Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 24
K
raftaverk
Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa
margvíslegar viðurkenningar fyrir
hljómburð og hönnun.
Hægt að tengja saman þannig að 2
eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu.
Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi
fyrir „hands free“ símtöl.
Hægt að fá í mörgum litum.
Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090
www. minja.is • facebook: minja
TVÆR GERÐIR:
PLATTAN kr. 10.900
HUMLAN kr. 9.700
HÁGÆÐA HÖNNUN,
HLJÓMFYLLING & GÆÐI
raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmeg
andi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild
á jafnræðisgrundvelli.“
Allt nýtt frá Apple fyrir
ráðherra og aðstoðarkonur
Byrjendabragur var á Gunnari Braga í em
bætti. Það voru liðnir um fimm mánuðir af
ráðherratíð hans þegar honum hlekktist á
nafni Kasakstan í ræðu á Alþingi og hélt
að landið væri hluti af Rússlandi. Margrét
Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyf
ingarinnar, gagnrýndi ráðherrann á vefsíðu
sinni og skrifaði: „Góður utanríkisráðherra
þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á utan
ríkismálum. Til þess að það sé hægt þarf
maður að þekkja heiminn og til dæmis vita
hvað löndin heita.“
Gunnar er ekki með háskólapróf og hefur
ekki reynslu af því að búa erlendis sem er
ókostur í huga sumra þegar utanríkisráðherra
er á ferð. Það þykir heldur ekki kostur á eftir
hrunsárunum að auka útgjöld ríkisfyrirtækja.
Gunnar lét hins vegar ráðuneyti sitt kaupa ný
Apple fjarskiptatæki fyrir um eina og hálfa
milljón króna fyrir sig og aðstoðarkonur sínar
tvær, líkt og Fréttatíminn greindi frá í síðustu
viku.
Þó verður að nefna að ráðneytið hans fékk
eins og önnur ráðuneyti á sig 5 prósent hag
ræðingakröfu. Tugir milljóna sem áður voru
ætlaðir ráðuneyti hans voru einnig felldir
niður á fjárlögum. Gunnar Bragi hefur núna
hafið tiltekt á ráðuneyti sínu vegna þessa en
hann ku hafa tekið því mjög illa að fá ekki
áður áætlaðar tekjur fyrir sendiráðið í Brussel
og Strassborg.
Skjótur frami á þingi
Gunnar Bragi var sveitarstjórnarmaður í
Skagafirði áður en hann settist á þing árið
2009 fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvestur
kjördæmi. Hann varð strax þingflokks
formaður og sat m.a. í utanríkismálanefnd
Alþingis. Hann tók stúdentspróf frá Fjöl
brautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðár
króki 1989 og nam atvinnulífsfélagsfræði
við Háskóla Íslands árið 1995 en útskrifaðist
ekki. Gunnar Bragi verður 45 ára í sumar
og er fimm barna faðir. Eiginkona hans,
Elva Björk Guðmundsdóttir húsmóðir, er ári
yngri en hann og þau eiga saman fimm syni
á aldrinum 14 til 26 ára. Tveir elstu synirnir
eru stjúpsynir Gunnars og synir Elvu. Gunn
ar á tvo bræður. Elstur er Björgvin, smiður
á Sauðárkróki, og sá yngsti, Atli, rekur Ís
lensku auglýsingastofuna í Reykjavík. Gunn
ar Bragi er sá eini í fjölskyldunni sem hefur
lagt fyrir sig stjórnmál ef frá er talinn faðir
hans Sveinn Friðvinsson bifvélavirki sem
tók þátt í sveitarstjórnarmálum á Króknum
fyrir Framsókn.
Á tónleikaferðalagi með
Geirmundi
Björgvin segir yngri bróður sinn hafi verið „þægi
legan dreng“ og minnist þess að stundum hafi þeir
tveir fengið að fara í tónleikaferðalög með Geir
mundi Valtýssyni. Æskuvinir Gunnars eru þeir
Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Morgun
blaðinu, og Eyjólfur Sverrisson knattspyrnumaður
og eru þeir enn nánir. Eyjólfur segir Gunnar hafa
tekið þátt í nánast öllum íþróttagreinum: „Hann
var í öllu og bæði harður í horn að taka og fylginn
sér á vellinum. Í ræðuliði í Fjölbrautarskólanum
var hann fyrirferðamikill og mjög góður í að rífa
kjaft. Annars vorum við dæmigerðir unglings
strákar sem hlustuðum á svona „fantamúsík“ eins
og Iron Maiden og Pink Floyd,“ segir Eyjólfur.
Eins og fleiri í fjölskyldunni tók Gunnar líka af
krafti þátt í Leikfélagi Sauðárkróks.
Með Framsókn og Liverpool í blóðinu
Gunnar Bragi hefur gegnt mörgum ólíkum störf
um, m.a. fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknar
flokkinn. Sjálfur segist hann vera framsóknar
maður fyrst og fremst. Vera með Framsókn í
blóðinu eins og hann orðaði það í viðtali við vef
ritið skagafjordur.com. Framsókn og Liverpool
eru hluti af æðakerfinu fullyrti Gunnar Bragi árið
2006 og titlaði sig þá sem pylsusala og pólitíkus.
