Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 19
Þjóðverjar urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér þátttökurétt á lokakeppni EM með jafntefli á Írum í Dublin. Jens Lehman, markvörður Þjóðverja, tryggði markalaust jafn- tefli með góðri markvörslu. Þjóðverj- ar eru með átta stiga forystu á toppi D-riðils en Írar eiga veika von um að komast áfram en þeir eru fimm stig- um á eftir Tékkum þegar tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni hjá þeim. Lehmann í ham Bæði lið byrjuðu leikinn af miklu kappi. Írar hreinlega urðu að sigra í leiknum til þess að eiga möguleika á því að komast áfram og Robb- ie Keane var hættulegastur heima- manna snemma í leiknum. Fyrir hitti hann Jens Lehman í markinu en hann var í hörkuformi í leiknum og varði oft vel. Þjóðverjar voru hins vegar ekki einungis að verjast í leiknum og þeir áttu nokkrar góðar sóknir. Besta færi þeirra í fyrri hálfleik kom eftir skalla frá Christoph Metzekder sem Steve Finnan, varnarmaður úr Liverpool, bjargaði á marklínu. Í síðari hálfleik tóku Írar öll völd í leiknum en vörn Þjóðverja hélt. Lee Carsley átti gott skot sem Lehman varði og Keane komst einn í gegnum vörn Þjóðverja en náði ekki að skora. Lukas Podolski var nærri því að stela sigrinum fyrir Þjóðverja undir lokin þegar hann skaut framhjá úr dauða- færi. Leikurinn endaði því markalaus og Þjóðverjar fögnuðu því að von- um vel að verða fysta liðið til þess að komast í lokakeppni EM. Búið spil hjá Írum „Ég er mjög vonsvikinn fyrir hönd leikmanna minna. Mér fannst þeir frábærir í síðari hálfleik og við áttum miðjuna gjörsamlega. Við spiluðum boltanum vel á milli okkar og gerð- um allt vel nema að skora. Robbie Keane fékk frábært færi til þess að skora og hann er miður sín að hafa ekki náð því að skora úr þessu færi. Vonandi var hann að geyma sig fyrir miðvikudaginn. Þetta er svo til búið hjá okkur en við viljum enda riðilinn vel. Ef við náum að halda þriðja sætinu fáum við betri riðil á HM og svona er þetta bara. Við hefðum viljað byrja leikinn betur og það var það eina sem ég get sagt að hefði mátt vera betra hjá mín- um mönnum,“ segir Steve Staunton, þjálfari Íra. Þrátt fyrir sjö sigra og tvö jafntefli, 31 mark skorað og fjögur fengin á sig telur Jens Lehmann að Þjóðverj- ar verði að bæta leik sinn til þess að verða Evrópumeistarar. Þurfum að bæta okkur „Ég er mjög ánægður með þenn- an sigur og að hafa komist svona snemma áfram. Sérstaklega eft- ir svona erfiðan leik eins og þenn- an gegn Írum. Við fórum inn í leik- inn og bjuggumst við sigri en Írarnir voru okkur of erfiðir og betri en við í leiknum. Þegar allt kemur til alls er jafntefli góð úrslit hér í Dublin og það er það sem skiptir mestu máli í dag. Hins vegar verðum við að halda áfram að bæta okkur. Það eru enn reynslulitlir leikmenn í liðinu sem geta bætt sig mikið. Það bjuggust allir við því að við myndum komast áfram og við verðum að halda áfram að setja okkur markmið til þess að geta sigrað í Evrópukeppninni.