Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Side 10
miðvikudagur 11. júlí 20078 Fréttir DV
Fjölskyldudjásn Bandaríkjamanna
Erfitt er að segja til um með nokkurri vissu hve mörg skotvopn
eru í umferð í Bandaríkjunum. Eftirlit með skotvopnaeign virð-
ist vera lítið ef nokkuð. Samkvæmt einni könnun sem gerð var
má áætla að tvö hundruð og fimmtán milljónir byssa séu í eigu
Bandaríkjamanna. Ef sú tala er nærri lagi má segja að skotvopn
sé á helmingi heimila í Bandaríkjunum.
Átta manns, að meðaltali, undir nítján
ára aldri eru skotnir til bana í Banda-
ríkjunum á degi hverjum. Árið 2005
voru fleiri en fjórtán þúsund morð
með skotvopnum og þar af voru um
400 fórnarlambanna börn. Að með-
altali eru sextán þúsund sjálfsmorð
framin með skotvopni og 650 dauðs-
föll verða af völdum voðaskota árlega
í landinu.
Síðan árið 1963, þegar John
F. Kennedy var myrtur, hafa fleiri
Bandaríkjamenn látist fyrir hendi
samlanda sinna en samanlagður
fjöldi þeirra bandarísku hermanna
sem féll á erlendum vígvöllum á tutt-
ugustu öldinni.
Með reglulegu millibili berast okk-
ur tíðindi af ofbeldisverkum af stærri
sortinni frá Bandaríkjunum. Hin síð-
ari ár hafa morðárásir á nemendur
og starfsfólk í skólum landsins veg-
ið þar þungt. Í þeim tilvikum hefur
skotvopnum verið beitt og nemend-
ur og kennarar plaffaðir niður hægri-
vinstri. Ekki er langt síðan banda-
ríska þjóðin stóð agndofa vegna
fjöldamorðanna í Tækniháskólanum
í Virginíu. Fyrir ekki mörgum dög-
um tók Asa Coon, fjórtán ára nem-
andi í Cleveland í Ohio, sig til og rölti
um ganga skólans með byssu í hvorri
hendi. Eftir að hafa skotið tvo kenn-
ara og tvo nemendur framdi hann
sjálfsmorð. Við slík tíðindi er eðlilegt
að hugur almennings og stjórnvalda
þar vestra beinist að skotvopnaeign
landsmanna samhliða því að bregð-
ast við voðaverkunum sjálfum með
tilheyrandi áfalli, sorg og reiði.
Í sömu viku og Asa Coon framdi
voðaverk sín krafðist hin fjörutíu og
fjögurra ára kennslukona frá Medford
í Oregon réttar síns fyrir dómstólum
þar vestra. Hún er æf vegna þess að
henni er bannað að mæta til vinnu
með skammbyssu, sem er þó að
hennar mati skýlaus réttur hennar.
Lífseig þjóðsaga
Það kaldhæðnislega er þó að
stærstur hluti þess fólks sem fer ham-
förum í málflutningi sínum í kjölfar
voðaverka og fjöldamorða eins og
áttu sér stað í Tækniháskólanum í
Virginíu, er jafnvel í hópi skotvopna-
eigenda. Og allir skotvopnaeigend-
ur í þessu landi frelsisins eiga það
sameiginlegt að þeir myndu seint
samþykkja að gengið væri á réttindi
þeirra varðandi þennan einkennandi
þátt í amerísku samfélagi. Banda-
ríkjamenn setja gjarnan samasem-
merki milli réttindanna til að eiga
og nota skotvopn og þess frelsis sem
amerískum gildum og viðmiðum er
ætlað að standa vörð um. En hvað
veldur því að málum er svona háttað
hjá þessari voldugu þjóð?
