Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 20
mánudagur 15. október 200720 Sport DV
N1-deild karla
ÍBV – HK 28–34
markahæstir ÍbV: Sigurður bragason
9, Leifur Jóhannesson 5, Sindri
Haraldsson 4.
markahæstir Hk: ragnar Hjaltested
7, tomas etuis 5, Sigurgeir árni Ægis
son 5.
Haukar – Stjarnan 30–37
mörk Hauka (víti): andri Stefan 9,
Jón karl björnsson 7 (3), gísli Jón
Þórisson 4, Freyr brynjarsson 3, arnar
Pétursson 2, Sigurbergur Sveinsson
2, Halldór Ingólfsson 1, arnar Jón
agnarsson 1, Þröstur Þráinsson 1.
Varin skot (víti): magnús Sigmunds
son 5 (1), gísli guðmundsson 5.
mörk Stjörnunnar (víti): Heimir Örn
árnason 8 (3), björgvin Hólmgeirs
son 8, ólafur Víðir ólafsson 6, Jón
Heiðar gunnarsson 5, gunnar Ingi
Jóhannsson 5, ragnar Helgason 3,
guðmundur guðmundsson 1, daníel
einarsson 1.
Varin skot (víti): roland eradze 20,
Hlynur morthens 1 (1).
Staðan
Lið L u J t m St
1. Fram 5 4 1 0 150:133 9
2. Stjarnan 5 4 0 1 155:139 8
3. Hk 5 3 1 1 145:126 7
4. Haukar 5 3 1 1 146:129 7
5. aftureld. 5 2 0 3 132:135 4
6. akureyri 4 1 0 3 101:114 2
7. Valur 4 0 1 3 87:96 1
8. ÍbV 5 0 0 5 138:182 0
N1- deild kveNNa
Valur – FH 35–20
markahæstar Vals: nora Valovics
6, dagný Skúladóttir 6, kristín guð
mundsdóttir 4.
markahæstar FH: ragnheiður guð
mundsdóttir 7, dröfn Sæmundsdóttir
3, birna Íris Helgadóttir 3.
HK – Stjarnan 18–24
markahæstar Hk: elva björg arn
arsdóttir 5, arna Sif Pálsdóttir 4,
natalia Cieplowska 4 .
markahæstar Stjörnunnar: Sólveig
Lára kjærnested 6, alina Pedrache 6,
birgit engl 3.
Grótta – Fram 21–21
markahæstar gróttu: auksé Vys
niauskaite 7, eva björk Hlöðversdót
tir 4, anna Úrsúla guðmundsóttir 3.
markahæstar Fram: ásta birna gun
narsdóttir 6, anett kóbli 5, Pavla
nevarilova 4.
Fylkir – Haukar 18–24
markahæstar Fylkis: natasha dam
ljanovic 6, elín Helga Jónsdóttir 4,
Sunna Jónsdóttir 3.
markahæstar Hauka: Hanna g.
Stefánsdóttir 8, ramune Pekaskyte 4,
nína k. björnsdóttir 4.
Staðan
Lið L u J t m St
1. Valur 5 5 0 0 144:88 10
2. Fram 6 4 2 0 160:117 10
3. Stjarnan 5 4 1 0 138:82 9
4. grótta 5 3 1 1 118:98 7
5. Haukar 5 3 0 2 132:105 6
6. Fylkir 5 1 0 4 99:125 2
7. Hk 6 1 0 5 122:158 2
8. FH 6 1 0 5 124:178 2
9. akureyri 5 0 0 5 79:165 0
Meistaradeild evrópu
MBK Veszprém – Valur 41–28
markaskorarar Vals: baldvin Þorsteins
son 10, Sigfús Páll Sigfússon 5, Fann
ar Friðgeirsson 4, Varin skot: ólafur
Haukur gíslason 10 skot og Pálmar
Pétursson 11.
Úrslit helgarinnar
Haukar tóku á móti bikarmeist-
urum Stjörnunnar í N1-deild karla í
gær. Haukar voru taplausir fyrir leik-
inn en það voru hins vegar Stjörnu-
menn sem fóru með sigur af hólmi.
Lokatölur urðu 37–30.
Haukar byrjuðu leikinn þó betur
og komust í 4–1 á upphafsmínútun-
um. Þá sagði Stjarnan hingað og ekki
lengra og spýtti í lófana.
Roland Eradze hrökk í gang í
markinu og Stjarnan komst í fyrsta
sinn yfir í stöðunni 7–6. Vörn Stjörn-
unnar var sterk og liðið fékk mörg
hraðaupphlaup í kjölfar klúðurs
Haukamanna.
Engu breytti þó Haukar breyttu
um varnaraðferð, þeir áttu fá svör við
sprækum Stjörnumönnum. Staðan í
hálfleik var 19–15, Stjörnunni í vil.
Stjarnan hélt uppteknum hætti í
síðari hálfleik og jók forskot sitt. Mest
náðu Stjörnumenn níu marka for-
skoti og þeir Björgvin Hólmgeirsson,
Heimir Örn Árnason og Ólafur Víð-
ir Ólafsson fóru oft á tíðum illa með
vörn Hauka, sem hingað til hafði
spilað vel á Íslandsmótinu.
Haukar náðu aðeins að klóra í
bakkann um miðbik síðari hálfleiks
og náðu að minnka muninn niður í
fjögur mörk, 25–29. Stjarnan lét þó
forskot sitt aldrei af hendi og fór að
lokum með öruggan sjö marka sigur
af hólmi, 37–30.
Vörn Stjörnumanna var góð í
leiknum í gær og fyrir aftan hana var
Roland Eradze í fantaformi, en hann
varði 20 skot.
