Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Qupperneq 26
Þýsk-Tyrkinn Nejat er ekki hress
með pabba sinn sem flytur vændis-
konu inn á heimilið. Hann samt virð-
ir við hana hvernig hún fjármagnar
með þessum hætti nám Ayten, dótt-
ur sinnar í Tyrklandi. Nám þar í landi
er allt annað en ókeypis og vonleysi
blasir við ómenntuðum. Ákveðinn
atburður gerir að fjármagn hættir að
berast Ayten svo Nejat fer til Tyrk-
lands í leit að henni. Á meðan hefur
hún flúið pólitískar ofsóknir og dvelst
í Þýskalandi hjá þarlendri vinkonu
sinni Lotte í ósátt við borgaralega
mömmu hennar. Öll vötn liggja engu
að síður til Istanbul og tengjast þess-
ar sögur þar. Myndin vinnur vel úr því
formi að segja nokkrar sögur í rangri
tímaröð sem smátt og smátt tengjast.
En hér eru oft tilviljanir þess valdandi
að sögurnar fara á mis við hver aðra
en undir niðri bíður maður spennt-
ur eftir að þræðirnir mætist. Við upp-
haf hvers kafla kemur síðan texti sem
skýrir hvað gerist í honum en af ein-
hverri magnaðri ástæðu dregur það
ekki úr spennunni enda vel unnið
með formið. Þýskar myndir almennt,
en fyrst og fremst þær sem berast
út fyrir landsteinana, eru það mikl-
ar klassamyndir að leitun er að öðru
eins. Þessi þýska gæðamynd er síðan
mjög tyrknesk enda er til stórt sam-
félag Þýsk-Tyrkja sem myndin gerist
einmitt í. Frásögn er látlaus ásamt tón-
list einfaldra laglína sem er notuð frá-
bærlega. Eitt sterkasta tromp mynd-
arinnar er hversu raunveruleg hún er.
Sannferðug í menningarárekstrunum
og rasismanum. Hvernig margir Tyrk-
ir taka með sér til Þýskalands siðferð-
isramma sem rímar illa við þann sem
fyrir er. Hvernig handteknir pólitískir
andstæðingar tyrkneskra stjórnvalda
hrópa nafn sitt við handtöku sökum
þess hve algengt er að fólk „hverfi“ þar
í landi. Öll samskipti eru lifandi og at-
riði eru sérstaklega áhrifamikil bæði
í gleði og glötun. Hún er sem dæmi
ótrúlega mögnuð senan þegar Ayten
og Lotte kynnast, falleg í svita sínum
og áfergju. Sorgarsena ein á hótel-
herbergi er síðan algjör andstæða en
af sömu gæðum. Gæsahúð. Ótrúlega
falleg hversdagsmynd og djöfull getur
hversdagurinn verið magnaður.
Maraþoninntökupróf, ef svo má kalla
það, fyrir stórmyndina Justice League of
America fóru fram í Bandaríkjunum í
gær og fyrradag. Leikstjóri myndarinnar,
George Miller, kom fljúgandi frá heima-
slóðum sínum í Ástralíu til að horfa á
hátt á fjórða tug leikara reyna sig. Þeirra
á meðal voru Adam Brody, Joseph Cross,
D.J. Cotrona, Mary Elizabeth Winstead
og Michael Angarano.
Myndin byggist á sívinsælum teikni-
myndasögum og mun skarta ofurhetj-
um eins og Súperman, Wonder Woman,
Batman, Flash og Aquaman. Samkvæmt
Hollywood Reporter voru engir búning-
ar eða annað í þá veru til taks í prufun-
um heldur þurftu þeir sem spreyttu sig
eingöngu að lesa handritið frammi fyrir
myndavélum og túlka tiltekinn karakter
eins og hann eða hún taldi nægilega gott
til að hreppa hnossið. Miller ku víst einn-
ig leggja mikla áherslu á að leikarar nái
vel saman og taki ekki síður mið af því.
Þá segir Hollywood Reporter að Miller
vilji helst ráða leikara í yngri kantinum
sem geti vaxið og dafnað í hlutverki sínu
því ætlunin sé að gera fleiri en eina og
fleiri en tvær myndir. Leikstjórinn stefn-
ir að því að gera upp hug sinn með leik-
aravalið í þessari viku.
Warner Bros. stendur að gerð mynd-
anna og er ætlunin að eyða háum fjár-
hæðum til að útkoman verði sem allra
best. Óvíst er hvenær hægt verður að
frumsýna fyrstu myndina.
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 200726 Bíó DV
Sofðu einu sinni hjá Chuck
og næsti maður sem þú hittir
er ást lífs þíns.
Brjálæðislega fyndin mynd!
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
14
16
12
16
14
16
14
14
GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10
THE KINGDOM kl. 8 - 10.10
HALLOWEEN kl. 6
SUPERBAD kl. 6
14
16
16
12
12
12
14
16
14
4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl. 5.40 - 8 - 10.15
EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl. 5.40 - 8 - 10.20
ALEXANDRA ENSKUR TEXTI kl. 10.15
HALLOWEEN kl. 8 - 10.30
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8
GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
GOOD LUCK CHUCK LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
HALLOWEEN kl. 8 - 10.25
SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30
SHOOT´EM UP kl. 10.20
HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4
THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar
- I. Þ. Film.is
- J. I. S. Film.is
“Skotheld skemmtun”
- T.S.K., Blaðið
�����
“H EIMA ER BEST”
- MBL
�����
“ ALG JÖRLEGA EINSTÖK”
- FBL
�����
“VÁ”
- B LAÐIÐ
�����
“ME Ð GÆSA HÚÐ AF
HRIFNIN GU”
- DV
�����
“SI GUR ROS HAVE
REINVENTED THE
ROCK FILM”
- Q
����
“SO BEAUTI FUL
ITS HYPNOTIC”
- EMPIRE
Dóri DNA - DV
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU
LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
Bölvun
eða
blessun?
GOOD LUCK CHUCK kl. 5.40 - 8 - 10.20
THE KINGDOM kl. 5.40 - 8 - 10.20
HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
- L.I.B. Topp5.is
- bara lúxus
Sími: 553 2075
THE KINGDOM kl. 5.45, 8 og 10.15 16
3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16
CHUCK & LARRY kl. 5.45, 8 og 10.15 12
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á
Bíódómur
Auf der Anderen Seite
„Ótrúlega falleg hvers-
dagsmynd og djöfull get-
ur hversdagurinn verið
magnaður.“
Leikstjóri: Fatih Akin Niðurstaða: HHHHH
1001 nótt
þýsk-tyrkja
Hin hliðin Litið er á
stöðu tyrkneskra
innflytjenda í Þýskalandi.
Flytur inn vændiskonu
Pabbi aðalsöguhetjunnar flytur
vændiskonu inn á heimilið.
Leikstjórinn George Miller hefur nóg að gera:
Inntökupróf fyrir ofurhetjumynd
George Miller Leikstjórinn vill helst
ráða leikara í yngri kantinum.