Fréttatíminn - 28.03.2014, Qupperneq 2
Slökkvum ljósin á laugardagskvöld
Reykjavíkurborg tekur þátt í Jarðarstund
eða Earth hour í þriðja sinn með því að
kveikja ekki götuljósin í borginni fyrr en
kl. 21.30 laugardaginn 29. mars 2014.
Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisvið-
burður sjálfboðaliðasamtakanna World
Wildlife Fund sem 7.000 þúsund borgir í
150 löndum taka þátt í. Margir hafa hug-
ann við hlýnun jarðar af mannavöldum
og þau áhrif sem meðal annars birtast í
náttúruhamförum eins og ofsaveðri.
Reykjavíkurborg hvetur um leið alla sem
hafa forræði yfir upplýstum byggingum
í borginni til að slökkva á lýsingunni
þessa klukkustund svo fólk geti notið
stundarinnar betur. Vitað er að ráð-
húsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og
aðalbygging Háskóla Íslands verða ekki
upplýst.
Kjörið tækifæri myndast í hverfum
borgarinnar til að leggja málefninu lið
og hvetur Reykjavíkurborg fjölskyldur til
að taka þátt með því að ræða saman við
kertaljós hvernig þær geti lagt Jörðinni
lið með breyttri hegðun, til dæmis breytt-
um samgönguvenjum, bættri flokkun við
endurvinnslu, dregið úr umbúðum og
aukið sparneytni í orkumálum. -eh
12 ný störf á Akureyri
Ný verslun Lindex verður opnuð á
Glerártorgi á Akureyri í ágúst, sú þriðja á
Íslandi. Samningur þess efnis hefur verið
undirritaður af hálfu Eikar fasteignafélags
og forráðamanna Lindex.
Lindex er ein stærsta tískufatakeðja
Norður Evrópu með nærri 500 verslanir í
16 löndum. Gera má ráð fyrir að um 12 ný
störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina
á Akureyri.
„Þetta er okkar þriðja Lindex verslun á
Íslandi og við erum öll full tilhökkunar að
bjóða okkar tísku- og barnafatnað nýju við-
skiptavinum okkar í höfuðstað norðursins,
sjáumst í ágúst!“ segir Johan Isacsson,
yfirmaður umboðsmála hjá Lindex, í til-
kynningu en hinar tvær eru í Smáralind og
Kringlunni þar sem aðeins er boðið upp á
barnaföt.
Verslunin á Glerártorgi verður 470 fer-
metrar, staðsett í norðurhluta Glerártorgs
og mun bjóða allar þrjár meginvörulínur
Lindex. -eh
Skuldalækkun eykur
neyslu segir ASÍ
Skuldalækkunin, sem ríkisstjórnin kynnti
í fyrradag, eykur ráðstöfunartekjur og
hreina eign heimilanna og leiðir líklega til
aukinnar neyslu, segir ASÍ í nýrri hagspá.
„Aðgerðinni nú er ætlað að ná til fjölda
heimila sem hvorki eru í skulda- né
greiðsluvanda og því má búast við að þau
heimili nýti sér það svigrúm, sem aðgerðin
skapar þeim, til að auka neyslu sína," segir
ASÍ.
Í spánni segir að framundan sé ágætur
hagvöxtur, 3,2-3,5% á ári fram til 2016
en vöxturinn byggist í of miklum mæli á
neyslu en ekki verðmætasköpun.
Menntun Verkfall kennara hefur staðið í tólf daga og ekkert Miðar í ViðræðuM
Meira brottfall í verkföllum á vorin
„Við sáum fleiri fara frá í verkfallinu 1995
heldur en árið 2000 og þá misstum við
líka mikið af starfsfólki. Margir kennarar
hættu í því verkfalli,” segir Yngvi Péturs-
son, rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Verkfall framhaldsskólakennara hef-
ur nú staðið í tólf daga og ekkert miðar
í kjaraviðræðum kennara og ríkisins.
Margir hafa áhyggjur af því að fram-
haldsskólanemendur muni hverfa frá
námi dragist verkfallið á langinn.
Síðasta verkfall kennara í framhalds-
skólum var haustið 2000 og stóð yfir frá
7. nóvember til 7. janúar. Að sögn Yngva
voru 742 nemendur skráðir í MR
þegar verkfallið hófst og 726
nemendur skiluðu sér til prófa
vorið eftir. Því hafa 16 nemendur
hætt í skólanum, hvort sem þeir
hafa hætt námi, farið í aðra skóla
eða farið til útlanda í skiptinám,
en skólinn hefur ekki upplýsing-
ar um það.