Þessi ást og dýrkun Bandaríkja-
manna á skotvopnum er þekkt um
heim allan. Hún hefur fylgt þjóðinni
frá byrjun. Stundum er sagt að villta
vestrið hafi verið „tamið“ með Colt
Peacemaker. Strax í upphafi banda-
rísks samfélags var gengið út frá frels-
inu til orðs og æðis. Slíkt er ekki óeðli-
legt í ljósi þess að fyrstu innflytjendur
Bandaríkjanna komu úr veröld þar
sem höft, boð og bönn yfirgnæfðu
allt annað. Evrópskur aðall var sá
hópur fólks sem eitthvað átti og mátti
í gamla heiminum. Nú skyldi því lok-
ið og allir búa við sama rétt, bæði til
að tjá sig og verja hendur sínar en
einnig til að afla sér viðurværis með
því að sækja sér veiðibráð í nægta-
kistu amerískrar náttúru. Og til þess
þurfti skotvopn. Stærstur hluti land-
nema í vesturheimi var bændur en
ekki byssubrandar og á þeim tíma
sem álfan var að þróast í bandaríki
var herinn meira eða minna látinn sjá
um indíánana. Fyrir þann tíma, á ný-
lendutímabilinu, voru skotvopn ekki
jafnalgeng og oft er látið í veðri vaka,
ekki síst vegna þess að það var ekki á
færi allra að kaupa slíkan grip. Rann-
sókn á morðum með skotvopnum að
fornu leiddi í ljós að jafnmiklar líkur
voru til þess að riffillinn væri notaður
sem barefli við manndrápið og að af
honum væri skotið. Af þeim sökum,
meðal annars, má efast um réttmæti
þeirrar þjóðsögu að Bandaríkin hafi
orðið til í skugga byssunnar.
Skotvopn og föðurlandsást
Rithöfundurinn og ljósmynd-
arinn Kyle Cassidy eyddi tveimur
árum í að ferðast um Bandaríkin og
tala við og fjalla um byssueigend-
ur í landinu. Afrakstur vinnu hans
sem kominn er út á bók gefur slá-
andi sýn inn í brenglaðan heim. Á
myndum sem prýða bókina má sjá
fjölskyldur, þar sem eru smábörn
og gæludýr og meðlimirnir stilla
sér upp með skammbyssur, riffla
og hríðskotabyssur, sem fólk teng-
ir frekar stríðsátökum. Í Bandaríkj-
unum er byssan böðuð ljóma ein-
hvers og er í huga heimamanna
órjúfanlegur hluti menningar og
föðurlandsástar. Það þurfti fjölda-
framleiðslu og markaðssetningu
til að gera skotvopn eins vinsæl í
Bandaríkjunum og raun ber vitni.
Fjöldaframleiðslan hófst í borgara-
stríðinu í Bandaríkjunum, byssur
urðu algengari og ódýrari og sölu-
herferðir skotvopnaframleiðenda
skírskotuðu oftar en ekki til land-
námstímans þar sem skáldaleyfinu
var óspart beitt. Hvergi í heiminum
hefur almenningur greiðari aðgang
að skotvopnum og hvergi er vopna-
burður eins almennur. Hin síðari
ár hefur staðið mikil orrahríð milli
þeirra sem vilja breytingar annars
vegar og samtaka byssueigenda,
NRA, hins vegar. Þeir sem breyta
vilja byssulöggjöfinni segja að setja
verði byssueign einhverjar skorður
og herða reglur um byssukaup og
vopnaburð í samræmi við það sem
tíðkast víðast annars staðar í heim-
inum. Með því myndi voðaverkum
með skotvopnum fækka. En NRA,
með leikarann Charlton Heston
í broddi fylkingar, verjast grimmt
og vísa til stjórnarskrárbundinna
réttinda. Þeir benda jafnframt á að
þrátt fyrir allt séu Bandaríkin ekki
með hæstu morðtíðni meðal þjóða.
