Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Page 19
DV Iceland Airwaves þriðjudagur 16. október 2007 19 Hvar ætlið þið að spila? „Á Organ á fimmtudaginn klukkan 20.15. Við erum ein af fyrstu hljómsveitun- um á svið.“ Hvernig tónlist spilið þið? „Tónlist okkar hefur verið líkt við kabar- ett-pönk. Við spilum pönk en svo fíflumst við svo mikið á sviði að það minnir stund- um á kabarett.“ Er einhver hugmyndafræði á bak við hljómsveitina? „Nei, í rauninni ekki. Við viljum bara hafa gaman. Við komum öll úr mismun- andi áttum og leggjum mesta áherslu á að spila á tónleikum.“ Hvernig er stemningin í bandinu? „Mjög góð. Það er mikill húmor í gangi, erum alltaf að gera grín að trommaranum. Við reynum bara að hafa gaman og erum ekkert að reyna að vera frægari en Sigur Rós.“ . Hvaða væntingar berið þið til Iceland Airwaves? „Við spilum svo snemma og vonumst til þess að einhverjir verði komnir í hús á þessum tíma. Annars er bara mikill heiður að fá að spila þrátt fyrir lágan aldur hljóm- sveitarinnar.“ Hvenær var hljómsveitin stofnuð? „Það er um það bil ár síðan. Ég var búsettur í London og þar kynntist ég Rhonddu, en við erum par. Hún flutti með mér til Íslands og við héldum áfram að gera tónlist. Við eigum nú von á barni svo það verður svona Purrkur Pillnikk-fílingur á tónleikunum okkar.“ Farið þið í sérstakan hátíðarbúning? „Það er mikið verið að pæla í þessu. Rhondda vann sem tískuhönnuður hjá Calvin Klein svo hún er alltaf að sauma. Annars eru svo rosaleg karlmenni í band- inu sem vilja ekkert fara í búning svo við sjáum til. Það verður örugglega gert eitt- hvað sniðugt.“ Spilið þið á „off venue“-tónleikum? „Já, við spilum á Dillon á miðvikudags- kvöldið klukkan tíu ásamt Atómstöðinni.“ Heiður að fá að spila Einar Johnson, gítarleikari Rhondda & The Runestones Hvar ætlið þið að spila? „Við spilum á Gauki á Stöng á fimmtudegin- um klukkan 19.30 á sérstöku Kerrang!-kvöldi.“ Hvernig tónlist spilið þið? „Tilraunakennt þungarokk.“ Er einhver hugmyndafræði á bak við hljómsveitina? „Það er nú erfitt fyrir mig að svara því. Söngv- arinn semur alla textana og þeir eru uppfullir af heimspekilegum pælingum. Við leggjum upp með að skapa okkar eigin stíl og með tímanum erum við að verða meira og meira undir áhrifum hver frá öðrum.“ Hvernig er stemningin í bandinu? „Hún er mjög góð. Verkaskiptingin er jöfn. Við leggjum allir jafnmikið í þetta, hver hefur sitt afmarkaða hlutverk; þannig smellur þetta.“ Hvaða væntingar berið þið til Iceland Airwaves? „Við vonumst til þess að fá nýtt og öðruvísi fólk að sjá okkur spila. Fram að þessu höfum við verið að spila fyrir svolítið svona lókal krád. Þetta er því frábært tækifæri til að kynna tónlistina fyr- ir öðrum.“ Hvenær var hljómsveitin stofnuð? „2003.“ Farið þið í sérstakan hátíðarbúning? „Við erum búnir að æfa slatta og ætlum að taka meira og minna nýtt efni. Auðvitað leggur maður sérstakan metnað í þetta.“ Spilið þið á „off venue“-tónleikum? „Nei.“ Hvert er markmið hljómsveitarinnar? „Að reyna að breyta heiminum.“ Hvað á að sjá? „Ég er nú ekki búinn að kynna mér dagskrána nógu vel. Ætli ég kíki ekki á hljómsveitina I Adapt og fleiri sem ég þekki. Svo ætla ég auðvitað að reyna að kynnast fleiru.