Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 16

Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 16
Samkvæmt nýjum dómi þarf barn að ganga í tvo leikskóla, gegn vilja annars foreldris Hagur barnsins er ofar foreldrajafnrétti Á síðustu misserum hefur aukist að sveitarfélög fái beiðnir frá foreldrum, sem ekki eru í sam- vistum og búa ekki í sama sveitarfélagi en fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum, um að börnin fái leik- skólavist í tveimur leikskólum samtímis. Þegar beiðnirnar koma frá sjálfum for- eldrunum má gefa sér að þeir séu sammála um þá leið og séu tilbúnir til að vinna að því að lágmarka rask fyrir barnið og að aðstæður þeirra sjálfra séu þannig að hag barnsins sé best borgið með þessu fyrir- komulagi. Samband íslenskra sveitar- félaga fékk formlega beiðni frá Reykjavíkurborg um að taka málið til umfjöllunar og á síðasta ári lagði sambandið fram leiðbeinandi álit vegna tvöfaldrar leikskólavistar. Í þessu áliti er lögð áhersla á að hagur barnsins vegi þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra, og bent á að það sé ennfremur andi íslenskra barnalaga. Þar segir ennfremur að jöfn búseta til skiptis hjá foreldrum geti „...þjónað hagsmunum barnsins svo framarlega sem foreldrar hafi náið samstarf og sam- stöðu um að ekki verði veruleg röskun á högum barns, til dæmis hvað skóla- göngu varðar.” Í Fréttatímanum í dag er fjallað um mál barns sem þarf að ganga í tvo leik- skóla, ekki vegna þess að foreldrar kom- ust að þeirri sameiginlegri niðurstöðu að það væri best fyrir barnið, heldur af því að niðurstaða héraðsdómstóls var sú að barnið skyldi dveljast viku og viku hjá sitthvoru foreldrinu sem búa í sitthvoru sveitarfélaginu og ganga í tvo leikskóla. Ef við skoðum þetta í stóra sam- henginu, ekki endilega bundið við þetta einstaka mál, þá má sannarlega setja spurningarmerki við að dómstólar láti ósamstíga foreldra skipta lífi barns síns á milli tveggja heima, viku og viku. Eins og Hrefna Friðriksdóttur, dósent í fjöl- skyldu- og erfðarétti, bendir á er leik- skóli fyrsta skólastigið og hver leikskóli mótar sína eigin stefnu. Í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga er einnig tekið fram að sterk vináttutengsl myndast almennt milli barna á aldrinum þriggja til fjögurra ára og því skipti miklu að börn geti þroskað þá hæfileika í öruggu leikskólaumhverfi með sama félagahópi, auk þess sem daglegar venjur og stöðug- leiki séu mikilvæg í lífi ungra barna. Í því dómsmáli, sem er fjallað um í blaðinu, var kallaður til dómskvaddur matsmaður sem komst að þeirri niður- stöðu að báðir foreldrar væru hæfir og gætu vel sinnt þörfum barnsins, og að ekkert ætti að standa í vegi fyrir umgengni viku og viku. Þetta er niður- staðan þrátt fyrir að aðeins annað foreldrið telur það raunhæfan kost að barnið gangi í tvo leikskóla en hinu foreldrinu finnst það of mikið rask fyrir barnið. Þá vekur það óneitan- lega athygli að samkvæmt dómi skal umgengnin breytast þegar grunnskóla- ganga hefst og þykir þá ekki lengur sjálfsagt að barnið dvelji viku og viku hjá hvoru foreldri, aðra vikuna á höfuð- borgarsvæðinu og hina vikuna úti á landi. Samfélag okkar er að breytast og í auknum mæli taka foreldrar jafna ábyrgð á börnum sínum þó að þeir slíti samvistum, og samhliða því þykir sjaldnast lengur tiltökumál að barn sé viku hjá öðru foreldri og viku hjá hinu. Það sem samstíga foreldrar reyna yfir- leitt að gera til að þetta gangi betur er að halda heimili það nálægt hvort öðru að það sé ekki vandamál að barnið sé á einum leikskóla. Auðvitað er ekki alltaf hægt að koma slíku við en þá þurfa foreldrar að geta sett sjálfa sig í annað sætið og barnið í forgang. Þetta snýst aldrei um foreldrajafnrétti, þetta snýst um hag barnsins. Hollir ávaxta- og grænmetisdrykkir með safapressunni frá SOLIS SOLIS SAFAPRESSAN VINSÆLA AEG TÖFRASPROTI MEÐ AUKAHLUTUM Dásamlegt verkfæri í öll alvöru eldhús EÐAL POTTAR OG PÖNNUR ACTIFRY Tryggir holla og næringaríka eldamennsku Nýtt snilldartæki í eldhúsið Fallegur borðbúnaður Hnífaparasett úr burstuðu stáli FÆST Í ÁTTA LITUM Ankarsrum® Original matvinnsluvélin - er lífstíðareign TÖKUM VEL Á MÓTI VÆNTANLEGUM BRÚÐHJÓNUM OG STOFNUM BRÚÐARGJAFALISTA Í ÞEIRRA NAFNI Frábært úrval AEG heimilistækja Jamie Oliver ÍTALSKT ESPRESSÓ Beint í bollann og ilmandi ferskt TÆR SNILLD Hágæða stálhnífar í eldhúsið – úrval af úrvalshnífum Gjafakort frá Ormsson er mjög góð gjöf! LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · www.ormsson.isV ER S L A N I R O G U M B O Ð S M E N N U M L A N D A L LT  Vikan sem Var Þvílík lykt! Þau eru víst mjög hænd hvort að öðru og hann hefur fundið lyktina af eiganda sínum og reynir þá auðvitað að finna hana. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu lýsir því hvernig hundurinn Sámur fann Dorrit Moussaieff forsetafrú sem hafði verið grafin í fönn. Forsetahjónin tóku þátt í æfingu Lands- bjargar á Hólmavík. Það er einmitt það Íslendingar fyllast bjartsýni á horfur í efnahagsmálum, enda rík ástæða til. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að landið sé að rísa á Facebook. Af hverju leggurðu þá ekki inn á fólk? Svo virðist umsóknar- ferlið vera auðveldara en að panta sér pizzu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson var ánægður með skuldalækkunartillög- urnar á Facebook-síðu sinni. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll 16 viðhorf Helgin 28.-30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.