Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Side 27
Why Did I get Married? vinsælust Kvikmyndin Why Did I get Married? var vinsælasta myndin í kvikmynda- húsum vestanhafs um nýliðna helgi. Hún rakaði inn tæpum 22 milljónum dala, eða um 1,3 milljörðum króna, þessa fyrstu sýningarhelgi. Þessi rómantíska gamanmynd, sem Tyler Perry bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í ásamt Janet Jackson, skákaði þar með stjörnum prýddum myndum á borð við Michael Clayton og We Own the Night sem voru í 3. og 4. sæti aðsóknarlistans. Game Plan með Dwayne „The Rock“ Johnson í aðalhlutverki var í 2. sæti og fimmta sætið vermdi gamanmyndin The Heartbreak Kid með Charles Grodin og Cybill Shepherd. Steed Lord nýtur aukinna vinsælda: 43 þúsunD nIðurhöl á 5 DöguM Hljómsveitin Steed Lord hefur verið að gera góða hluti á Myspace- síðu sinni og netinu undanfarið. Nýlega settu þau nokkur ný lög inn á heimasíðuna, ásamt því að fá talsverða umfjöllun á hinum ýmsu bloggsíðum, og varð það til þess að nýjasta lag þeirra, Feel the Heat, var halað niður 43 þúsund sinnum á fimm dögum. Einnig hafa lögin Bucket Of Blood, þar sem Krummi í Mínus leggur hljómsveitinni lið, og Dirty Mutha, Dj Mehdi Remix fengið góða umfjöllun. Á næstu dögum gefur Steed Lord út Dirty Mutha EP en á henni er að finna helstu lög hljómsveit- arinnar ásamt remixum frá Dj Mehdi, Crookers, Mano og fleir- um. Þetta verður aðeins fáanlegt á netinu en plata í fullri lengd er svo væntanleg í byrjun næsta árs. Hljómsveitin gerði nýlega samning við X-Ray Touring í Bret- landi sem mun sjá um allar tón- leikabókanir fyrir Steed Lord. Það þykir fáheyrt að umboðsskrifstofa af þessari stærðargráðu taki að sér svona verkefni þegar hljómsveitir hafa lítið sem ekkert gefið út. Þess má geta að X-Ray sér um bókanir á hljómsveitum á borð við Black Eyed Peas, Blur, Nick Cave og Off- spring svo fátt eitt sé nefnt. Steed Lord er nú á fullu að und- irbúa sig fyrir Airwaves en hún kemur fram á Vice-kvöldinu ásamt Bonde Do Role og Chromeo á laug- ardagskvöldinu. Þá hyggjast þau frumflytja fullt af nýju efni og mun Krummi í Mínus taka lagið með þeim í Bucket Of Blood. 26. okt- óber er svo væntanleg fyrsta svo- kallaða fatalínan frá Steed Lord en hljómsveitarmeðlimir voru fengn- ir til að hanna prent fyrir fatnað á vegum fyrirtækisins H&M undir merkjum Divided. Línan verður fáanleg í yfir 50 löndum. Frægðarför Garðars Thórs Cortes um hinn vestræna heim stefnir nú í að ná nýjum hæðum. Ef að líkum læt- ur mun rödd hans nefnilega hljóma víða um Mið-Ameríku innnan nokk- urra vikna því Believer Music hefur gert samning við Sony BMG í Mex- íkó um útgáfu á Cortes, plötu Garð- ars Thórs, í þeim heimshluta. Platan kemur út fyrir jól í Mexíkó, Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala og Hondúras. Einnig hafa náðst samningar við portúgalska plötufyr- irtækið Vidisco sem mun gefa plöt- una út þar í landi. Platan hefur nú þegar komið út í Bretlandi og á Ís- landi og fengið góðar viðtökur. Fleiri lönd í bígerð „Við erum að vinna í útgáfusamn- ingum á nokkrum markaðssvæðum þessar vikurnar,“ segir Einar Bárðar- son, umboðsmaður Garðars Thórs. „Mið-Ameríka og Portúgal eru fyrstu samningarnir til undirritun- ar af nokkrum sem við ætlum okk- ur að klára fyrir jól. Við erum síðan í viðræðum við Warner Brothers í Skandinavíu og nokkur mismun- andi útgáfufyrirtæki fyrir Þýskaland og tengd lönd Þetta er búið að vera mikið og spennandi ár hjá Garð- ari og skemmtilegt að fylgja honum í þessu,“ segir umboðsmaðurinn frækni. Garðar Thór hefur sungið víða undanfarnar vikur og mánuði. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hefur hann sungið á ýmsum knatt- spyrnuleikvöngum Bretlandseyja, til að mynda Old Trafford, heima- velli Manchester United, og hinum fornfræga Wembley-leikvangi. Ný- verið söng Garðar svo á einleikstón- leikum í Barbican Centre sem SMJ Concerts, stærsti tónleikahaldari Bretlands, stóð fyrir. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem heldur ein- söngstónleika í þessu merka húsi en Diddú var sérstakur gestasöngvari á tónleikunum. Syngur fyrir Blair Og söngvarinn er á ferð og flugi þessa dagana því hann er í miðri tónleikaferð með Lessley Garret um Bretland sem hófst á laugardaginn. Garðar syngur svo í Singapúr í byrj- un nóvember en meðal gesta á þeim tónleikum verður Tony Blair, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands. Platan Cortes er ennþá inni á klass- íska sölulistanum í Bret- landi og á Íslandi er platan ennþá á topp 10 yfir mest seldu plötur landsins. Keyptu réttinn á nýjustu mynd spikes lee Franska dreifingarfyrirtækið TF1 hefur keypt dreifingarréttinn á nýjustu mynd Spikes Lee, Miracle at St. Anna, utan Bandaríkjanna og Ítalíu. Myndin gerist í síðari heimsstyrjöldinni og fjallar um orrustu sem háð var í þorpi einu í Toscana-héraði á Ítalíu þar sem ákveðin herdeild Bandaríkjamanna, sem eingöngu var skipuð blökkumönnum, og þorpsbúar börðust í sameiningu gegn hermönnum nasista. Tökur myndarinn- ar eru nýhafnar en hún er byggð á skáldsögu eftir James McBride sem einnig skrifaði handritið. langella og Diaz í hryll- ingsmynd Frank Langella og Cameron Diaz hafa tekið að sér aðalhlutverkin í hryllingsmyndinni The Box. Leikstjóri myndarinnar er Richard Kelly en hann leikstýrði meðal annars Donnie Darko og Southland Tales. Kelly skrifaði einnig handritið sem byggt er á smásögu eftir Richard Matheson. Tökur myndarinnar eiga að hefjast um miðjan nóvember, eða þegar Langella hefur lokið vinnu sinni við myndina Frost/Nixon. Garðar Thór Cortes nemur nú ný lönd: ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 2007DV Bíó 27 þýsk-tyrkja Steed Lord Fatalína hljómsveitarinnar kemur á markaðinn í lok október. Garðar Thór Cortes Nemur ný lönd á næstu vikum og mánuðum. Cortes gefinn út í mið-ameríku Einar Bárðarson „Við erum að vinna í útgáfusamningum á nokkrum markaðssvæðum þessar vikurnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.