Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 22
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá
árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu
hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg,
frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með
örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna.
Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða
bara einn og sér.
www.odalsostar.is
ÓÐALSOSTUR
TIGNARLEGUR
Skagfirski
ráðherrann
Fyrir tæpu ári
varð Gunnar
Bragi Sveins-
son utanríkis-
ráðherra. Bak-
grunnur hans í
pólitík er fyrir
norðan en fyrir
hvað stendur
Gunnar Bragi?
Fréttatíminn
kynnti sér líf
og störf þessa
umtalaða
manns. Á
afrekaskránni
er meðal annars
pylsusala og
tónleikaferðalög
með Geirmundi
Valtýssyni.
F ramganga Gunnars Braga Sveins-sonar utanríkisráðherra undan-farið í málefnum Úkraínu og
Rússlands hefur vakið athygli. Nefnt er
að hann hafi sýnt ákveðni og sent skýr
skilaboð um að hann ætli að stýra utan-
ríkisstefnu landsins sama hvað forsetinn
gerir eða segir. Slík staðfesta hefur ekki
alltaf einkennt störf hans. Á flokksþingi
Framsóknarflokksins árið 2009 var hann
einn af aðalhöfundum ályktunar um Evr-
ópusambandsviðræður en ári síðar lagði
hann til að Alþingi drægi umsóknina til
baka sem hann ítrekaði svo aftur á þingi í
febrúar síðastliðnum.
Skapmikill en fljótur niður aftur
Styrkur Gunnars Braga felst í því að
hann er kraftmikill, duglegur og fús að
tileinka sér nýja hluti. „Hann er skap-
maður, reiðist auðveldlega en er fljótur
niður aftur,“ segir þingmaður úr stjórnar-
liðinu. „Hann er tilfinningasamur maður
en þú veist alltaf hvar þú hefur hann.
Hann er hreinn og beinn sem getur kom-
ið illa við suma,“ segir sá sami. Reynslu-
leysi Gunnar sem utanríkisráðherra og
þekkingaskortur á málaflokknum er
talinn hans helsti veikleiki.
Umtöluð ferð til Kænugarðs
Egill Helgason skrifaði á Eyjunni að
Gunnar Bragi hafi sýnt forystutilburði:
„Gunnar Bragi drífur sig til Úkraínu,
talar við heimamenn, sýnir þeim stuðn-
ing í baráttunni fyrir lýðræði og gegn
yfirgangi og spillingu.“ Ferðin var fyrst
og fremst táknræn en aðrir sáu þetta
sem ferð í kynningarskyni á ráðherr-
anum. Hann hitti utanríkisráðherra
bráðabirgðastjórnarinnar, mannrétt-
indasamtök, fulltrúa mómælenda og
þingmenn Héraðsflokksins, liðsmenn
Viktors Janukovits, fráfarandi forseta
landsins og orkumálaráðherrans fyrr-
verandi sem var handtekinn eftir að 42
kíló af gulli og tvær milljónir bandarískra
dollara fundust heima hjá honum. Málin
ytra eru flókin en spyrja má hvort að
Gunnar Bragi hafi rætt við þá sem mestu
máli skipta.
Málar ESB dökkum litum
Gunnar hefur lýst því yfir að Ísland styðji
þvingunaraðgerðir ESB og Bandaríkj-
anna og verði með í eftirliti Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu.
Hann er þó þekktur fyrir að nota öll
tækifæri til að mála ESB dökkum litum.
Í febrúar voru mjög umdeild ummæli
höfð eftir Gunnari: „Í kjölfar ákvörðunar
úkraínskra stjórnvalda um að skrifa ekki
undir viðskiptasamkomulag við ESB,
brutust út mótmæli í Kænugarði sem
hafa nú kostað um 100 manns lífið.“
Fljótlega sagði hann þó að ekki mætti
skilja orð sín svo að hann hafi verið að
kenna ESB um ástandið í Úkraínu. En
sagði samt um leið þetta: „Það er vont
að hugsa til þess að ESB hafi ekki getað
komið í veg fyrir ofbeldið sem þarna er
að eiga sér stað.“ Og nýlega sagði hann
að hér á landi væri of mikil velmegun til
að landið gengi í sambandið: „ESB er í
Framhald á næstu opnu
Linda Blöndal
ritstjorn@frettatiminn.is
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
er æskuvinur Eyjólfs Sverrissonar knatt-
spyrnukappa og Björns Jóhanns Björns-
sonar blaðamanns á Morgunblaðinu. Hann
er gallharður stuðningsmaður Liverpool
og hlustaði á Iron Maiden og Pink Floyd á
unglingsárunum.
Ljósmynd/Hari
Það er rétt
að taka það
fram að ég
er móðgað-
ur við Rík-
isútvarpið
vegna þess
að RÚV
hefur aldrei
boðið mér í
einn einasta
þátt í sjón-
varpi frá því
ég var kjör-
inn á þing.
Ekki einn.
22 nærmynd Helgin 28.-30. mars 2014