Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Page 30
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen var hrók- ur alls fagnaðar á laugardags- kvöldið eftir skammarlegt tap Íslendinga gegn Lettum í und- ankeppni EM. Eiður var staddur á Vegamót- um þar sem hann var í villtum snúningi á gólfinu syngjandi með laginu Move Bitch Get Out of the Way eftir rapparann Lud- acris. Eiður gekk svo að plötu- snúðinum Dj Danna Deluxe og bað hann um óskalag. Lagið var ekkert annað en lagið Juicy með rapparanum Biggie Smalls og söng fyrirliðinn með af innlifun. n Strákarnir í hljómsveitinni Nýdanskri mega heldur betur una glaðir við sitt á tuttugu ára starfsafmæli hljómsveit- arinnar. Um helgina hófst sala miða á tónleika hljómsveit- arinnar í Borgarleikhúsinu í lok mánaðarins og hjá Leikfélagi Akureyrar 6. nóvember. Meira en helmingur miðanna seldist upp á tæpum tveimur sólar- hringum. En aðdáendanna bíð- ur fleira en tónleikaveisla því á leiðinni er safnplata sem inni- heldur líka tvö ný lög ... n Það var heldur betur handa- gangur í öskjunni síðastliðinn fimmtudag þegar meirihlutinn í borgarstjórn sprakk og nýr meiri- hluti var myndaður á mettíma. Fréttin kvisaðist út klukkan að verða þrjú og blaðamannafund- ur boðaður klukkan hálffimm. Hraðinn var feikilegur, fjöl- miðlamenn á hlaupum, þjóðina þurfti að upplýsa um gang mála. Fréttastofa Ríkisútvarpsins fór augljóslega ekki varhluta af lát- unum því fjögurfréttir fóru seinna í loftið en venjan er. Ekki er hægt að segja að seinkunin hafi verið mikil, kannski um hálf mínúta eða svo, en það telst til tíðinda á þeim bænum. Það heyrðist líka á meðan frétta- tíminn stóð yfir að mikið gekk á því dyr heyrðust opnast og lokast oftar en einu sinni. Og gott ef hinum fag- urraddaða og yfirvegaða Brodda Broddasyni lá ekki óvenju hátt rómur. Hver er konan? „Soffía er íþróttamanneskja.“ Hvaða áhugamál hefur þú? „Ég hef mikinn áhuga á borðtennis. Svo hef ég mjög gaman af því að fara í Hreyfingu í Faxafeni. Þar hjóla ég og geng á göngubretti á þriðjudögum og fimmtudögum.“ Hvað æfir þú þig oft? „Ég æfi tvisvar í viku, á mánudög- um og fimmtudögum. Svo æfi ég fót- bolta hjá Öspinni þannig að ég er í mörgum íþróttum.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi? „Mér finnst Reykjavík langflottust.“ Hvar í heiminum myndir þú vilja búa, ef ekki á Íslandi? „Einhvers staðar í útlöndum. Kannski í Danmörku eða Hollandi. Ég hef komið þangað og finnst það skemmtilegustu löndin.“ Á hvernig tónlist hlustar þú? „Ég hlusta á íslenska tónlist og enska. Mín uppáhaldshljómsveit er Á móti sól. Þeir eru svo flottir, Magni og félagar. Við Stjáni eigum nokkrar plöt- ur með þeim.“ Hver er uppáhaldssjónvarpsþátt- urinn þinn? „Ef ég mætti velja er það Nætur- vaktin sem er á sunnudögum. Mér finnst hún skemmtilegust.“ Hvernig er tilfinningin að vera heimsmeistari? „Hún er alveg frábær. Ég ætla að keppa aftur fyrir Íslands hönd en ég veit ekki hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir næst. Það er ekki alveg komið á hreint en ég er alls ekki hætt.“ Hvernig fannst þér að vera í Kína? „Það var mjög skemmtilegt. Það gekk svo vel að keppa. Ég varð heims- meistari í borðtennis í tvíliðaleik með Guðrúnu Ólafsdóttur. Svo var ég í þriðja sæti í tvenndarleik með Guð- mundi Hafsteinssyni og líka í þriðja sæti í einliðaleik. Ég fékk þrjá verð- launapeninga á mótinu og það var glæsilegt.