Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Page 21
DV Sport mánudagur 15. október 2007 21
ÍÞRÓTTAMOLAR
Þorvaldur spenntur
fyrir fram
Þorvaldur Örlygsson skrifaði í gær undir
tveggja ára samning sem þjálfari
úrvalsdeildarliðs Fram í knattspyrnu.
Hann kveðst
spenntur fyrir nýja
starfinu, en hann
verður þjálfari í
fullu starfi. „Ég er
mjög spenntur
fyrir starfinu og
hlakka til að byrja.
Við höfum ekkert
velt fyrir okkur
breytingum á
leikmannahópn-
um en vonandi getum við haldið öllum
sem fyrir eru hjá félaginu og bætt við til
að styrkja hann. takmark okkar í vetur er
að búa til frambærilegt knattspyrnulið.“
meðal leikmanna Fram er Jónas grani
garðarsson, sem var markakóngur
Landsbankadeildarinnar í sumar með
13 mörk. Jónas er að upplagi framliggj-
andi miðjumaður en ólafur Þórðarson,
fyrrverandi þjálfari Fram, sendi hann í
fremstu víglínu í sumar. „Vonandi verður
Jónas grani áfram og á annað tímabil
eins og í sumar. Það var mjög gaman
fyrir hann og félagið að hann skyldi
verða markahæstur.“
Þorvaldur, sem er 41 árs, þjálfaði lið
Fjarðabyggðar seinustu tvö ár en stýrði
áður ka. Sem leikmaður lék hann með
ka áður en hann fór í atvinnumennsku
til englands og lék með nottingham
Forest, Stoke og oldham. á ferli sínum
lék Þorvaldur 41 a-landsleik. á vef
Fjarðabyggðarliðsins er honum þökkuð
góð störf og Þorvaldur kveðst ánægður
með veru sína þar. „Það var mjög góð
reynsla að vera þar og mjög skemmti-
legt. Stjórn Fjarðabyggðar skilur samt
að ég vilji taka þeirri áskorun að taka við
Framliðinu. Ég tek með mér góðar
minningar þaðan, af liðinu, fólkinu sem
ég kynntist og sveitarfélaginu í heild
sinni. Það er aldrei að vita nema leiðir
okkar liggi saman aftur. Fjarðabyggð er
fínn klúbbur með góða og heiðarlega
leikmenn sem leggja sig fram. Þeir hafa
sýnt að þeir geta spilað vel og ég hef
engar áhyggjur af þeim.“ Þorvaldur vildi
ekkert gefa út um hvort hann ætlaði að
taka með sér leikmenn suður. „Sú
spurning er ótímabær. Fjarðabyggð er
með góða leikmenn sem stóðu sig vel
og það er vonandi að þeir haldi því
áfram.“
tollefsen til víkings
Víkingur hefur ráðið danska þjálfarann
Jesper tollefsen sem þjálfara meistara-
flokks félagsins til næstu tveggja ára.
Jesper mun
einnig starfa sem
yfirmaður
þjálfunarmála
hjá félaginu og
koma að þjálfun
yngri flokka sem
og knattspyrnu-
akademíu
félagsins enda
sprenglærður.
Jesper er 37 ára og þar með aðeins
yngri en Sinisa kekic, leikmaður liðsins.
Jesper er með ueFa Pro-þjálfaragráðu í
beltinu sem aðeins einn Íslendingur er
með í dag. Hann var aðalþjálfari FC
aarhus í 1. deild í danmörku 27 ára og
þjálfaði lið Hjörring í dönsku 2.
deildinni. Hann kom til Íslands í sumar
og þjálfaði lið Leiknis.
Ragna Björg Ingólfsdóttir komst
í undanúrslit í einliðaleik á al-
þjóðlegu badmintonmóti á Kýpur.
Ragna lék einnig í tvíliðaleik með
eistneskri stelpu og saman komust
þær í úrslitaleik mótsins þrátt fyr-
ir að hafa aldrei leikið saman áður.
