Fréttatíminn - 28.03.2014, Qupperneq 6
Fjölmiðlar Herdubreid.is, nýr veFmiðill á gömlum grunni, Fór í loFtið í gær
Þetta mun
verða einn
af þátt-
unum sem
ýta gengi
krónunnar
niður.
eFnaHagsmál Hvað þýðir aFlabrestur á loðnu Fyrir líFskjörin?
Hagvöxtur tæpu
prósenti minni en ella
Fimmtán milljarðar króna tapast úr íslenska hagkerfinu vegna þess
hve loðnuveiðar gengu illa þetta árið. Mikið tap en engin katastrófa,
segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur.
H agvöxtur í ár verður tæpu prósenti minni en ella vegna þess
hve lítið veiddist af loðnu á
þessari vertíð. Samdrátturinn
frá síðasta ári nemur um
231.000 tonnum. Vegna þess
eru útflutningsverðmæti frá
Íslandi 15 milljörðum króna
minni en í fyrra, segir Daði
Már Kristófersson, dósent
í auðlindahagfræði við Há-
skóla Íslands. Samdrátturinn
nemur álíka fjárhæð og allur
rekstrarkostnaður Háskóla
Íslands í eitt ár. „Ef hagvöxtur
á að vera 3% þarf tapið að
vegast upp með öðrum hætti og eitt-
hvað annað þarf að koma í staðinn fyrir
loðnuna.“
Það er ekki nýtt að loðnuveiði
bregðist; það hafa löngum verið meiri
sveiflur í veiðum á henni en öðrum
tegundum sem nýttar eru hér við
land. Síðast varð aflabrestur á loðnu
árið 2009. Vertíðin það árið varð sú
lélegasta undanfarin 30 ár. Vertíðin í ár
er sú næstlélegasta á því tímabili. Hver
verða áhrifin af þessum aflabresti á
lífskjör fólks í landinu – annarra en sjó-
manna og þeirra sem tengjast starf-
seminni beint?
„Þetta hafa verið mjög ábatasamar
veiðar og við getum sagt að stuðli að
þvi að rýra lífskjörin en um-
fangið er nú ekki mjög mikið.
Við erum ekki að tala um
neina katastrófu,“ segir Daði
Már. Samanborið við tekjur
af þorskveiðum séu loðnu-
veiðarnar ekki mjög þýðing-
armiklar, „en 15 milljarðar
eru miklir peningar og þetta
hefur mikil áhrif.“
„Þetta mun verða einn af
þáttunum sem ýta gengi
krónunnar niður,“ segir
Daði Már. Hann segir að
gengisáhrifin verði þó ekki
mikil en eins og kunnugt
er myndast verð krónunnar
ekki á markaði heldur er það ákveðið
af Seðlabankanum innan gjaldeyris-
hafta. Þetta sé einn af fleiri þáttum
sem stuðli að veikingu gengisins en
aðrir þættir haldi verðinu uppi.
Það er hins vegar enginn vafi á
því að aflabresturinn hefur mikil
áhrif á tekjur sjómanna, verkafólks,
netagerðarmanna og ýmissa iðnaðar-
manna og þjónustufyrirtækja, að
ógleymdum útgerðarfyrirtækjum en
loðnuveiðar eru meðal ábatasömustu
veiða sem hér eru stundaðar þegar vel
gengur.
Pétur Gunnarsson
petur@frettatiminn.is
Daði Már Krist-
ófersson, dósent í
auðlindahagfræði, og
forseti félagsvísinda-
sviðs HÍ.
Loðnan er þýðingarmikil
útflutningsafurð fyrir efna-
hagslífið. Fimmtán milljarðar
tapast úr hagkerfinu í ár
vegna lélegrar loðnuvertíðar.
Spegla samfélagið í vel skrifuðum texta
Nýr vefmiðill leit dagsins ljós í gær-
morgun, herdubreid.is, og er byggður
á grunni samnefnds tímarits, sem Karl
Th. Birgisson, gaf út áður fyrr.
Karl er eigandi og ritstjóri og segir
í pistli sem fylgir vefnum úr hlaði að
hlutverk vefmiðilsins sé að „spegla sam-
tíma okkar og samfélag í vel skrifuðum
texta. Hið „pólitíska“ erindi er að stuðla
að eðlilegu samfélagi og þykir víst sum-
um nóg færst í fang.“
Karl segir í samtali við Fréttatímann
að vefurinn verði uppfærður oft á dag
og ekki bara með fréttum. Hann seg-
Karl Th.
Birgisson er
kominn með
nýjan vefmiðil,
herdubreid.is.
ist ekki ætla sér í samkeppni við Vísi
og Pressuna og slíka miðla. „Efnis-
tök Herðubreiðar verða allt önnur. Við
erum ekki í hefðbundnum fréttaskrif-
um, til þess eru nógu margir miðlar
nú þegar. Við ætlum frekar að endur-
spegla samfélagið og samtíma okkar,
eins og Herðubreið hefur alltaf gert.
Þar þykir okkur vera stórt ófyllt pláss
á markaðnum. En þótt við látum aðra
um gusugang og upphrópanir dags-
ins þýðir það ekki að við látum okkur
dægurmál ekki skipta. Þvert á móti, en
Herðubreið fjallar um þau með sínum
hætti, vonandi með hæfilegum skammti
af húmor líka.“
Spurður um starfsmannahald, eigend-
ur og fjármögnun segir Karl: „Ritstjórn-
arskrifum sinni ég einn, en þarna er
stór hópur öflugra penna, um 30 manns
í upphafi og fer stækkandi. Útgefandi
er Nýtt land, útgáfufélag í minni eigu.
Fjármögnun er engin, aðeins vinnufram-
lag mitt og margra fleiri sem eru áhuga-
samir um verkefnið. Við seljum auglýs-
ingar á vefinn, sem vonandi verður til
þess að einhvern tíma verður hægt að
greiða laun.“ -pg
Veitir þér
stuðning á
rétta staði
líkamans
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477
Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16
REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍsAfJöRðUR
Heilsudýnan
sem styður svo
vel við þig
að þér
finnst
þú
svífa
Gerðu kröfur
TEMPUR® stenst þær!
6 fréttir Helgin 28.-30. mars 2014