Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 18
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 200718 Sport DV Næstu leikir A-riðill Kasakstan - Portúgal aserbaídsjan - Serbía Belgía - armenía Lið L U J T M St 1. Pólland 12 7 3 2 20:10 24 2. Portúgal 11 5 5 1 21:9 20 3. Finnland 12 5 5 2 11:6 20 4. Serbía 11 4 5 2 13:8 17 5. Belgía 11 3 3 5 10:14 12 6. armenía 9 2 3 4 4:8 9 7. Kasakstan 11 1 4 6 9:18 7 8. aserbaíds. 9 1 2 6 4:19 5 B-riðill Úkraína - Færeyjar georgía - Skotland Frakkland - Litháen Lið L U J T M St 1. Skotland 10 8 0 2 20:8 24 2. Ítalía 10 7 2 1 17:7 23 3. Frakkland 10 7 1 2 21:3 22 4. Úkraína 9 4 1 4 11:12 13 5. Litháen 9 3 1 5 7:11 10 6. georgía 10 2 1 7 14:17 7 7. Færeyjar 10 0 0 10 3:35 0 C-riðill Malta - Moldavía Tyrkland - grikkland Bosnía og Hers. - Noregur Lið L U J T M St 1. grikkland 9 7 1 1 17:9 22 2. Tyrkland 9 5 3 1 22:9 18 3. Noregur 9 5 2 2 20:8 17 4. Bosnía/Hers. 10 4 1 5 16:19 13 5. ungverjal. 10 4 0 6 10:17 12 6. Moldavía 10 1 3 6 6:17 6 7. Malta 9 1 2 6 7:19 5 D-riðill San Marínó - Wales Írland - Kýpur Þýskaland - Tékkland Lið L U J T M St 1. Þýskaland 9 7 2 0 31:4 23 2. Tékkland 9 6 2 1 19:4 20 3. Írland 10 4 3 3 14:11 15 4. Slóvakía 10 4 1 5 27:20 13 5. Kýpur 9 4 1 4 16:17 13 6. Wales 9 3 1 5 14:16 10 7. San Marínó 10 0 0 10 1:50 0 E-riðill Rússland - England Makedónía - andorra Lið L U J T M St 1. Króatía 10 8 2 0 25:4 26 2. England 10 7 2 1 21:2 23 3. Rússland 9 5 3 1 14:4 18 4. Ísrael 10 5 2 3 17:11 17 5. Makedónía 9 2 2 5 7:11 8 6. Eistland 11 1 1 9 3:21 4 7. andorra 9 0 0 9 2:36 0 F-riðill Lichtenst. - Ísland danmörk - Lettland Svíþjóð - N.Írland Lið L U J T M St 1. Svíþjóð 9 7 1 1 20:4 22 2. Spánn 10 7 1 2 19:8 22 3. N.Írland 9 5 1 3 14:11 16 4. danmörk 9 4 2 3 14:8 14 5. Lettland 9 3 0 6 9:11 9 6. Ísland 10 2 2 6 10:21 8 7. Liechtenst. 10 1 1 8 5:28 4 G-riðill Lúxemborg - Rúmenía Holland - Slóvenía albanía - Búlgaría Lið L U J T M St 1. Rúmenía 9 7 2 0 18:5 23 2. Holland 9 6 2 1 11:3 20 3. Búlgaría 9 5 3 1 14:6 18 4. Slóvenía 10 3 2 5 9:12 11 5. albanía 9 2 4 3 8:7 10 6. Hv.Rússland 10 2 1 7 11:20 7 7. Lúxemborg 10 1 0 9 2:20 3 Þýskaland varð á laugardag fyrsta liðið til að tryggja sér þátttökurétt á EM sem fram fer í Sviss og Austurríki næsta sumar. Þær þjóðir fá sjálfkrafa þátttökurétt en á veraldarvefnum eru Austurríkismenn hvattir til að draga sitt lið úr keppni. Heimamenn vilja ekki verða sér til skammar! Englendingar, Grikkir, Tékkar og Svíar geta allir komist í lokakeppn- ina með sigri á miðvikudag og Króat- ar og Pólverjar geta komist á EM þótt liðin spili ekki. Aðalpressan er á risunum í B- riðli, Ítalíu og Frakklandi. Skotar eru efstir í þeim riðli, nokkuð óvænt, og þurfa fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til að tryggja sér þátt- tökurétt næsta sumar. Fyrri leikurinn er gegn Georgíu og sá síðari gegn Ít- alíu. Ítalir eru með 23 stig en þeir eiga ekki að spila í undankeppninni á miðvikudag og spila þess í stað æf- ingarleik gegn Suður-Afríku. Frakkar eru með 22 stig og spila við Litháa. „Ég hef trú á því að Georgíumenn geti staðið í Skotum því þeir eru með gott lið og hafa að engu að keppa,“ sagði Gigi Buffon, markvörður Ítala, og bætti við að það yrði ótrúlegt ef Ít- alía kæmist ekki í lokakeppnina með 26 eða 27 stig. Georgía tapaði fyrir Ít- alíu 0–2 á laugardag