfðu gert
því skóna að liðið myndi eiga í erfið-
leikum fyrir framan mark andstæð-
inganna þar sem David Villa og Fern-
ando Torres væru meiddir.
Fimm mörk í tíu leikjum
„Ég kom hingað til að vinna mitt
starf,“ sagði Tamudo glaður í bragði
eftir leikinn. Hann var ekki valinn
í landsliðið í tvö ár en hefur skorað
fimm mörk í tíu leikjum síðan hann
sneri aftur. „Það sem mestu máli
skiptir er úrslitin sem við fengum hér
því þetta var mjög svo erfiður leikur.“
Dennis Rommedahl, Daniel Jen-
sen, Jesper Gronkjaer og Thomas
Helveg fengu allir góð færi fyrir Dan-
mörku en skutu annaðhvort framhjá
eða í Iker Cassilas, markvörð Spánar.
„Við erum vonsviknir og pirraðir eft-
ir þennan leik,“ sagði Morten Olsen,
landsliðsþjálfari Dana. „Við fengum
næg tækifæri til að fá eitthvað út úr
þessum leik en nýttum ekki færin
okkar.“
Jon Dahl Tomasson minnkaði
muninn í 2-1 skömmu fyrir leikslok
en það var of lítið og kom of seint.
Albert Riera, sem hafði komið inn á
sem varamaður, skoraði þriðja mark
Spánar aðeins nokkrum sekúndum
síðar. Christian Polsen missti klaufa-
lega boltann og Riera nýtti sér það
til hins ítrasta. „Ég er sáttur við fyrri
hálfleikinn, í þeim síðari vorum við
of langt frá mönnunum og við gerð-
um okkur þetta of erfitt fyrir. En lukk-
an gekk í lið með okkur og við unn-
um leik sem við urðum að vinna,“
sagði Luis Aragones, landsliðsþjálf-
ari Spánar, hress að vanda.
Benedikt BóAS hinkriSSon
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Allir vinir Stemningin fyrir
leikinn var mögnuð og öll
dýrin í skóginum voru vinir.
danir í Því
A-riðiLL
Armenía – Serbía 0–0
Aserbaidsjan – Portúgal 0–2
Pólland – kasakstan 3–1
Belgía – Finnland 0–0
Lið L U J T M St
1. Pólland 12 7 3 2 20:10 24
2. Portúgal 11 5 5 1 21:9 20
3. Finnland 12 5 5 2 11:6 20
4. Serbía 11 4 5 2 13:8 17
5. belgía 11 3 3 5 10:14 12
6. armenía 9 2 3 4 4:8 9
7. kazakstan 11 1 4 6 9:18 7
8. aserbaidsj. 9 1 2 6 4:19 5
B-riðiLL
Skotland – Úkraína 3–1
Færeyjar – Frakkland 0–6
Ítalía - Georgía 2–0
Lið L U J T M St
1. Skotland 10 8 0 2 20:8 24
2. Ítalía 10 7 2 1 17:7 23
3. Frakkland 10 7 1 2 21:3 22
4. Úkraína 9 4 1 4 11:12 13
5. Litháen 9 3 1 5 7:11 10
6. georgía 10 2 1 7 14:17 7
7. Færeyjar 10 0 0 10 3:35 0
C-riðiLL
Ungverjaland – Malta 2–0
Moldóva – tyrkland 1–1
Grikkland – Bosnía/hers. 3–2
Lið L U J T M St
1. grikkland 9 7 1 1 17:9 22
2. tyrkland 9 5 3 1 22:9 18
3. noregur 9 5 2 2 20:8 17
4. bosnía/Herz. 10 4 1 5 16:19 13
5. ungverjal. 10 4 0 6 10:17 12
6. moldavía 10 1 3 6 6:17 6
7. malta 9 1 2 6 7:19 5
d-riðiLL
Slóvakía – San Marínó 7–0
kýpur – Wales 3–1
Írland – Þýskaland 0–0
Lið L U J T M St
1. Þýskaland 9 7 2 0 31:4 23
2. tékkland 9 6 2 1 19:4 20
3. Írland 10 4 3 3 14:11 15
4. Slóvakía 10 4 1 5 27:20 13
5. kýpur 9 4 1 4 16:17 13
6. Wales 9 3 1 5 14:16 10
7. San marínó 10 0 0 10 1:50 0
e-riðiLL
england – eistland 3–0
1–0 (11.) Wright-Phillips, 2–0 (32.)
rooney, 3–0 (33.) rahn sjálfsmark.
króatía – Ísrael 1–0
Lið L U J T M St
1. króatía 10 8 2 0 25:4 26
2. england 10 7 2 1 21:2 23
3. rússland 9 5 3 1 14:4 18
4. Ísrael 10 5 2 3 17:11 17
5. makedónía 9 2 2 5 7:11 8
6. eistland 11 1 1 9 3:21 4
7. andorra 9 0 0 9 2:36 0
F-riðiLL
Ísland – Lettland 2–4
1–0 (4.) eiður Smári guðjohnsen, 1–1
(27.) klava, 1–2 (31.) Laizans, 1–3 (37.)
Verpakovskis, 1–4 (46.) Verpakovskis,
2–4 (53.) eiður Smári guðjohnsen.
Liechtenstein – Svíþjóð 0–3
danmörk – Spánn 1–3
0–1 (14.) tamudo, 0–2 (40.) ramos, 1–2
(87.) tomasson, 1–3 (89.) riera.
Lið L U J T M St
1. Svíþjóð 9 7 1 1 20:4 22
2. Spánn 10 7 1 2 19:8 22
3. n.Írland 9 5 1 3 14:11 16
4. danmörk 9 4 2 3 14:8 14
5. Lettland 9 3 0 6 9:11 9
6. Ísland 10 2 2 6 10:21 8
7. Liechtenst. 10 1 1 8 5:28 4
G-riðiLL
hv.-rússland – Lúxemborg 0–1
rúmenía – holland 1–0
Slóvenía – Albanía 0–0
Lið L U J T M St
1. rúmenía 9 7 2 0 18:5 23
2. Holland 9 6 2 1 11:3 20
3. búlgaría 9 5 3 1 14:6 18
4. Slóvenía 10 3 2 5 9:12 11
5. albanía 9 2 4 3 8:7 10
6. Hv.rússland 10 2 1 7 11:20 7
7. Lúxemborg 10 1 0 9 2:20 3
Spánn vann danmörku 3–1 í Árósum. Þar með er ljóst
að Danir eru nánast úr leik í keppninni um að komast í
lokakeppni EM næsta sumar.