Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 28.03.2014, Qupperneq 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Einn maður stundar veiðar á stórhvelum við Ís- landsstrendur: Kristján Loftsson. Það gerir hann hins vegar með stuðningi heillar þjóðar og í um- boði ríkisstjórnarinnar í krafti auðs og tengsla. Einn maður. Sem með áhugamáli sínu skaðar orðspor heillar þjóðar. Okkur Íslendingum er líkt við þjóðir sem drepa fíla vegna ásóknar í fílabein. Myndum við samþykkja það að hér væru drepnir villtir fílar hvort sem þeir væru í útrým- ingarhættu eða ekki? Hvað sem okkur finnst um hvalveiðar – og ágreininginn um hvort þeir séu í útrýming- arhættu eður ei – þá erum við hluti af samfélagi þjóðanna. Hafið í kringum landið okkar blandast öðrum heimshöfum. Hvalirnir okkar synda um alla heimskringluna á langri ævi sinni – en eru drepnir hér. Hvaða rétt höfum við á því? Hvers vegna lútum við ekki alþjóðasamningum og almannavilja? Hvers vegna gilda ekki sömu reglur um okkur Íslendinga og aðra? Snýst þetta mál – eins og svo mörg önnur – um „rétt“ okkar Íslendinga, „þjóðarréttindi“, „sjálf- stæði“, „eigin ákvörðunarrétt“ og að láta ekki „kúga“ okkur? Hvers vegna þurfum við alltaf að vera svona þversum? Og það sérstaklega í máli sem skiptir nákvæmlega engu máli í stóra sam- henginu? Við höfum engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ef Kristján Loftsson hefði ekki þann óslökkvandi áhuga á hvalveiðum sem hann virð- ist hafa, væru hér einfaldlega ekki stundaðar veiðar á stórhvelum. Enginn hefur sýnt þeim áhuga utan Kristjáns. Hér er því heil þjóð í stríði við umheiminn til að gæta þess að einn maður geti leikið sér að því að skjóta stærstu spendýr jarðar. Við erum reyndar ekki eina þjóðin sem stundar hvalveiðar. En hvað varðar það okkur? Mamma mín sagði stundum við mig þegar ég var lítil og ég var að afsaka mig yfir einhverju sem ég hafði gert af mér á þeim forsendum að aðrir hefðu gert það líka: „Myndir þú éta skít ef aðrir ætu skít?“ Það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við höfum engar ástæður, engar afsakanir, til að halda áfram hvalveiðum. Þó svo að við séum ekki sammála sjónarmiðum hvalfriðunarsinna getum við samt haft samúð með þeim. Við get- um sett okkur í þeirra spor. Hvalveiðar okkar Íslendinga eru algjörlega tilgangslausar – það er meginatriðið. Við höfum enga ástæðu til þess að berjast fyrir réttindum okkar (hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki) – því enginn nema Kristján Loftsson hefur áhuga á að nýta sér þau. Heilu herferðirnar eru í gangi víða um heim, gegn íslenskum sjávarafurðum í Bandaríkjunum, gegn heimsóknum túrista til Íslands og þar fram eftir götunum. Ekki er ljóst hversu skaðlegar þær reynist – eða hvort þær skaði okkur yfir höfuð – en víst er að gott væri að vera án þeirra. Ferðamálayfirvöld telja hvalveiðar Íslendinga skaða ímynd landsins – og fyrir það eitt ættum við að hætta þeim. Ein stærsta útflutningsgrein okkar er túrismi. Við höfum lagt mikla fyrirhöfn í að byggja hér upp túrisma undanfarna áratugi með því að aug- lýsa að hér sé að finna samfélag sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum í góðu samspili við hreina og óspjallaða náttúru. Hingað kemur fólk einmitt til að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Eitt af því eru hvalirnir. Æ fleiri hafa lifibrauð af hvalaskoðunum ferðamanna – rétt eins og að fjöldi fólks lifir á því að ferja túrista á Gullfoss og Geysi. Áhugamál Kristjáns Loftsson hefur áhrif á orðspor þjóðarinnar Hvalveiðar eins manns Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Roma hornsófi 2H2 Basel sófasett 3+1+1 Rín tungusófi * í völdum áklæðum hefjast 31. mars og 1. apríl 4 vikna námskeið Ný námskeið N ý ná m sk ei ð Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is 60 ára og eldri: Í form fyrir golfið Sérhæfð þjálfun fyrir golfara Þri. og fim. kl. 11:10 og 12:10. Jóga Þri. og fim. kl. 12:00. Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30. Kvennaleikfimi Gamla góða leikfimin fyrir konur Mán., mið. og föst. kl. 16:30. Morgunþrek Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00 Leikfimi 60+ Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Þri. og fim. kl. 10:00. Zumba Gold 60+ Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. 14 viðhorf Helgin 28.-30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.