Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Page 27
Á í viðræðum við DiCaprio George Clooney og Leonardo DiCaprio eiga í viðræðum um að vinna saman í Warner Brothers- myndinni Farragut North. Myndin er pólitískur spennutryllir og er byggð á Broadway-leikriti Beaus Willimon. Clooney myndi leikstýra myndinni og DiCaprio leika aðalhlutverkið en báðir myndu sjá um framleiðslu. Leikritið sem er væntanlegt á Broadway skartar engum öðrum en sjálfum Jake Gyllenhaal í aðalhlut- verki. Undirbúa gerð myndar Leikstjórinn Michael Mann og leikarinn Will Smith munu leiða saman hesta sína á ný eftir að þeir unnu saman að myndinni Ali. Um er að ræða mynd sem heitir Empire og er skrifuð af John Logan sem skrifaði handritin að Gladiator og The Aviator. Engar dagsetningar hafa verið staðfestar en tökur hefjast líklega ekki fyrr en í lok næsta árs. Söguþræði myndarinnar er haldið leyndum en heyrst hefur að Smith muni leika fjölmiðlamógúl í myndinni. Bana í Star Trek Ástralski leikarinn Eric Bana mun leika illmenni í myndinni Star Trek sem verður tekin upp hér á landi. Bana, sem hefur meðal annars leikið í myndunum Troy, Munich og Hulk, mun leika illmennið Nero. Ekki er vitað hvort hann leikur mann- eða geimveru. Enn er verið að ráða í hlutverk fyrir myndina en meðal leikara sem hafa verið staðfestir eru Zachary Quinto sem leikur Sylar í þáttunum Heroes. Tökur hér á landi munu standa yfir í um tvær vikur. mánudagur 15. október 2007DV Bíó 27 Söngkonan Hafdís Huld er stödd í London um þessar mundir þar sem hún leggur lokahönd á tíu laga barnaplötu. Hafdís segir boð- skapinn á plötunni vera um almenn góð gildi en hún fékk innblást- urinn við störf sín í íslenska sunnudagaskólanum í London. GEFUR ÚT BARNA- PLÖTU FYRIR JÓL Þetta byrjaði allt þegar ég var að vinna í sunnudagaskólanum meðfram tónlistarnáminu,“ segir söngkonan Hafdís Huld Þrast- ardóttir um hvernig það kom til að hún réðst í að gera barnaplötu. „Ég sótti um styrk og fékk hann,“ og hófst þá Hafdís handa við að semja barna- lög með kristilegum boðskap. Þörf á nýjum lögum Hafdís starfaði í íslenska sunnu- dagaskólanum í London þar sem íslensk börn búsett í London koma saman. „Ég fann einfaldlega að þörf var á nýrri tónlist. Bæði fyrir krakk- ana og fyrir kennarana,“ segir Haf- dís og hlær en söngur er stór part- ur af sunnudagaskólanum eins og flestir vita sem hann hafa sótt. „Ég tók til dæmis eftir því að þegar við spurðum börnin hvað þau vildu syngja var það yfirleitt nýjasta lag- ið með Gwen Stefani frekar en eitt- hvað af þessum klassísku sunnu- dagaskólalögum,“ segir Hafdís um eina af ástæðunum fyrir því að þörf sé á nýju efni. „Það er auðvitað nauðsynlegt að viðhalda barnatónlist og barna- tónlist innan kirkjunnar eins og annarri tónlist og koma með eitt- hvað nýtt,“ en Hafdís, sem er búsett í London, tók upp plötuna þegar hún var á landinu í sumar. „Það er auðvitað mun auðveldara að taka upp barnasöng hér á landi með ís- lenskum textum. Hafdís Huld er um þessar mundir að leggja lokahönd á plötuna. „Ég er að vinna í upptök- unum þessa dagana og svo förum við í að hljóðblanda í næstu viku,“ en platan, sem hefur enn ekki hlot- ið nafn, mun innihalda tíu lög. Ekki háalvarleg eða hátrúarleg Hafdís segir að þó að boðskapur plötunnar sé trúarlegur sé ekki um neina predikun að ræða. „Þetta er ekki háalvarleg og hátrúarleg plata. Þetta er bara kennsla á góðum gild- um almennt eins og er verið að kenna börnum í hvaða skóla sem er.“ Hafdís reynir á plötunni að ná til barna á öllum aldri en ekki bara til ákveðins hóps. „Út af því að í sunnudagaskól- anum úti í London var ég með pínu- lítil kríli í kringum eins til tveggja ára og alveg upp í níu til tíu ára langaði mig að reyna ná til sem flestra,“ og segir Hafdís plötuna höfða til smá- barna og allt til barna sem eru við það að komast á unglingsárin. „Plat- an er allt frá gleðilegu leikskólapoppi yfir í poppað gospel.“ Hafdís er einnig að reyna skapa barnatónlist á plötunni sem höfðar jafnt til fullorðins fólks sem barna. „Um daginn var ég að keyra frá Ak- ureyri með tveimur frændsystkinum mínum og það var hlustað á barnalög alla leiðina heim. Það er nú þannig að börnin stjórna tónlistinni. Þá lærir maður virkilega að meta barnatónlist sem er vel gerð og maður getur hlust- að á líka. Það er það sem ég er að reyna gera með plötunni minni,“ seg- ir Hafdís sem stefnir á að koma plöt- unni í verslanir 10. nóvember. „Það er nú líka einu sinni þannig að fallegur boðskapur á við alla, hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ segir Hafdís að lokum. asgeir@dv.is Hafdís Huld gefur út tíu laga barnaplötu fyrir jól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.