Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Page 15
DV Sport mánudagur 15. október 2007 15
ÍÞRÓTTAMOLAR
Vildi frá rooney lánaðan
Chris Hutchings, stjóri Wigan, segist
hafa reynt að fá Wayne rooney lánaðan
frá manchester united. Í samtali við
staðarblaðið manchester evening news
segist Hutchings hafa borið hugmynd-
ina upp við sir alex Ferguson eftir leik
Wigan gegn manchester united. „Við
fengum okkur rauðvínsglas og ég
spurði bara: „gætum við fengið rooney
lánaðan?“ Ég spurði hann líka hverjar
líkurnar væru á að við fengjum tevez og
Saha, þegar hann væri orðinn heill, í
nokkra mánuði!“
Icelandair er
samstarfsaðili
West Ham og
býður ferðir á
alla heimaleiki
liðsins í vetur.
Fjölmargir
leikir framundan,
s.s. á móti
Manchester Utd,
Fulham og
Liverpool.
14.–16.
DESEMBER
W W W. I C E L A N DA I R . I S
52.800 KR.
Verð á mann
í tvíbýli
+ Nánari upplýsingar:
www.icelandair.is/ithrottaferdir
Shaun Wright Phillips, Wayne
Rooney og sjálfsmark frá Taavi Rahn
tryggðu Englendingum öll þrjú stig-
in þegar liðið lagði Eistland 3–0 á
Wembley.
Leikurinn var ekki nema tíu mín-
útna gamall þegar Wright Phillips
skaut á milli fóta varnarmanns Eista
og markvarðarins Mart Poom og í
netið.
Rooney skoraði síðan loksins
mark fyrir England í keppni með
góðu skoti. Boltinn fór reyndar í
varnarmann á leið sinni í netið en
markið er engu að síður skráð á
Rooney.
Taavi Rahn varð fyrir óláni að
skora sjálfsmark skömmu fyrir hálf-
leik eftir að Ashley Cole átti send-
ingu fyrir.
3–0 í hálfleik og það dugði Eng-
lendingum. Þeir héldu boltanum
vel innan liðsins í síðari hálfleik og
spöruðu orku. Sigurinn var þægileg-
ur fyrir enska landsliðið, svokallað-
SkyLduSiguR
engLAndS
Benedikt Bóas hinkrisson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
ur skyldusigur. Liðið getur nú komist
í lokakeppnina í Austurríki og Sviss
með því að leggja Rússa að velli á
miðvikudag.
Púað á frank lampard
Garteh Barry og Steven Gerrard
náðu vel saman enn á ný og verður
ekki hlaupið að því fyrir Frank Lamp-
ard að komast í byrjunarliðið. Steve
McClaren landsliðsþjálfari getur ver-
ið ánægður með margt í leiknum en
hins vegar meiddist Ashley Cole og
er ekki víst með þátttöku hans gegn
Rússum. Sol Campell lék sinn 70.
landsleik eftir að hafa verið 16 mán-
uði úti í kuldanum og þá var Paul
Robinson í markinu. Ótrúlegt en satt
gerði hann engar gloríur í leiknum.
Hann hélt í það minnsta hreinu.
Það er erfitt að gera ensku áhorf-
endunum til geðs. Þegar Lampard
kom inn á var púað! Einhver besti
leikmaður Englands var að koma inn
á eftir að hafa glímt við meiðsli og
fékk baul að launum. Ekki er langt
síðan enskir púuðu á David Bentley
þegar hann lék sinn fyrsta landsleik.
Þá var einnig púað, ekki jafnmikið og
þegar Lampard kom inn á, þegar Phil
Neville kom inn á. Ástæðan virðist
ekki vera nein önnur en sú að hann
heitir Phil Neville.
England er nú fimm stigum á
undan Rússum sem hafa spilað ein-
um leik minna. Sigur í Moskvu kem-
ur Englandi í úrslitakeppnina og
McClaren var sáttur eftir leik.
„Við unnum okkar vinnu. Seinni
hálfleikur var kannski ekki sá besti
hjá okkur og kannski svolítið flatur.
Við vorum með annað augað á leikn-
um á miðvikudaginn en við kom-
umst í gegnum þennan leik og nú
bíður stórleikur handan við hornið.
Við unnum þennan leik á fyrstu
tuttugu mínútunum. Ég er sáttur við
nokkra leikmenn, það voru nokkrir
sem sýndu góða frammistöðu. Það
er tiltrú, góður mórall og sjálfstraust
í hópnum.“
Undir okkur komið
Varðandi leikinn á miðvikudag
sagði McClaren að jafntefli verði allt
í lagi úrslit. „Sigur væri frábær en við
sættum okkur við jafntefli. Við vilj-
um vera þannig lið að það sé erfitt
að spila á móti okkur og við viljum
halda markinu hreinu. Við erum í
ökumannssætinu og þetta er undir
okkur komið.“
Varðandi baulið á Lampard sagði
McClaren. „Það vill enginn sjá svona.
Þetta hefur áður komið fyrir, því mið-
ur. Frank heldur áfram og lætur verk-
in inni á vellinum tala sínu máli en
þetta er vissulega leiðinlegt.“
Wayne Rooney sagði að leikur-
inn gegn Rússum væri eins og leikur
þeirra gegn Tyrklandi fyrir nokkrum
árum þegar England þurfti jafntefli
í Istanbul og það tókst. „Við gerðum
það sem lagt var upp með. Við vitum
að leikurinn gegn Rússum verður
erfiður. En við verðum að fara þang-
að og gera það sem við vitum að við
eigum að gera. Það er trú í okkar liði
á okkar eigin getu og við vitum að við
getum náð í þau úrslit sem við þurf-
um. Það eru yngri leikmenn í liðinu
núna en voru í leiknum í Tyrklandi
en ef eitthvað er eru gæðin meiri.“
loksins mark Wayne
rooney skoraði loksins
mark fyrir england.
fékk baul að launum Frank
Lampard kom inn á en fékk
baul frá enskum að launum.
tæpur gegn rússum ashley
Cole meiddist í leiknum og gæti
misst af leiknum gegn rússum.
sopinn góður Þessi eisti var
hress fyrstu tuttugu mínúturnar.
Síðan ekki söguna meir.
Wayne rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir england síðan 2004 þegar enska landsliðið vann það eistneska 3–0. Baul-að var á frank lampard þegar hann kom inn á. ashley Cole meiddist í leiknum og gæti misst af leiknum gegn Rússum á miðvikudag:
ÞAR
Lágu
dAniR Í ÞvÍ