Ragna er sem stendur í 51. sæti
á heimslistanum en hún stefnir
ótrauð að því að komast á Ólymp-
íuleikana í Peking á næsta ári.
Ragna var sátt við árangurinn í
Kýpur en segist hafa átt að komast
í úrslit í einliðaleik. „Það er fínn ár-
angur að komast í undanúrslit en
ég hefði viljað spila betur í und-
anúrslitaleiknum og vinna hann.
Þetta bætir einhverjum stigum við
á heimslistanum og allt hjálpar
þetta til.
Á leið minni í undanúrslitin
vann ég stelpu frá Egyptalandi og
ég vann hana örugglega, 21–5 og
21–14. Næst spilaði ég við rúss-
neska stelpu og ég vann hana líka
frekar létt eða 21–7 og 21-17.
En í undanúrslitum mætti ég
danskri stelpu sem var Evrópu-
meistari unglinga fyrir þremur
árum. Núna er hún rúmlega tvítug
og er að verða næsta stjarna í Dan-
mörku. Leikurinn okkar var jafn
en mér fannst ég ekki spila nægi-
lega vel. Ég á að taka svona leiki en
var ekki að finna mig nægilega vel.
Ég átti tvívegis möguleika á því að
slátra seinni lotunni en það gekk
ekki og þetta er nokkuð sem ég verð
bara að læra af.“ segir Ragna. Leik-
urinn endaði 21–17 og 25–23 fyrir
þeirri dönsku.
spilaði með eistneskri stelpu í
tvíliðaleik og komst í úrslit
Sigurvegari í einliðaleik á mót-
inu var eistneska stelpan Katty
Tolmoff en hún og Ragna eru góðar
vinkonur. Þær ákváðu að spila sam-
an í tvíliðaleik á mótinu og það gekk
vel enda töpuðu þær í úrslitaleik
fyrir indverskum andstæðingum.
„Ég ákvað að spila einnig tvíliðaleik
með vinkonu minni frá Eistlandi
bara svona til þess að krydda þetta
aðeins og gera þetta skemmtilegt.
Við erum oft að spila á sömu mót-
um þannig að við skráðum okkur
saman í tviliðaleik.
Þetta gekk eiginlega vonum
framar hjá okkur. Við komumst í
úrslitaleikinn og töpuðum þar fyrir
stelpum frá Indlandi sem eru mjög
góðar í tvíliðaleik.
Við spiluðum að vísu eins og
tveir einliðaleiksleikmenn en þær
indversku eru vanar að spila í tví-
liðaleik. Samhæfing skiptir miklu í
tvíliðaleiknum,“ segir Ragna.
Katty Tolmoff sigraði á mótinu
en sú danska sem Ragna tapaði fyr-
ir lenti í öðru sæti.
mikið álag fram undan
Í næstu viku spilar Ragna í Hol-
landi og því næst fer hún til Dan-
merkur og Ungverjalands, allt með
viku millibili. „Ég er vön því að
vera að ferðast mikið og þetta fylg-
ir þessu. Ég mun reyna að byggja
á þessum árangri í næstu mót-
um en eftir þessa törn mun
ég spila á Iceland Inter-
national um miðjan
nóvember. Það er allt-
af mjög skemmtilegt
að spila á Íslandi
og ég hlakka til
að gera það,“
segir Ragna.
Ragna er í 51.
sæti á heims-
list-
anum
fyrir Ól-
ymp-
íuleik-
ana og ef
hún nær
að halda
sér á þeim slóðum á listanum
ætti hún að komast inn á þá.
RAgnA Að sTAndA sig
á KýpuR
ragna Björg ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR, gerði fína ferð til Kýpur. Þar komst
hún í undanúrslit í einliðaleik en einnig lék hún til úrslita í tvíliðaleik með vinkonu
sinni frá Eistlandi.
stendur sig vel ragna björg
Ingólfsdóttir badmintonkona
náði góðum árangri á kýpur.
