Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Síða 22
mánudagur 15. október 200722 Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
Tranmere á Toppnum
tranmere er í efsta sæti League 2 með
tuttugu stig, jafnmörg og Leyton en
betra markahlut-
fall. á meðan
tranmere er með
sex mörk í plús
hefur Leyton tvö
mörk í mínus.
tranmere, sem
hefur ekki tapað í
seinustu tíu
leikjum, gerði
markalaust
jafntefli við Walsall á föstudagskvöld.
Stuðningsmenn tranmere voru
óánægðir með að sóknarmenn liðsins
fynndu ekki leiðina í netið en stjórinn,
ronnie moore, lét það ekki angra sig.
„Það er frábært að vera efstir í
deildinni en samt er baulað á liðið
eftir leik. Það er ótrúlegt. Ég skil
pirringinn og strákarnir eru orðlausir.
en við höfum bara tapað einum af
fyrstu ellefu leikjunum og það er
frábær byrjun.“
Þrenna Commons
nottingham Forest er í þriðja sæti eftir
3–0 sigur á Cheltenham. Kris
Commons skoraði þrennu fyrir
Skírisskógar-
drengina. „Vörn
Cheltenham er
vanalega mjög
þétt svo ég er
ánægður með
frammistöðu
okkar og úrslitin,“
sagði Colin
Calderwood,
stjóri Forest, eftir
leikinn. „Fyrirsagnirnar verða tileinkað-
ar kris en öflug liðsvinna var
grundvöllur þrennunnar.“
Góður siGur souThend
mörk nickys bailey, garys Hooper og
Leons Clarke tryggðu sigurinn.
southend tapaði
seinasta leik
sínum gegn
tranmere en
Crewe tapaði
sínum fimmta
leik í röð. Carlisle
tapaði 1–2 fyrir
Yeovil, sem vann
sinn fyrsta sigur
undir stjórn
Johns Ward. Simon Hackney kom Carl-
isle yfir í byrjun síðari hálfleiks en
Lloyd owusu og nathan Jones
skoruðu mörk Yeovil. Southend komst
á sigurbraut á ný með 3–0 sigri á
Crewe. bristol rovers tapaði sínum
fyrsta leik á útivelli frá 10. mars þegar
liðið tapaði 1–0 fyrir Hartlepool.
Heimamenn réðu ferðinni í fyrri
hálfleik en skoruðu ekki fyrr en á 39.
mínutu þegar James brown kom
boltanum í netið. Port Vale tapaði
sínum fjórða leik í fimm leikjum þegar
liðið tapaði fyrir brighton. dean
glover hefur tekið við liðinu til
bráðabirgða eftir að martin Foyle var
rekinn. alex revell skoraði sigurmark-
ið. til að bæta gráu ofan á svart fyrir
Vale var bakvörðurinn adam
eckersley, sem er í láni frá manchester
united, rekinn út af vegna tveggja
gulra spjalda.
sTjóralaus lið
Hin stjóralausu milwall og gillingham
gerðu 1–1 jafntefli á Priestfield,
heimavelli gillingham. Chris dickson,
sem er í láni frá Charlton, skoraði
fjórða mark sitt í tveimur leikjum fyrir
gillingham en
gary alexander
jafnaði fyrir
milwall. richard
Shaw, bráða-
birgðastjóri
milwall, þótti
miður að hans lið
skyldi ekki vinna.
„Leikmennirnir
sýndu frábæran
karakter. Ég leit til þeirra þegar við
lentum undir en það var enga uppgjöf
að merkja á þeim. Við áttum að vinna,
sérstaklega miðað við færin sem við
fengum í seinni hálfleik.“ Iffy onuora
er enn titlaður bráðabirgðastjóri
gillingham en undir stjórn hans hefur
liðið leikið sex heimaleiki í röð án
ósigurs. „Ég hef notið þess að stýra
liðinu. Ég sé ekki eftir neinu sem ég
hef gert seinustu vikur; þær hafa verið
erfiðar en það er ekkert skemmtilegra
en krefjandi vinna og ég hef lært
margt. Ég er viss um að við munum
ráða stjóra í vikunni en þangað til skila
ég minni vinnu.“
Sean Thornton kom gestunum
yfir strax eftir tæplega tíu mínútuna
leik þegar hann sendi aukaspyrnu
efst upp í fjærhornið, yfir markvörð-
inn Casper Ankergren. Dómurinn
ergði eflaust Dennis Wise, stjóra
Leeds, sem fyrir leikinn skoraði á
enska knattspyrnusambandið að
endurskoða val sitt á Neil Miller sem
dómara. Miller ávann sér reiði Wise
fyrir að reka hann upp í stúku í 1-1
jafntefli Leeds og Southend í fyrra.
„Ég trúi því ekki að Neil Miller eigi
að dæma leikinn okkar. Það eru mér
mikil vonbrigði en svona er þetta
stundum. Vonandi stendur hann sig
vel,“ sagði Wise fyrir leikinn.
Brottrekstur, vítaspyrna og
mark?
Og Miller minnti á sig á 32. mín-
útu þegar hann rak markaskorar-
ann Thornton af leikvelli fyrir að slá
í höfuð Seb Carole. Carole var nærri
búinn að jafna mínútu fyrir leikhlé
en skalla hans var komið frá á mark-
línu. Hann jafnaði metin fljótlega í
byrjun síðari hálfleiks eftir sendingu
frá Alan Tompson.
Tresor Kandol hefði getað tryggt
Leeds öll stigin þrjú en hann skaut
yfir úr vítaspyrnu sem Carole vann.
