Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Qupperneq 6
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 20076 Fréttir DV Við sögðum Vilhjálmi allt Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveit- unnar, og Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orku- veitunnar, fullyrða að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, fráfarandi borgarstjóri, hafi vitað meira en hann hefur viðurkennt um samruna REI og Geysis Green Energy. Ef satt er hefur Vilhjálm- ur sagt ósatt um vitneskju sína fram til þessa en borgarstjóri vísar því alfarið á bug. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri vissi um þjónustu- samning Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkur Energy Invest, REI, um að öll verkefni Orkuveitunn- ar á erlendri grundu næstu 20 ár rynnu til REI. Þetta segja Bjarni Ár- mannsson, stjórnarformaður REI, Haukur Leósson, stjórnarformað- ur Orkuveitunnar, og Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. Þeir segja þetta eitt fundarefna á þriggja tíma löngum fundi á heim- ili borgarstjóra sem haldinn var 10 dögum áður en samruninn var samþykktur á eigendafundi. Þremenningarnir sendu frá sér greinargerð í gær í þeirri von að skýra sem best frá aðdraganda sameiningarinnar. Þar kemur einnig fram að strax við stofnun REI, 7. mars síðastliðinn, hafi ver- ið vitað um áhuga GGE á samstarfi við Orkuveituna í útrásarverk- efnum. Þrátt fyrir það var stofnun REI samþykkt án mótmæla og ekki komu fram neinar athugasemd- ir frá borgarfulltrúum, ekki einu sinni sjálfstæðismönnum sem hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að Orkuveitan eigi ekki að taka þátt í útrásinni. Greinargerðin felur það í sér, ef satt er greint frá, að borg- arstjóri hafi sagt rangt frá um vitn- eskju sína. Vel upplýst Aðspurður segist Hjörleifur hafa tekið ásakanir í garð stjórn- enda Orkuveitunnar nærri sér þrátt fyrir að í greinargerðinni sé þeirri tilfinningu ekki lýst. Hann segir greinargerðina meðal annars hafa verið senda út til að hreinsa umræðuna gagnvart stjórnend- unum. „Að sjálfsögðu hafa ásak- anir stjórnmálamannanna komið óþægilega við okkur. Það er ekki annað hægt. Enn frekar hafði það áhrif á mann að heyra talað um að refsa ætti stjórnendum Orku- veitunnar. Af okkar hálfu var mál- ið þokkalega upplýst og þeir sem komu að því á ýmsum stigum vissu vel til málsins,“ segir Hjörleifur. „Á löngum fundi var farið yfir öll helstu efnisatriði með borgarstjóra og ég skil ekki hvers vegna hann heldur öðru fram. Það er bara því miður ekki rétt, borgarstjóra var afhent minnisblað fundarins og hann ætti að eiga það hjá sér. Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta þann misskilning að málið hafi ekki verið kynnt fyrir honum. Farið var yfir öll efnisatriði með borgar- stjóra og hann var þeim bæði sam- þykkur og kunnugur.“ Borgarstjóri sagði ósatt Samkvæmt greinargerðinni féllst Vilhjálmur alfarið á samein- ingu GGE og REI eftir kynninguna á heimili sínu og þá lagði hann blessun sína yfir að gerður yrði slíkur 20 ára bindandi þjónustu- samningur milli fyrirtækjanna. Jafnframt var honum gert ljóst að með sameiningunni myndu öll hlutabréf sem Orkuveitan kynni að eignast í Hitaveitu Suðurnesja renna til REI. Vilhjálmur hefur hins vegar bæði neitað því að hafa vitað af umræddum þjónustusamningi og því að hlutabréfin rynnu til REI. Af greinargerð þremenninganna má draga þá ályktun að Vilhjálmur hafi sagt ósatt um vitneskju sína. Hjörleifur segir ljóst að Vil- hjálmi hafi átt að vera kunnugt um allt sem viðkemur sameiningunni og hið sama eigi við um Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins. Hann segir um- ræðu síðustu daga hafa verið afar óljósa. „Við höfum ekki verið sátt- ir við umræðuna undanfarið og töldum nauðsynlegt að varpa ljósi á hvað gerðist, hverjir hafa setið hvaða fundi og hverjir hafa kom- ið að einstaka ákvörðunum. Sem starfsmenn Orkuveitunnar höfum við þurft að taka á okkur gusur frá stjórnmálamönnum og þurft að sitja undir því án frekari rökstuðn- ings,“ segir Hjörleifur. Raunveruleg atburðarás Bjarni Ármannsson, stjórnar- formaður REI, segir mikilvægt fyrir félagið að endi sé bundinn á mis- vísandi fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. „Okkur fannst einfaldlega ástæða til þess að senda raunveru- lega atburðarás frá okkur vegna Bjarni Ármannsson Stjórnarformaður REI er einn þeirra sem fullyrða að borgastjóri hafi vitað meira en hann hafi viðurkennt um samruna félagsins við geysi green Energy. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Fráfarandi borgarstjóri segist enga ástæða hafa fyrir því að fara með rangt mál. Hann segir það rangt að hafa fengið afhent minnisblaðið umræddda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.