Fáir leikmenn Hauka spiluðu eins
og þeir eru vanir að gera. Þó ber að
nefna þátt Andra Stefans í sóknarleik
liðsins, en hann skoraði níu mörk í
öllum regnbogans litum.
Roland er góður ef
vörnin er góð
Kristján Halldórsson, þjálfari
Stjörnunnar, var sérstaklega ánægð-
ur með varnarleikinn og markvörsl-
una hjá sínu liði í leiknum í gær.
„Við spiluðum góða vörn og með
góðan markmann á bak við. Náðum
mjög auðveldum mörkum úr hraða-
upphlaupum. Þannig að ég er bara
mjög ánægður með strákana mína.
Ég held að við höfum verið aðeins
hungraðri en þeir. Við erum búnir
að spila marga leiki og ég hafði smá
áhyggjur af því að við værum þreyttir,
en ég er með marga unga og hressa
stráka sem eru með góðar lappir. Við
fengum tvo down-leiki, á móti Fram
og Evrópuleikinn heima. Svo að
sjálfstraustið er komið aftur,“ sagði
Kristján.
Roland lék allan leikinn í marki
Stjörnunnar, ef frá eru talin tvö víta-
köst sem Hlynur Morthens reyndi
að verja. Kristján sagði að það væri
nauðsynlegt að skipta leikjum á milli
þessara tveggja markvarða.
„Hann (Roland) varði 20 skot og
við náðum flestum fráköstum. Rol-
and þarf mikla hjálp og hann er í
góðu formi, sjaldan verið eins fitt.
Það hjálpar okkur. Ég skipti leikjum
á milli þeirra (markvarðanna),“ sagði
Kristján að lokum.
„Þetta var góð sárabót eftir Fram-
leikinn. Okkur fannst við spila vel
þá en fundum ekki taktinn. Þetta
var bara rosafínt. Ég held að galdur-
inn hafi verið seinni bylgjan, það er
að segja við unnum boltann og það
komu allir með upp völlinn,“ sagði
Heimir Örn Árnason, leikmaður
Stjörnunnar, eftir leikinn.
„Roland er góður ef vörnin er góð,
það er bara þannig. Svo höfum við
Bubba (Hlyn Morthens) til að koma
inn á ef hann klikkar. Við getum unn-
ið þó Patti sé ekki með, það er gott.
Þrátt fyrir spána vissum við að við
værum ekki ósigrandi. Við erum með
enga vinstri handar skyttu núna,
hann er svolítið ungur. Þannig að við
verðum bara að spila af leikgleði. Við
erum með fullt af góðum leikmönn-
um og þurfum bara að stilla okkur
saman,“ bætti Heimir við.
Stjarnan gerði litlar breytingar
í sóknarleik sínum og þeir Heimir
Örn, Ólafur Víðir og Björgvin spil-
uðu nánast allan leikinn. Heimir Örn
sagði að það væri enginn höfuðverk-
ur fyrir liðið.
„Við vorum í fyrsta skipti núna
aðeins skynsamir og róuðum okkur
niður. Sérstaklega Bjöggi, hann er
svo ungur og keyrir bara eins og jarð-
ýta í gegn,“ sagði Heimir og hló.
Vörnin og markvarslan var
munurinn á liðunum
Aron Krisjánsson, þjálfari Hauka,
sagði að varnarleikurinn og mark-
varslan hjá sínu liði hafi ekki verið
nægilega góð í leiknum og það hafi
verið dýrkeypt.
„Við vorum bara ekki nægilega
öflugir í varnarleiknum í dag og
markvarslan var ekki góð. Það vant-
aði þann hluta allan leikinn og við
náðum ekki að loka fyrir þessi göt.
Því vorum við í vandræðum með þá
allan leikinn.
Þeir skora 37 mörk á móti okk-
ur, sem er allt of mikið. Við höfum
spilað gríðarlega góðan varnarleik í
fyrstu fjórum leikjunum. Það er það
sem hefur gert það að verkum að við
vorum taplausir. En í dag náðum við
því ekki upp og því var erfitt að vinna
Stjörnuna
Roland var mjög öflugur í mark-
inu hjá þeim. Hann kláraði nokk-
ur dauðafæri og ágæt skot utan af
velli. Við fengum allt of oft á okkur
hraðaupphlaup eftir að hafa klikkað
á ákjósanlegu færi, sem er mjög erf-
itt að verjast. Það telur eiginlega tvö-
falt,“ sagði Aron eftir leikinn.
„Við komumst í 4–1 og allt gengur
vel. Síðan fórum við að missa boltann
og veljum óvönduð færi. Við komum
þeim inn í leikinn aftur. Eftir það fór-
um við að klikka í dauðafærum.
Roland er þannig markvörður að
stundum lokar hann gjörsamlega
markinu og í öðrum leikjum er hann
kannski að taka sjö skot. Hann er
góður markmaður, stóð sig vel í dag
og þar liggur eiginlega munurinn.
Ég myndi segja að Andri (Stefan)
hafi verið sá eini sem spilaði af eðli-
legri getu og aðrir hafi verið undir
sinni eðlilegu getu,“ sagði Aron að
lokum.
Fyrsta tap hauka
daguR sVeinn dagbjaRtsson
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
stjarnan komst í annað sæti N1-deildar
karla í handknattleik í gær með örugg-
um sjö marka sigri á Haukum, 37–30.
Stjarnan náði snemma undirtökunum
og sigur liðsins var aldrei í hættu.
Í heljargreipum
gísli Jón Þórisson, leikmaður Hauka, tekur hér
Frey brynjarsson, leikmann Stjörnunnar, hálstaki.
besti maður Hauka andri
Stefan var besti leikmaður
Hauka og skoraði 9 mörk.
Átti góðan leik roland
eradze átti góðan leik í marki
Stjörnunnar og varði 20 skot.