Stig frá Elland Road er Leyton-
mönnum kærkomið eftir þrjá ósigra
í röð, seinast 0–5 gegn Swansea á
heimavelli. Þeir voru þó ekki síður
sárir leikmenn Leeds þar sem þeir
töldu skot Adams Boyd hafa ver-
ið komið yfir marklínuna áður en
Ankergren náði að teygja sig eftir
boltanum. Dómaratríóið var ekki á
sama máli. Neil Miller eignaðist því
kannski vini í Leeds en nýja óvini
í Leyton. Að minnsta kosti Martin
Ling, stjóra Orient.
Flestir dómarnir, ef ekki
allir, vitlausir
„Það er miður að dómarinn skuli
skyggja á frammistöðu okkar. Strák-
arnir lögðu sig alla fram og ættu að
fá allt hrósið en það verður engum
dálksentímetrum eytt í þá í blöðun-
um á morgun. Þeim verður varið í
vandræði dómarans. Mér sýndist
ákvarðanir hans flestar, ef ekki allar,
vitlausar. Ég gagnrýni sjaldan dóm-
ara því mér finnst þeir flestir gera
sitt besta, en hjá þessum voru fjór-
ir stærstu dómarnir hans allir vit-
lausir,“ sagði Ling og bætti því við að
brottvísun Thorpes yrði áfrýjað.
„Vítaspyrnan var rangur dómur.
Alton segir að hornið sem jöfnun-
armarkið kom úr hafi verið rangur
dómur og við skoruðum mark þar
sem allir segja mér að boltinn hafi
verið kominn metra yfir marklín-
una.“
Breytt andrúmsloft á
elland road
Eftir fallið í fyrra er Leeds-lið-
ið að rétta úr kútnum undir stjórn
Dennis Wise og það kunna stuðn-
ingsmenn Leeds að meta. Þeir van-
treystu honum í fyrstu, sem gömlum
vini eigandans Ken Bates frá árum
þeirra hjá Chelsea, en eins og einn
stuðningsmaður orðaði það í SMS-
skeyti til útvarpsstöðvar í Leeds: „Ég
er farinn að kunna vel við Denn-
is Wise – gerir það mig að slæmum
einstaklingi?“
Wise, sem verður fertugur í
næsta mánuði, þykir vænt um hlýj-
una frá stuðningsmönnunum á Ell-
and Road. „Þeir hafa verið frábær-
ir og andrúmsloftið er að breytast.
Það var allt í rusli þegar við tókum
við liðinu í fyrra en stuðningsmenn-
irnir skilja að við höfum reynt að
koma reglu á hlutina. Ég hef reynt
að byggja liðið á ungum, hungruð-
um leikmönnum sem vilja læra. Það
hafa allir sagt það ómögulegt fyrir
okkur að að fara upp, en stigarefs-
ingin efldi hópinn. Án hennar hefð-
um við þó verið komnir með níu
stiga forystu. Það væri skelfilegt ef
eftir 46 leiki myndi hún koma í veg
fyrir að við kæmumst í umspil, fær-
um beint upp eða ynnum deildina.“
vinAfáR DÓMARi
Leeds United tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í vetur þegar liðið gerði 1–1 jafn-
tefli við Leyton Orient. Dómari leiksins eignaðist nýja óvini í Leyton. dennis Wise seg-
ir Leeds-liðið vera á réttri leið.
ljóshærður en ekki saklaus
Sean thornton skoraði mark
Leyton og var síðan rekinn út af.
Fljótur Seb Carole skoraði
mark og olli vörn Leyton
talsverðum vandræðum.
Keppni í Iceland Express-deild
kvenna í körfuknattleik hófst um
helgina með þremur leikjum. Haukar
hófu titilvörn sína á sigri gegn KR á
Ásvöllum. Íslandsmeistararnir hafa
misst tvo lykilmenn, Helenu Sverr-
isdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur.
KR sendi ekki lið til keppni í fyrra og
sendi seinast lið til keppni tímabil-
ið 2005–06. Í liðinu eru þó nokkrar
þaulreyndar körfuknattleikskonur,
svo sem Guðrún Arna Sigurðardótt-
ir, Hildur Sigurðardóttir og Jófríður
Halldórsdóttir. Að auki fengu þær til
sín Guðrúnu Ósk og Sigrúnu Sjöfn
Ámundadætur frá Haukum. Mjótt
var á mununum og í hálfleik mun-
aði einungis einu stigi en staðan var
29–28. Hafnarfjarðarkonur voru þó
jafnan skrefinu á undan. Keira Hardy
var stigahæst Haukakvenna með 28
stig, Kristrún Sigurjónsdóttir skor-
aði 15 stig og Telma Fjalarsdóttir tíu.
Í liði KR skoraði Hildur mest með 26
stig. Sigrún Ámundadóttir skoraði 17
stig og tók að auki 20 fráköst. Úrslit-
in úr fyrsta leik lofa góðu fyrir KR-
konur. Þeim er spáð fimmta sætinu
en stóðu rækilega í meisturunum. Í
Grindavík unnu heimastúlkur stór-
sigur á Hamri 94–65. Hamarskon-
ur voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 21–
22, en eftir það settu Grindvíkingar á
fullt og leiddu í hálfleik 46–36. Kefla-
vík, sem spáð er Íslandsmeistaratitl-
inum, sigraði nýliða Fjölnis 88–51 en
staðan í leikhléi var 47–28. Lið Vals,
sem áður keppti undir merkjum ÍS,
sat hjá í fyrstu umferð en tekur á móti
Keflavík á þriðjudagskvöld.
HAukAR unnu kR Í bARáTTuLeik
Fyrsta umferð Iceland Express-deildar kvenna í körfuknattleik:
Brýst í gegn telma Fjalarsdóttir
skoraði tíu mörk fyrir Hauka.