Talinn fyrrverandi kennari
Fyrsti barnaníðingurinn sem Int-
erpol lýsti eftir með myndum er
talinn vera enskur fyrrverandi
tungumálakennari sem býr nú í
Kampútseu. Maðurinn hafði tek-
ið upp myndbönd þar sem hann
sást nauðga börnum. Interpol fékk
hundruð ábendinga eftir að mynd
af manninum var birt opinberlega.
Fimm ábendinganna, sem komu
frá þremur heimsálfum, gáfu til
kynna að maðurinn hefði áður
starfað sem tungumálakennari við
skóla í Suður-Kóreu. Þaðan flaug
maðurinn til Bangkok í Taílandi og
er grunaður um að hafa misnotað
börn þar og í Víetnam.
Stærsta farþegaþota í heimi, Air-
bus A 380 sem hefur verið kölluð of-
urjúmbóþota, fer í jómfrúrferð sína
25. október. Fyrsta flugvélin var af-
hent Singapore Airlines í gær.
Vélin tekur 800 farþega í sæti og er
á tveimur hæðum. Þannig gætu allir
Seyðfirðingar flogið með henni í einu
og nokkrir gestir að auki.
Mikið umtal hefur verið um vélina
en fyrsta flugið er átján mánuðum á
eftir áætlun og er talið að sú töf hafi
kostað Airbus-fyrirtækið sem fram-
leiðir vélina um sex milljarða evra.
Nú er svo komið að framleiðendurn-
ir þurfa að selja að minnsta kosti 420
flugvélar til að hagnast á því að smíða
vélina. Fleira hefur sett skugga á ofur-
júmbóþotuna en stjórnendur í fram-
leiðslufyrirtækinu EADS eru sakað-
ir um spillingu og innherjaviðskipti
með hlutabréf í fyrirtækinu.
„Ég geri mér grein fyrir því að
þetta hafa verið afar erfiðir 18 mán-
uðir en það gerir útkomu vélarinnar
ennþá ljúfari fyrir okkur. Þetta er afrek
af okkar hálfu og við erum mjög sáttir
við útkomuna“, segir Thomas Enders,
stjórnarformaður EADS sem er eig-
andi Airbus.
Fjöldi áfalla hefur dunið á fram-
leiðendum síðan smíði vélarinnar
hófst en Airbus tilkynnti á mánudag-
inn að staðið yrði við allar pantanir
sem gerðar hafa verið og engra frek-
ari tafa væri að vænta. Airbus þarf að
selja 420 vélar til þess að smíði vél-
arinnar standi undir sér en einung-
is 189 vélar hafa verið pantaðar fyr-
ir næstu þrjú ár. Það er langt undir
væntingum en stór ástæða dræmr-
ar sölu er sú að fjöldi stjórnenda í
fyrirtækinu seldi hlutabréf sín í Air-
bus árið 2006 og í kjölfarið lækkaði
markaðsvirði fyrirtækisins mikið á
hlutabréfamörkuðum. Í kjölfarið
hófu frönsk yfirvöld rannsókn á fyr-
irtækinu en stjórnendur fyrirtækis-
ins segjast ekki hafa óhreint mjöl í
pokahorninu.
Airbus á í harðri samkeppni við
Boeing sem tilkynnti fyrir skömmu að
framleiðsla „Dreamliner“-flugvélar-
innar, sem hefur svipaða eiginleika og
nýja Airbus-þotan en er minni, muni
tefjast um 6 mánuði. Það er vatn á
myllu Airbus sem vonast eftir því að
það muni leiða til þess að fleiri flugfé-
lög veðji á flugvél fyrirtækisins.
vidar@dv.is
Stærsta farþegaflugvél í heimi er væntanleg á markað og rúmar 800 farþega:
Fyrsta ofurþotan afhent
KoLbeinn þorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Cleveland í ohio asa
Coon skaut þar til bana tvo
nemendur og tvo kennara.
riffill og skammbyssa
Böðuð rómantísku ljósi í
huga Bandaríkjamanna.
Stærsta farþega-
þota í heimi
airbus 380 getur
flutt 800 farþega.