Árið 1995 boðuðu framhalds-
skólakennarar til verkfalls 17.
febrúar og stóð það í sex vikur.
Í upphafi skólaárs voru innrit-
aðir nemendur í MR 929 talsins en 905
nemendur luku prófi. Því hafa
24 nemendur ekki lokið árinu.
Hafa ber þó í huga að verk-
fallið 2000 var haustverkfall
sem stóð ekki yfir um vorpróf
og hafði því minni áhrif á náms-
framvindu nemenda í bekkjar-
kerfi, sem gera ekki upp hverja
önn, heldur hvert ár.
Yngvi Pétursson rektor seg-
ir að erfitt sé að meta brottfall
verkfallsins 2000 vegna þessa
en minnist þess að brottfallið
hafi verið meira í vorverkföllum. -hh
Þúsundir framhaldsskólanema eru í óvissu vegna verkfalls kenn-
ara. Yngvi Pétursson rektor í MR segir að fleiri nemendur hafi
hætt námi árið 1995 en árið 2000, en fyrra verkfallið var að vori
til. Ljósmynd/Hari
Yngvi Pétursson,
rektor Menntaskól-
ans í Reykjavík.
f oreldrum átta ára stúlku brá heldur betur í brún þegar þeim barst 85.000 króna reikningur
frá Appstore. Í ljós kom að dóttir þeirra,
sem hafði leikið sér í iPad fjölskyld-
unnar, hafði sér óafvitandi verslað fyrir
háar upphæðir í gegnum leiki á netinu.
Leikirnir sem um ræðir eru Monster
Legends og Pet Shop Story og eru hann-
aðir þannig að reglulega býðst leik-
manni sá kostur að kaupa aukahluti eins
og gimsteina og demanta til að öðlast
meiri krafta eða fleiri stig og komast á
hærri borð.
„Það eru bara þessir tveir leikir sem
haga sér svona svo ég viti,“ segir Krist-
björg Richter móðir stúlkunnar. „Hér á
bæ hafa ógrynni leikja verið prófaðir og
aldrei hef ég lent í öðru eins. Það þarf
ekki einu sinni að setja lykilorð til að
kaupa hluti í þessum leikjum.“ Kristbjörg
taldi sig vissa um að hafa lokað fyrir þá
valmöguleika að geta verslað í gegnum
leiki á netinu. „Ég prófaði þetta sjálf og
komst að raun um hvað þetta er auðvelt.
Það þarf ekki annað en að ýta á glans-
andi demanta og þá ertu búin að versla
fyrir kannski 8.000 krónur. Annars var
ég aðallega að spá í því að loka fyrir
bannaðar síður og að ókunnugir gætu
sett sig í samband við hana í gegnum
leiki og þess háttar,“ segir Kristbjörg
sem finnst svona gróðastarfsemi dansa á
velsæmismörkunum. „Þetta í raun bara
glæpsamlegt.“
Samkvæmt upplýsingum frá Maclandi
þarf að setja inn lykilorð áður en verslað
er í Appstore, en lykilorðið dugar í 15
mínútur og á þeim tíma er hægt að versla
fyrir háar upphæðir því fjársjóðirnir í
leikjunum kosta frá 4 dollurum upp í 56
dollara. Ansi háar upphæðir geta því
horfið á skömmum tíma í leikjum á net-
inu. Starfsmenn Maclands benda foreldr-
um á að ef slík tilfelli komi upp sé hægt
að tilkynna það til Appstore og biðja í
kjölfarið um endurgreiðslu frá Apple.
Einnig bendir Macland foreldrum á
að hægt er að loka fyrir viðbótarkaup í
gegnum hverskyns smáforrit (öpp) með
því að fara í stillingar (settings) og þaðan
í almennt (general) og þaðan í takmark-
anir (restrictions). Þaðan er svo hægt að
loka fyrir verslun innan smáforrita (in
app purchases).
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn
tölVuleikir stúlka keypti óVart aukahluti í tölVuleikjuM
Fengu 85 þúsund króna
reikning vegna leikja á iPad
Grunlausir foreldar fengu 85.000 króna reikning frá Appstore eftir að dóttir þeirra keypti
óafvitandi rándýra fjársjóði í leikjunum Monster Legends og Pet Shop Story.
Það þarf
ekki annað
en að líta á
glansandi
demanta
og þá ertu
búin að
versla fyrir
kannski
8.000
krónur.
Pet Shop Story leikurinn er mjög
vinsæll en þar geta börn eytt háum
upphæðum ef ekki er lokað fyrir vissa
valmöguleika innan stillinga tölvunnar.
2 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014