Það ár var hann framkvæmdastjóri Ábæjarveit
inga en sama ár sinnti hann líka a.m.k. sex trún
aðarstörfum. Hann var formaður stjórnar sveitar
félaga á Norðurlandi vestra, formaður gagnaveitu
Skagafjarðar, formaður byggðaráðs, varaforseti
sveitarstjórnar Skagafjarðar ásamt fleiru.
Ætlaði í útrás með kaffihús
Starfsferillinn spannar vítt svið. Gæsla í Steinull
arverksmiðjunni, starf á verslunarsviði Kaupfélags
Skagfirðinga og einnig var hann sölu og versl
unarstjóri hjá Skeljungi. Hann ritstýrði héraðs
fréttablaðinu Einherja og var aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra 19971999 en einnig um tíma
markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofu litla bróður
síns. Það má því segja að Gunnar Bragi fari hratt
yfir sviðið en sjálfur segist hann pirrast yfir fáu
nema óstundvísi. Í dag situr hann í stjórn nýsköp
unarfyrirtækisins Umhverfið þitt SES á Sauðár
króki. Einnig reyndi hann fyrir sér árið 2007 með
viðskiptahugmynd ásamt Pétri Friðjónssyni spari
sjóðsstjóra Skagafjarðar. Hugmyndin gekk út á
að stofna kaffihúsakeðjuna KaffiBuna hér á landi
og víðar á Norðurlöndum. Fátt virðist hafa ræst
úr þeim áformum. Áður sat Gunnar Bragi í stjórn
Fasteignarhald ehf sem skráð er á Sauðárkróki á
heimili Péturs og leigir út atvinnuhúsnæði.
Óljóst hverjir eru bandamenn
Bakland Gunnars Braga er heima í Skagafirði.
Fá augljós eða bein tengsl eru á milli hans og
Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra
Skagfirðinga, valdamesta manns
héraðsins með áralöng ítök innan
Framsóknarflokksins. Þó má eitt
hvað ráða í þá staðreynd að Gunnar
Bragi starfaði fyrir kaupfélagið
undir stjórn Þórólfs frá 2000 til
2002. Af viðtölum Fréttatímans við
alþingismenn virðist ekki ljóst í dag
hverjir bandamenn Gunnars eru.
Sigmundur Davíð er helst nefndur en
ekki telst neitt öruggt með að t.d. Ás
mundur Einar Daðason, sem kemur
úr sama kjördæmi, sé sérstakur
stuðningsmaður Gunnars eins og
halda mætti. Margir nýir þingmenn
eru í þingflokknum og erfitt að ráða
í hverjir standa með hverjum, sagði
þingmaður.
Aldrei boðið í viðtöl í sjónvarpi
Þótt Gunnar Bragi hafi sjálfur sagt
að hann þoli ekki kvart og kvein,
kveinkar hann sér undan fjölmiðlum,
sér í lagi RÚV. Í byrjun mars ákvað
Gunnar Bragi að synja RÚV um við
töl nema hann fengi þau birt í heild
óklippt eða vera að öðrum kosti að
eins í beinum útsendingum. Þessar
kröfur frá ráðherra hljómuðu fram
andi árið 2014. Hann sagði vandann
vera að rétt skilaboð kæmust ekki til
almennings. Á Facebooksíðu sinni
velti hann þessu fyrir sér: „Hvað er
til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin
samhliða RÚV? Hví ekki.“
Í grein í Morgunblaðinu í janúar
2012 taldi hann sig hins vegar ekki
fá jafn mikla athygli og aðrir stjór
nmálamenn: „Það er rétt að taka það
fram að ég er móðgaður við Ríkis
útvarpið vegna þess að RÚV hefur
aldrei boðið mér í einn einasta þátt
í sjónvarpi frá því ég var kjörinn á
þing. Ekki einn. Þó er ég fyrsti þing
maður Framsóknarflokksins í NV
kjördæmi og formaður þingflokks
framsóknarmanna!“ stóð í greininni.
„Stjórnmálamenn eru óskaplega
hræddir við gagnrýni fjölmiðla,“
játaði hann í viðtali á Bylgjunni um
svipað leyti.
Valdavíma?
Áfram verður fylgst grannt með
störfum Gunnars Braga. Mótmæli
eru á Austurvelli og rúmlega 50
þúsund hafa skrifað á undirskriftar
lista fyrir þjóðaratkvæði um aðildar
viðræðurnar við ESB. „Fólk hefur
rétt til að mótmæla en ríkisstjórnin
ræður ferðinni,“ segir Gunnar. Einn
þingmaður sagði í samtali við Frétta
tímann að þingmenn Framsóknar
væru eins og í einhverri „valdavímu“.
Næstu þrjú árin eru án efa tækifæri
Gunnars Braga til sýna hvað í honum
býr sem stjórnmálamaður úr Skaga
firðinum.
1. Gunnar Bragi með Eyjólfi Sverrissyni, Friðriki Steinssyni og Stefáni Héðinssyni. 2. Sverrir Björn
Björnsson, Gunnar Bragi og Hólmar Ástvaldsson. 3. Guttar á Hólaveginum á Króknum, f.v. Eyjólfur
Sverrisson, Björn Jóhann Björnsson og Gunnar Bragi. 4. Tvítugsafmæli Björns Jóhanns sem er
fremst á myndinni. F.v. Jón Unnar Friðjónsson, Eyjólfur Sverrisson, Gunnar Bragi, Sverrir Björn
Björnsson og Friðrik Steinsson.
1 2
3
4
24 nærmynd Helgin 28.-30. mars 2014