“ Momentum Hljómsveitin er skipuð gítarleikaranum ingvari, bassaleikar- anum Herði, trommuleikaranum kristjáni, söngvaranum Hafsteini og gítarleikaranum erlingi. nýtt krád Hörður Ólafsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Momentum Hlakkar til að spila fyrir Hvar ætlið þið að spila? „Við spilum á NASA á miðvikudeginum klukkan 22.30.“ Hvernig tónlist spilið þið? „Við höfum þróast gífurlega mikið yfir það tímabil sem við erum búnir að vera fimm saman. Fyrsta lagið á þessum frumburði okkar sem við vorum að gefa út var sam- ið í janúar í fyrra og síðasta lagið var samið tveimur dögum fyrir upptöku. Við reynum að hafa þetta melódískt og grípandi. Þetta er bara svona popp. Við erum með heimasíð- una myspace.com/spellthesound þar sem hægt er að hlusta á okkur.“ Er einhver hugmyndafræði á bak við hljómsveitina? „Píanóleikarinn okkar vill meina það, hann er alltaf með einhverjar svaka pælingar og það er alltaf skemmtilegra að vera ímynd- unarveikur þegar maður er að skapa tónlist og bara í hvaða listgrein sem er. En soldið eins og tónlist, ekkert sem hægt er að segja frá í nokkrum orðum.“ Hvernig er stemningin í bandinu? „Við erum fimm drengir, sá yngsti var að verða sautján ára og elsti verður nítján ára í janúar á næsta ári. Þrír okkar eru úr MH, einn úr Versló og einn úr Kvennó. Stemningin er bara mjög fín. Við erum reyndar soldið kröfu- harðir hver á annan. Þetta er vinna en ég get ekki sagt annað en að við höfum gaman líka.“ Hvenær var hljómsveitin stofnuð? „Í þessari mynd eins og hún er núna, eftir að bassaleikarinn kom inn, var hljómsveitin stofnuð í maí 2006. Við komum fyrst fram í hljómsveitarkeppni Samfylkingarinnar. Ég datt inn í bandið þegar ég var í níunda bekk en gítar-, píanó- og trommuleikararnir eru búnir að vera lengur en það.“ Hvaða væntingar berið þið til Iceland Airwaves? „Við ætlum að vera með eins litlar vænting- ar og við getum en höldum að þetta verði alveg ógeðslega skemmtilegt.“ Farið þið í sérstakan hátíðarbúning fyrir Airwaves? „Það er svolítið gaman að segja frá því að móðir mín er gamall saumakennari og hefur dálítið gaman af því að varðveita saumahæfi- leika sína og leika sér með föt sem hún svo próf- ar á mér. Hún var svo hrifin af plötuumslaginu okkar að hún er alltaf að taka hugmyndir af því og láta á skyrtur og jakka. Það leikur enginn vafi á því að ég verð í einhverri svoleiðis múnder- ingu á tónleikunum. En það er bara gaman af því þetta er allt mjög flott sem hún gerir.“ Spilið þið á „off venue“-tónleikum? „Nei, við gerum það ekki, vorum eitthvað að pæla í að sækja um það en það varð ekki úr því.“ kröfuHarðir á Hver annan Soundspell Hljómsveitin er skipuð söngvaranum alexander briem, bassaleikaranum Áskeli Harðarsyni, trommuleikaranum bernharði þórssyni, gítarleikaran- um jóni gunnari ólafssyni og hljómborðsleikaranum Sigurði Ásgeiri Árnasyni. Rhondda & The Runestones Hljómsveitin er skipuð söngkonunni rhonddu grove, gítarleikaran- um einari johnson, gítarleikaranum Sigursteini kristjánssyni, bassaleikaranum Pétri geir óskarssyni og trommaranum ara bjarnasyni. Framhald á næstu síðu Alexander Briem, söngvari Soundspell.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.