Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 13
ICELAND AIRWAVES Næstu daga verður magnþrungin stemning í miðbæ Reykjavíkur. Iceland Airwaves 2007 er að hefjast. Brátt fyllast götur bæjarins af erlendum tónlistarmönnum, fjölmiðlafólki og öðrum úr bransanum sem setur svo sannarlega svip sinn á bæinn. Þessi árlegi viðburður hefur, svo eftir er tekið, rifið upp annars ágætan októbermánuð á dagatalinu og hleypt krafti í íslenskt tónlistarlíf. Í ár taka um hundrað og sextíu íslenskar hljómsveitir þátt og af þeim eru um fimm- tíu sem hafa aldrei áður komið fram á hátíðinni. DV tók nokkur íslensk bönd tali, bönd sem aldrei hafa áður komið fram á hátíðinni en miklar vonir eru bundnar við. Á baksíðu er talað við Egil Tómasson, listrænan stjórnanda og bókara hátíðarinnar sem segir gróskuna í íslenskum bílskúrum ótrúlega. Umsjón: Berglind Häsler 2007 Ein af þeim hljómsveitum sem marg- ir veðja á að eigi eftir að vekja mikla athygli á Iceland Airwaves er hljómsveitin Motion Boys sem kemur fram á Nasa á föstudaginn klukk- an 23:00. Hljómsveitin er skipuð nokkrum af öflugustu tónlistarmönnum yngri kynslóð- arinnar þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni, Gísla Galdri, Birni Stefánssyni, Árna Plúseinum, Viðari Hákoni Gíslasyni og Þorbirni Sigurðs- syni. Hlómsveitin hefur verið mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarið en smellur- inn Hold Me Closer To Your Heart setti allt á annan endann nú í sumar. Motion Boys er þó ekki nema árs gamalt band og spilar nú á Iceland Airwaves í fyrsta skiptið. „Þetta leggst mjög vel í okkur. Við ætlum að reyna að vera með dúndurstuð, teygja okkur út til fólks- ins og snerta hjarta þess,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari hljómsveitarinnar. „Ég vona bara að allir mæti með dansskóna sína með sér.“ Aðspurður hvort hljómsveitin ætli að vera með sérstaka hátíðartónleika segist Birg- ir Ísleifur ekkert efast um það þótt enn sé ekki komið á hreint hvað það nákvæmlega verði. „Við þurfum nú að vera svolítið elegant. Ég hef ákveðið að fara á hnén en til þess að óhreinka ekki dressið ætla ég að vera með púða á hnján- um. Ég verð með sérstakan mann á sviðinu til þess að hjálpa mér á hnén. Hann heitir Ragn- ar Davíð.“ Draumurinn er að bresta í grát Birgir Ísleifur segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvað hann langi til þess að sjá af öðrum böndum en telur þó upp nokkur bönd sem eru honum að góðu kunn. „Ég ætla að kíkja á Gus Gus sem spilar á eftir okkur. Svo langar mig að sjá FM Belfast, Sprengjuhöllina, Hairdoctor, Mínus og Dr. Spock. Mér finnst líka spennandi að sjá hvernig strákunum í !!! tekst til án söngvarans sem hætti nú á dög- unum.“ Motion Boys hefur sent frá sér nokkur stök lög, nú síðast lagið Steal Your Love, sem er ekki síður efni í ódauðlegan slagara en lagið Hold Me Closer To Your Heart. Hvenær kem- ur svo plata? „Við erum að vinna í því. Við eig- um orðið fullt af lögum, fullt af slögurum, svo það vantar ekki mikið upp á. En þó svo að plat- an verði ofsalega hress og uppfull af stuði sjá- um við það fyrir okkur að í lögunum séu línur sem hrífa fólk með gæsahúð og jafnvel örlitl- um tárum. Ég er oft mjög klökkur í mörgum af þessum lögum. Fullkomnustu tónleikar sem ég mundi spila á eru ef ég myndi gráta sjálf- ur.“ Motion Boys kemur fram á sérstökum „off venue“-tónleikum í Skífunni á laugardaginn klukkan 19:30 og í Norræna húsinu á laugar- daginn klukkan 16:00. „Við verðum með svona akústískt prógram í Norræna húsinu. Það verður mjög fróðlegt að vita hvernig það fer fram.“ Áhugasömum er bent á að draga fram dansskóna og hita upp heima: http://www. myspace.com/motionboys ÆtLA Að tEygjA sIg út tIL fóLksINs og sNErtA hjörtu Framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.