Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 18

Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 18
Við verðum að hjálpa fólki sem glímir við fátækt, með því að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálf. Það er ekki nóg að senda pen- inga. Þ egar Anna Elísabet Ólafs-dóttir kom fyrst til Afríku heillaðist hún gjörsamlega af landi og þjóð. Hún segir erfitt að útskýra með orðum hvað það sé nákvæmlega sem heillaði hana en landið segir hún vera eitt stórt ævintýri. Að koma heim til Önnu er líka ævintýri út af fyrir sig. Strax við útidyrahurðina verður maður þess var að heimilisfólkið hefur verið í Afríku. Litríkir og fagurlega skreyttir munir prýða veggina og afrískar styttur, efni og körfur grípa athyglina hvert sem litið er. Fílar eyðilögðu uppskeruna Í Tansaníu eiga hjónin fyrirtæki ásamt tansanískum vini sínum. Fyrirtækið var stofnað til að halda utan um rekstur bóndabæjar sem Menntun er grundvöllur sterks samfélags Anna Elísabet Ólafsdóttir er nýr aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst. Að mennta fólk er ein af hennar ástríðum í lífinu og menntun segir hún vera horn- stein allra samfélaga. En það er ekki bara menntun á Íslandi sem heillar hana heldur á hún á sér aðra ástríðu, framþróun í Tansaníu. Þar hefur hún auk þess að stofna leikskóla, unnið að rannsóknum á þróunar- hjálp og áhrifum stjórnunar­ hátta, rekið búgarð og stofnað ferðaþjónustu meðfram því að byggja upp ræktun á makedóníuhnetum í samstarfi við bændurna á svæðinu. þau eiga. Þar reka þau ferðaþjónustu auk þess að rækta ávexti og grænmeti. „Langstærsti hluti landsins fer undir maísræktun, en auk þess erum við með avocado, appelsínur, mango og ástar- aldin. Við vorum dálítið óheppin í fyrra því þá komu fílar inn á landið sem tróðu niður girðinguna og átu stóran hluta af bananaplöntunum okkar,“ segir Anna hlæjandi en bætir því við að það hafi nú kostað sitt þar sem ekki sé hægt að tryggja sig fyrir heimsókn fíla, en um- hverfis býlið, sem stendur rétt utan við eldgíginn Ngorongoro og á leiðinni inn í Seringeti þjóðgarðinn, er ótrúlega fjöl- breytt dýralíf. „Ástríðuávöxturinn er minn uppá- haldsávöxtur en svo erum við líka með kaffi og makademíuhnetur. Þær eru, fyrir utan að vera ofsalega bragðgóðar og hollar, einar dýrustu hnetur í heimi. Svo ég hugsaði með mér að ef okkur tækist að rækta makademíutré þá yrði það góður kostur fyrir bændurna á svæðinu, en helmingur þeirra lifir undir fátækramörkum.“ Heilluð af Tansaníu Eftir fyrsta ferðalag fjölskyldunnar til Tansaníu árið 2005 var ekki aftur snú- ið. „Það er svo margt sem heillar þar. Fólkið er ofsalega fallegt og gott, allir taka manni opnum örmum. Svo er dýralífið algjörlega einstakt. Hvergi í heiminum get- ur þú keyrt um þjóðgarð eins og Serengeti og horft t.d. á ljónin veiða zebrahesta og fíla ganga um með ungana sína. Og þetta er ekki dýragarður heldur er þetta lífið sjálft,“ segir Anna snortin og það er augljóst að hún er algjörlega heilluð af landinu. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég hef sofið í tjaldi í Serengeti og hlustað á ljón og hýenur og apa skottast í kringum tjaldið. Ef maður heillast ekki af þessu þá veit ég nú bara ekki af hverju maður ætti að heillast,“ segir Anna og í sama mund kemur Resty færandi hendi með engiferte að tansanískum sið. Resty er vinkona Önnu sem býr hjá fjöl- skyldunni í vetur, en hún hefur unnið á bóndabænum. „Resty sér um hluta af rekstri ferðaþjónustunnar en stefnan er að hún taki við stórum hluta vinnu Önnu þar sem Anna er önnum kafin á Íslandi eins og er. „Við Resty kynntumst fyrir mörgum árum í gegnum pabba hennar sem var að hjálpa mér við að rækta upp landið, en hann er land- búnaðarráðunautur í þorpinu okkar, Bashay. Ég hef verið með mikið af tansanískum karl- mönnum í vinnu en þegar mig svo vantaði aðstoðarmanneskju á bóndabænum þá vildi ég endilega ráða Resty. Þá var hún í skóla þar sem er kennt ýmislegt sem viðkemur ferða- þjónustu en þegar hún lauk náminu sótti hún um vinnu hjá mér.“ Resty segist sjálf vera sérstaklega hrifin af Íslandi, þrátt fyrir myrkrið og kuldann. Hún er þakklát fyrir þau tækifæri sem hún fær hér til að mennta sig, en Verslunarskólinn og Háskólinn á Bifröst hafa leyft henni að sitja tíma í íslensku, ensku, tölvum og bókhaldi auk annarrar þjálfunar. Menntunin mun nýt- ast henni í starfinu úti, en fyrir aðeins ári síðan hafði hún aldrei notað tölvu. Hjálpum þeim að hjálpa sér sjálf Á þeim tíma sem Anna var að stofna ferða- þjónustu í Tansaníu vann hún við rannsóknir í Afríku, meðal annars á áhrifum þróunar- hjálpar. „Þegar ég var búin með doktorinn í lýðheilsufræðum þá langaði mig að vera í einhvern tíma í Tansaníu. Svo ég réð mig til starfa starfa hjá Ifakara Health Institute. Þar var eitt af mínum aðalverkefnum að meta Opnun barnaheimilisins í Bashay sem var byggt fyrir söfnunarfé frá Íslandi. Anna og Resty, sem nú dvelur hjá Önnu, urðu góðar vinkonur í Tansaníu. Hér eru þær að elda heima hjá Resty. 18 viðtal Helgin 28.­30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.