“ Þjóðverjar spila á miðvikudaginn við Tékka í München en Írar spila við Kýpverja. Tékkar eiga þrjá leiki eftir í riðlinum og þurfa einn sigur úr þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að gulltryggja sæti í lokakeppni Evrópu- mótsins sem fram fer í Sviss og Aust- urríki næsta sumar. f y r s t i r á E M DV Sport mánudagur 15. október 2007 19 ÍÞrÓttAMOLAr GLæsimörk riqueLmes Juan roman riquelme tryggði argentínumönnum 2–0 sigur á Chile í fyrsta leik argentínumanna í forkeppni Hm 2010. riquelme, sem er úti í kuldanum hjá félagsliði sínu Villareal, skoraði bæði mörkin úr aukaspyrnum. „Ég var heppinn. Það sem skiptir mestu máli er að argentína vinni,“ sagði riquelme eftir leikinn. Þjálfari argentínumanna, alfio basile, sagðist ekki hafa áhyggjur af stöðu riquelmes á Spáni. „Þegar ég valdi hann vissi ég að hann hefði verið duglegur á æfingum. Leikmaður sem er jafngóður og hann gleymir ekki hvernig á að sipla fótbolta.“ Christian alvarez, leikmaður Chile, var rekinn af leikvelli fyrir brot á Javier mascherano. Þjálfari Chile, marcelo bielsa, sem stýrði liðinu í sínum fyrsta alvöruleik, var landsliðsþjálfari argentínu 1998–2004. eGyptaLand, maLÍ oG BenÍn Í afrÍkukeppnina eyptaland, malí og benín tryggðu sér um helgina sæti í úrslitakeppni afríkukeppninnar, sem fram fer í ghana í janúar 2008. malí sigraði tógó með mörkum Frederics kanoute og mamadous diallo. Liðin þurftu bæði sig- ur til að komast áfram og vonbrigðin eru því meiri fyrir tógóbúa sem tóku þátt í Hm í fyrra. benín hefur til þessa ekki verið hátt skrifað í knattspyrnu- heiminum en landsliðið tryggði sér farseðilinn til ghana með 2–0 sigri á Sierra Leone. oumar tchomogo skoraði bæði mörkin. John Jebbor Sherington, landsliðsþjálfara Sierra Leone, og öllu aðstoðarfólki hans var í kjölfarið sagt upp störfum. egyptar, sem eru ríkjandi afríkumeistarar, sigruðu botwswana 1– 0 í kairó. Þeir voru mun betri í leiknum en nýttu ekki færin. Þjálfari þeirra brá því á það ráð að skipta framherjunum emad moteab og amr Zaki út fyrir tvo miðjumenn. Herbragðið gekk upp því annar varamannanna, mohamed Fadle, skoraði sigurmarkið með skalla, kortéri fyrir leikslok. Sextán lið taka þátt í úrslitakeppninni í ghana, en dregið verður í riðla í accra á föstudag. stórsiGur ÚsBeka maksim Shatskikh, leikmaður dynamo kiev, skoraði fimm mörk þegar Úsbekistan burstaði taívan í tashkent á laugardag. Shatskikh, sem er fyrirliði Úsbeka, skoraði þrennu á fyrstu 35 mínútunum og bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Úsbekar, sem eru í 62. sæti heimslista FIFa, hafa aldrei komist í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar og féllu í seinustu forkeppni út fyrir bahrein. skoraði frá miðju Jose manuel rey, leikmaður aek Larnaka á kýpur, skoraði sannkallað draumamark þegar hann tryggði Venes- úela óvæntan 1–0 sigur á ekvador í Quito. rey skoraði úr aukaspyrnu sem hann tók um fimm metra inni á vallarhelmingi heimamanna. boltinn sveif yfir markvörðinn daniel Viteri og upp í markvinkil- inn. Venesúela er eina Suður- ameríkuþjóðin sem aldrei hefur tekið þátt í úrslita- keppni Hm en seinasti tapleikur ekvador á heimavelli var í ágúst 2001. Úrúgvæ skellti bolivíu 5–0 í montevideo. Heimamenn sóttu frá því leikurinn var flautaður á og á fjórðu mínútu skoraði Luis Suarez, leikmaður ajax. diego Forlan skoraði annað mark Úrúgvæa áður en bolivíumanninum