“ Kom þér eitthvað á óvart í Kína? „Það var svo margt sem kom mér á óvart. Ég sá svo margt skemmtilegt. Það var gaman þegar Logi Bergmann kom út og tók viðtal við mig. Hann er mjög skemmtilegur og gaman að tala við hann. Svo talaði ég líka við Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er frændi minn og var þarna úti í Sjanghæ.“ Keyptir þú þér einhvern grip til minja um Kína? „Já, ég keypti mér ýmislegt enda var allt svo ódýrt. Ég ætlaði reyndar að kaupa mér könnur í Kína en ég fann þær ekki svo ég keypti þær bara á flug- vellinum í staðinn.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Ég ætla að halda áfram að aðstoða Stjána með útvarpsþáttinn sem hann er með á Reykjavík FM. Þar svara ég í síma og reyni að aðstoða hann eins og ég get.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx +2 4 xxxx xx xx xx xx xx xx +4 1 +1 4 +1 4 xx +3 7 xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +8 7 +9 4 xx +94 +71 xx xx xxxx xx xx xx +2 4 xx +2 1 +3 1 xx xx xx xx xx +97 +87 +51 -xx -xx MAÐUR DAGSINS vELtinGur reynir traustason skrifar. Kvótinn oG KriStinn Baráttumaðurinn Kristinn Pétursson á Bakkafirði hef-ur þurft að sjá á bak flest-um sínum jarðnesku eig- um á uppboð. Maðurinn sem hafði helgað þorpinu starfskrafta sína alla þurfti að kveðja staðinn slyppur og snauður. Fyrirtækið hans var slegið hæstbjóðanda og íbúðarhúsið líka. Eftir áratugastarf kvaddi hann þorp- ið sitt. Ástæða þessa er í grunninn einföld. Kvótakerfið sem gerði syni Alla ríka á Eskifirði svo ríka að þeir geta búið í vellystingum í London, kostaði Kristin allar hans eigur. Kristinn hefur barist gegn kvótakerfinu lengur en flestir aðrir. Hann hefur fært fram ótal rök gegn kerfinu og talið að það kostaði fjölda manns lífsafkomuna. Þessi afstaða Kristins hefur kallað yfir hann andúð ráðandi afla í samfé- laginu. Sú hagræðing andskotans sem kerfið kallar fram gerir ekki ráð fyrir að byggð haldist í smærri þorp- um. Hagkvæmni hinna stóru gildir og byggð skiptir engu máli fremur en fólk. Lífsbjörg Bakkfirðinga var fiskurinn í sjónum. nú mega fæstir róa til fiskjar og margir eru á fram- færi hins opinbera. Í stað þess að draga spriklandi fisk úr sjó og færa lífsbjörgina að landi svo fiskverka- fólk geti unnið úr úrvalshráefni ríkir nú aðgerðarleysi og vonleysið eitt á Bakkafirði. Það kann vel að vera að Kristni hafi sem burðarási í atvinnulífinu á Bakkafirði mistekist í rekstri sínum. Líklegt verður þó að telja að hann hafi þrjóskast við að spila með kvótakerf- inu. Hann fór af staðnum snauður en dæmi eru um annað. Á Flateyri kvaddi burðarásinn þorpið með rúman milljarð króna í úttroðnum vösum og settist að í Hafnarfirði. Eftir stóð þorpið í auðn rétt eins og á Bakkafirði. Það bendir því margt til þess að Kristinn hefði getað auðgast. En það er virðingarvert af honum að standa alltaf með þeirri sannfæringu sinni að fiskveiðar og vinnsla snúist um að fólk hafi vinnu fremur en að til verði sægreifar. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Ætla að keppa aftur fyrir Ísland Soffía Rúna Jensdóttir er nýlega komin heim frá Kína þar sem hún keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum fatlaðra. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til þrennra verðlauna í borðtenn- is en hún varð meðal annars heimsmeistari í tvíliðaleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.