Valskonur unnu góðan sigur gegn
belgíska liðinu Wezemaal, 4–0. Fyr-
irliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði
fyrsta markið, Málfríður Erna Sig-
urðardóttir skoraði annað markið og
markadrottningin Margrét Lára Við-
arsdóttir bætti við tveimur mörkum
á lokakaflanum.
„Leikurinn spilaðist allt öðru-
vísi en úrslitin segja til um,“ sagði
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals.
„Þetta var mjög jafn leikur. Þetta var
sveiflukennt í fyrri hálfleik, opinn
leikur og mikill hraði. Liðin skiptust
á að sækja og þær voru í raun lík-
legri en við framan af. Í stöðunni 0–0
áttu þær í raun að fá vítaspyrnu eða
aukaspyrnu á vítateigslínunni. Mál-
ið er að við fórum inn í hálfleik og
áttuðum okkur á því að við vorum
á leið út úr keppninni eins og stað-
an var. Við þurftum í raun bara að ýta
á „on“ til þess að komast áfram. Og
við lögðum upp þrjá hluti. Það var
að vinna miðjuna, breyttum aðeins
skipulaginu. Settum Katrínu framar
og hún fór að vinna alla skallabolta.
Síðan skorum við tvö mörk á fimm
mínútna kafla, bæði eftir hornspyrn-
ur. Við sáum að markvörður þeirra
var veikur í hornunum þannig að
við breyttum áherslunum með það í
hálfleik. Það virkaði bara helvíti vel.
Þá drápum við leikinn og Margrét
fékk síðan tvær stungusendingar
inn fyrir og skoraði falleg mörk. 4–0
var stórt miðað við gang leiksins en
ótrúlega mikilvægur sigur og mikil-
væg mörk.“
Úrslitin þýða að næsti leikur Vals,
sem er gegn Everton, er kominn í allt
annað samhengi. Vinni Frankfurt
Wezemaal og Valur vinnur Everton
eru Valsstelpurnar komnar áfram í
átta liða úrslit, sem væri frábært af-
rek. Everton er með 0 stig eftir tvo
leiki. „Við verðum að fara inn í þann
leik til að vinna. Því ef eitthvað ann-
að kemur upp og við gefum okkur
það að Frankfurt vinni Wezemaal,
sem þær geta ákveðið hvort þær geti,
þannig að við ætlum að stefna að
sigri. Við vitum að það er hættulegt
að vita af þeim möguleika að vera
með einhverja góða markatölu. Mér
finnst það svolítið hættulegt. Eins og
staðan er fyrir leikinn erum við með
tvö mörk í plús og Everton með tvö
mörk í mínus þannig að þær þurfa að
vinna með fjórum.“
Eftir að sigrinum hafði verið fagn-
að var haldið aftur á eitthvað skíta-
hótel þar sem gleðin breyttist í mar-
tröð. Gluggi hafði verið brotinn í
herbergi Thelmu Einarsdóttur og
nöfnu hennar Gylfadóttur „Við kom-
um heim úr leiknum og þá var búið
að mölva rúðuna í einu herberginu
og hirða allt sem var spennandi að
hirða. Tvær tölvur, síma, veski, pen-
inga og skólabækur og ég veit ekki
hvað og hvað. Það var hrikalegt fyrir
þær að lenda í þessu.
Við erum á tveggja stjörnu hót-
eli, einhverju ógeði. Þetta er ekki
boðlegt. Belgíska liðið og UEFA út-
hluta þessu og þetta á að standast
einhvern þriggja stjönu standard en
þetta er alveg á mörkunum. Það er
túnfiskur í matinn í öll mál og sama
túnfisksteikin steikt eða röspuð eft-
ir því hvað klukkan er. Þetta er bara
grín.“
benni@dv.is
Mikilvægur sigur og Mikilvæg Mörk
Valskonur unnu frábæran sigur á belgíska liðinu Wezemaal 4–0 en fögnuðurinn breyttist í martröð þegar á
hótelið var komið:
tvö mörk margrét Lára skoraði tvö
mörk á laugardag.