ronald garcia var vikið af leikvelli fyrir lok fyrri hálfleiks. Sebastian abreu og varamennirnir Carlos bueno og Vicente Sanchez bættu við mörkum í síðari hálfleik. Sanchez hafði aðeins verið inn á í mínútu þegar hann skoraði. Paragvæ, sem reynir að komast á Hm í fjórða skiptið í röð, gerði markalaust jafntefli við Perú á útivelli. á hAMpdEn skOtAr skEMMtu sér Rúmenar unnu gríðarlega mik- ilvægan sigur á Hollendingum 1–0 í Rúmeníu. Markið skoraði Dorin Goian með þrumufleyg tuttugu mín- útum fyrir leikslok. Sigurinn var þó óverðskuldaður því Hollendingar áttu fullt af færum í leiknum en tókst ekki að nýta þau og því fór sem fór. Það var enginn Ryan Babel í hol- lenska liðinu en hann svaf yfir sig á leikdegi! Ótrúlegt að slíkt geti kom- ið fyrir landsliðsmann sem er að fara að spila mikilvægan landsleik. Arjen Robben tók stöðu hans í liðinu. Hol- lendingar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti en varnarleikur Rúmeníu var til fyrirmyndar. Christian Chivu fór þar fremstur í flokki. Heima- menn beittu skyndisóknum en mik- ið bil var á milli miðju og sóknar hjá Hollendingum. Wilfred Bouma, leikmaður Aston Villa, fékk besta færi gestanna en aukaspyrna hans sleikti stöngina og boltinn fór fram- hjá. Ruud van Nistelrooy fékk einnig gott færi en Lobont í marki Rúmeníu varði vel. 0–0 var staðan í hálfleik þar sem Hollendingar hefðu getað verið með þægilega forustu. Í síðari hálfleik jókst heima- mönnum ásmegin og komust meira og meira inn í leikinn. Adrian Mutu átti frábært skot þegar klukkutími var liðinn en Stekelenburg í markinu varði vel og sló boltann yfir. Skömmu síðar skoruðu heimamenn eina mark leiksins. Dorin Goian skallaði aukaspyrnu Mutus í netið framhjá Stekelenburg. Gestirnir settu aukinn þunga í sóknina. Babel og Koeverm- ans voru settir inn á en Rúmenarnir vörðust vel og héldu út. Rúmenar eru á toppi síns riðils með 23 stig og hafa ekki tapað í níu rúmenar unnu mikilvægan sigur á Hollendingum 1-0 á heimavelli. ÓvErðskuLdAð Í rúMEnÍu leikjum í röð. „Þetta var ansi stórt skref til að komast í lokakeppnina,“ sagði Victor Piturca, þjálfari Rúmen- íu, eftir leikinn. „Þetta er ábyggilega mikilvægasta mark sem Goian hef- ur skorað á sínum ferli.“ Marco van Basten var ekki jafnsáttur eftir leik- inn. „Við þurfum núna 7 stig úr síð- ustu þremur leikjunum okkar og það er það sem við stefnum á. Leikurinn sem slíkur var erfiður. Erfiðar að- stæður og mikil rigning. Við spiluð- um ekki okkar leik, nokkuð sem við ætluðum ekki að gera.“ Varðandi atvikið hans Babels sagði van Basten að hegðun hans væri óviðunandi. „Þetta er í annað sinn sem hann sefur yfir sig á leik- degi. Það er ekki viðunandi. Við ætl- umst til þess að leikmenn fylgi okkar dagskrá á leikdegi.“ benni@dv.is Gleði og sorg Leikmenn rúmeníu fagna ákaft sigrinum á laugardag. ruud van nistelrooy er ekki jafnglaður. ÞjÓðvErjAr Viðar Guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Þjóðverjar tryggðu sér sæti í lokakeppni EM fyrstir allra þjóða eftir 0–0 jafntefli við Íra í Dublin. jens Lehmann Varði allt sem á markið kom. dansinn dunar Það var hart barist í leik Írlands og Þýskalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.