Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Síða 26
Rapparinn T.I., sem er einn allra vinsælasti rappari Bandaríkjanna um þessar mundir, var á laugardag- inn handtekinn fyrir að festa kaup á ólöglegum vélbyssum. T.I., sem heitir réttu nafni Clofford Harris Jr., átti aðeins nokkrum tímum síðar að koma fram og hljóta tvenn verðlaun á hip-hop-verðlaunum BET-sjón- varpsstöðvarinnar. Á laugardaginn var T.I. handtek- inn í bíl þar sem fundust vélbyss- ur og tvær þeirra hlaðnar. Rann- sókn málsins hafði staðið yfir í um mánuð en það var lífvörður T.I. sem keypti byssurnar að beiðni hans en lífvörðurinn var í samstarfi við al- ríkislögregluna. Hann staðfesti að hann hefði allt í allt keypt níu byss- ur fyrir T.I. á skömmum tíma og fundust hinar sex á heimili rapp- arans og voru fimm þeirra hlaðn- ar. Þá staðfesti lífvörðurinn einnig að hann hefði keypt 17 aðrar byssur fyrir menn á vegum T.I. Handtakan fór fram rétt eftir að T.I. hafði hitt líf- vörðinn og tekið við byssunum frá honum. Þar sem rapparinn er á sakaskrá má búast við því að mjög hart verði tekið á málinu. Réttarstaða hans verður dæmdur afbrotamaður sem var tekinn með ólögleg vopn. T.I. hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum, ólögleg- an vopnaburð og brot á skilorði. T.I. hlaut flestar tilnefningar á BET-verðlaununum en hreppti eins og áður sagði tvenn. Það var rapp- arinn Common sem tók við verð- laununum hans fyrir bestu plötu ársins en þeir unnu plötuna sam- an. Common sagði í kjölfarið, „Ég hneigi mig fyrir mínum manni T.I. sem vann þessi verðlaun einnig, hvar sem hann nú er.“ T.I hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann sló ræki- lega í gegn með plötunni sinni King árið 2006. Síðan þá hefur hann verið einn allra vinsælasti rappari Banda- ríkjanna og hlotið fjölda verðlauna. Meðal annars tvenn Grammy-verð- laun og voru önnur þeirra fyrir besta samstarfið fyrir lagið My Love ásamt Justin Timberlake sem gerði allt vit- laust á sínum tíma. T.I. fer fyrir dóm- ara í dag en verði hann sakfelldur má kappinn búast við löngum fang- elsisdómi. asgeir@dv.is Xavier Gens vikið úr starfi fyrir að gera of ofbeldisfulla mynd: ENDURKLIPPA HITMAN mánudagur 15. október 200726 Bíó DV Í Hollywood þar sem allt snýst um pen- inga hefur leikstjórinn Xavier Gens, sem leikstýrir kvikmyndinni Hitman byggðri á tölvuleiknum, verið rekinn. Ástæðan er sú að myndin sem Gens gerði þykir of ofbeldisfull. Ástæðan er sú að aðalmark- hópur myndarinnar er talinn vera ungl- ingar og er óttast að hún standi sig illa verði hún bönnuð innan of hás aldurs. Útgáfa Gens af myndinni þykir alls ekki léleg heldur þvert á móti mjög góð. Hann er sagður hafa reynt að líkja eftir stemn- ingunni í spennumyndum Johns Woo frá níunda áratugnum og útkoman hafi ver- ið blóðugur hasar. Enda er myndin, eins og nafnið gefur kannski til kynna, byggð á tölvuleik sem er mjög ofbeldisfullur og gengur út á að myrða óþokka. Það þykir einnig furðulegt að sömu unglingar og spila leikinn og myrða fólk í honum megi svo ekki sjá myndina í bíó. Sá sem var fenginn til að klippa mynd- ina upp á nýtt er Nicolas De Toth en það er sami maðurinn og var fenginn til þess að tóna niður Die Hard 4.0. til að fá hana aðeins bannaða innan 13 ára. Hitman upprunalega útgáfan þykir mjög góð en of ofbeldisfull. Sofðu einu sinni hjá Chuck og næsti maður sem þú hittir er ást lífs þíns. Brjálæðislega fyndin mynd! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 14 16 12 16 14 16 14 14 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 THE KINGDOM kl. 8 - 10.10 HALLOWEEN kl. 6 SUPERBAD kl. 6 14 16 16 12 12 12 14 16 14 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl. 5.40 - 8 - 10.15 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl. 5.40 - 8 - 10.20 ALEXANDRA ENSKUR TEXTI kl. 10.15 HALLOWEEN kl. 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HALLOWEEN kl. 8 - 10.25 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 10.20 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar - I. Þ. Film.is - J. I. S. Film.is “Skotheld skemmtun” - T.S.K., Blaðið ����� “H EIMA ER BEST” - MBL ����� “ ALG JÖRLEGA EINSTÖK” - FBL ����� “VÁ” - B LAÐIÐ ����� “ME Ð GÆSA HÚÐ AF HRIFNIN GU” - DV ����� “SI GUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q ���� “SO BEAUTI FUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE Dóri DNA - DV ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Bölvun eða blessun? GOOD LUCK CHUCK kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE KINGDOM kl. 5.40 - 8 - 10.20 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 - L.I.B. Topp5.is - bara lúxus Sími: 553 2075 THE KINGDOM kl. 5.45, 8 og 10.15 16 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.45, 8 og 10.15 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Rapparinn T.I. var handtekinn fyrir ólögleg byssu- kaup nokkrum tímum áður en hann átti að taka við verðlaunum á hip-hop-verðlaunum BET. Tekinn fyrir að kaupa vélbyssur Ævintýrið búið allt lítur út fyrir að t.I. sé á leiðinni í fangelsi í langan tíma. Kanye West, Jay-Z og T.I. Hafa verið þeir heitustu í bransanum undanfarin misseri. Fékk tvenn Grammy-verðlaun t.I. hefur gert það gríðarlega gott undanfarið í tónlistinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.