og hefur sjö stig úr tíu leikjum. Þeirra eini sigur var á Færeyjum. Skotland vann Úkraínu 3-1 á laug- ardag sem var þeirra sjötti sigurleik- ur í röð. Bilic styður England Það er ljóst að Króatar munu halda með Englendingum á mið- vikudag þegar þeir mæta Rússum á gervigrasi í E-riðli. Ef England vinn- ur eða gerir jafntefli kemst Króatía áfram. „Trúið mér, ég verð harðasti stuðningsmaður Englands á mið- vikudag,“ sagði Slaven Bilic, þjálfari Króata. Englendingar unnu Eista 3-0 sem var þeirra fimmti sigurleikur í röð í undankeppninni. Englendingar hafa gert mikið úr því að leikurinn fari fram á gervigrasi og að veðrið gæti sett strik í reikninginn. „Við munum tækla þær aðstæður sem koma upp. Við erum einbeittir og ætlum okkur sigur og ekkert annað,“ sagði Steve McClaren landsliðsþjálfari Eng- lands. Í okkar riðli, F-riðlinum, eru Spán- verjar og Svíar í lykilstöðu. Svíar eru með 22 stig og geta komist til Sviss og Austurríkis með sigri á Norður-Írum á miðvikudag. Spánverjar eru einnig með 22 stig en hafa leikið einum leik meira og þurfa að bíða fram í nóv- ember til að komast að því hver örlög þeirra verða. Tékkland getur komist áfram úr D-riðlinum og fylgt þar með Þýska- landi upp úr þeim riðli. Liðin mætast á miðvikudag og þurfa Tékkar sigur ætli þeir sér að fylgja grönnum sín- um. Þýskaland er efst í riðlinum með 23 stig, Tékkland er í öðru með 20 stig og Írland er í þriðja sæti með 15. Grikkir geta komist á EM vinni þeir Tyrki. Grikkir eru efstir í C-riðl- inum með 22 stig. „Þetta verður erfiður leikur á miðvikudag en við þekkjum okkar styrkleika og ég hef trú á mínu liði,“ sagði framherjinn knái Angelos Charisteas. Liðin mæt- ast í Tyrklandi, því ógnarvígi sem það er, en í fyrri leik liðanna unnu Tyrkir 4–1. Tyrkir eru í öðru sæti með 18 stig eftir óvænt jafntefli við Mold- óva. Noregur hefur 17 stig og mætir Bosníu-Hersegóvínu. Pólverjar í góðri stöðu Rúmenar eru enn í skýjunum eft- ir að hafa lagt Hollendinga að velli á laugardag í G-riðli. Rúmenar eru efstir í riðlinum með 23 stig, Hol- lendingar 20 og Búlgarar eru í þriðja sæti með 18. Rúmenía mætir Lúxem- borg, Holland fær Slóveníu í heim- sókn og Búlgaría mætir Albaníu á miðvikudag. Ruud van Nistelrooy er í leik- banni á miðvikudag en Wesley Sneij- der snýr aftur eftir bann. Ef Búlgaría tapar er Rúmenía komin áfram. Í A-riðli eru Portúgalar í öðru sæti með 20 stig á eftir Pólverjum með 24. Portúgalar mæta Kasökum á útivelli og hefur Luis Felippe Scolari lands- liðsþjálfari Portúgala kallað á Ariza Makukula í stað Nunos Gomes sem er meiddur. Finnar eru einnig með 20 stig en þeir taka á móti Pólverj- um. Tapi Portúgalar og Serbar á mið- vikudag eru Pólverjar komnir í loka- keppni EM í fyrsta sinn. Hverjir fylgja England og ríkjandi Evrópumeistarar Grikklands eru meðal liða sem eiga möguleika á því að komast í lokakeppni EM á miðvikudag. Spennan fyrir leiki miðvikudagsins er mikil: BEnEDikt BóAs hinkrisson blaðamaður skrifar: benni@dv.is Þjóðverjum? Evrópumeistararnir í góðri stöðu Fanis gkekas leikmaður grikklands fagnar marki sínu á laugardag. Erfitt hjá Ítölum gianluigi Buffon og nautið gennaro gattuso eru ekki öruggir um að komast til Sviss og austurríkis. styður England Slaven Bilic landsliðsþjálfari Króata segist ætla að styðja Englendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.