Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Page 15
DV Sport ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 2007 15
Sport
Þriðjudagur 16. október 2007
sport@dv.is
Kanoute laminn í Tógó Hverjir fylgja Þýskalandi?
Eyjólfur SvErriSSon hEfur Stýrt landSliði íSlandS í átján mánuði. úrSlitin hafa vErið Slæm
og dv Sport fékk nokkra valinkunna EinStaklinga til að mEta Stöðuna. blS. 16–17.
Valur leikur í dag gegn enska liðinu
Everton í Evrópukeppni félagsliða sem
fram fer í Belgíu. Valur hefur tapað
einum leik, gegn Frankfurt, og unnið
einn, gegn belgíska liðinu Wezemall.
Síðasti leikurinn er gegn Everton sem
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari segir
að sé gott lið og í raun með ólíkind-
um að það sé ekki með neitt stig. „Ég
er búin að horfa á báða leikina með
liðinu. Þetta er mjög gott lið og í raun
bara grín að þær séu ekki með neitt
stig eins og staðan er núna. Þær hafa
verið óheppnar, voru til dæmis miklu
betri en belgíska liðið í þeim leik. Það
voru í raun ótrúleg úrslit. Ég held að
þjálfari Everton hafi vanmetið Weze-
mall-liðið. Hún var með þrjár lands-
liðskonur á bekknum í þeim leik og
á móti Frankfurt fengu þær á sig sig-
urmarkið á 93. mínútu. Þetta er bara
hörkulið og þetta verður án vafa mjög
erfiður leikur fyrir okkur.“
Sigur Vals á belgíska liðinu 4-0
var gríðarlega mikilvægur og mörkin
ekki síður. Liðið getur með jafntefli
komist áfram upp úr riðlinum sem
yrði mikið afrek en Elísabet ætlar að
fara í leikinn til þess að vinna. „Við
verðum að fara inn í þann leik til að
vinna. Því ef eitthvað annað kemur
upp eiga þrjú lið möguleika á að fara
upp úr riðlinum. Ef við gefum okk-
ur það að Frankfurt vinni Wezem-
all, sem þær geta alveg, er ljóst að við
verðum að stefna að sigri. Við vitum
að það er hættulegt að vita af þeim
möguleika að vera með einhverja
góða markatölu ef annað kemur upp.
Mér finnst það svolítið hættulegt.
Eins og staðan er fyrir leikinn erum
við með tvö mörk í plús og Everton
með tvö mörk í mínus þannig að þær
þurfa að vinna með fjórum.“
Elísabet segir að Valur hafi feng-
ið mikið hrós í Belgíu frá kollegum
sínum og áhorfendum. „Fólk hefur
hrósað okkur mjög mikið. Segir að við
höfum komið mikið á óvart en ég veit
ekki alveg hvað er marktækt í þeim
efnum,“ segir Elísabet og hlær. „En
það kemur mér ekkert á óvart hvað
við erum búnar að gera hérna. Ég er
bara enn hundsvekkt yfir að hafa ekki
fengið neitt út úr þessum Frankfur-
tarleik. Við vorum búnar að undirbúa
þann leik í þrjár vikur og við trúðum
því að við gætum unnið hann og ætl-
uðum að gera það. Þar spiluðum við
stórkostlega, vorum með forustu í 32
mínútur og skipulagið á liðinu var frá-
bært og í raun óaðfinnanlegt.“
Að peppa mannskap upp í leik
gegn Frankfurt er eins og að gíra karl-
peninginn upp í leik gegn AC Milan.
Það þarf ekki. Elísabet segir að það
hafi verið erfiðara að undirbúa liðið
í næstu leiki. „Það var erfiðara. Það
er kannski akkúrat þess vegna sem
við spiluðum ekki nægilega vel í fyrri
hálfleik gegn Belgunum. Þær voru
líka sterkari en við bjuggumst við.
Valskonur leika í dag gegn Everton í Evrópukeppni félagsliða. Jafntefli gæti dugað Val en stefnan er sigur:
Valur Við þröskuld frægðarinnar
benni@dv.is
Heldur fögnuðurinn áfram?
Valskonur geta komist áfram í
Evrópukeppni félagsliða.
kominn
í þ ot?