Fréttatíminn - 28.03.2014, Side 26
N ú þegar alþjóðlegur þrýst-ingur vegna hvalveiða hér við land er að aukast bend-
ir margt til þess að aðgerðunum sé
í meira mæli en áður beint gegn
Kristjáni Loftssyni, persónugerv-
ingi hvalveiða Íslendinga bæði hér
heima og á alþjóðlegum vettvangi.
Búist er við því að í næstu viku
muni Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, kynna um afstöðu sína til
þess hvort beita eigi Íslendinga
refsiaðgerðum vegna hvalveiða
og viðskipta með hvalaafurðir.
Bandaríkjastjórn telur að Íslend-
inga brjóta gegn alþjóðlegum sátt-
mála um viðskipti með tegundir í
útrýmingarhættu. Innanríkisráð-
herra Bandaríkjanna lagði beiðni
um refsiaðgerðirnar á borð banda-
ríkjaforseta þann 6. febrúar og lög-
um samkvæmt er Obama skylt að
taka ákvörðun innan 60 daga frá
þeim tíma.
Sams konar staða kom upp á
árinu 2011 en þá ákvað Obama að
beita ekki refsiaðgerðum en leggja
þess í stað áherslu á að beita Ís-
lendinga fortölum eftir diplómat-
ískum leiðum til þess að fá þá til að
hætta hvalveiðum. Eins og kunn-
ugt er hafa þær fortölur ekki borið
árangur. Engan bilbug er að sjá á
stuðningi íslenskra stjórnvalda við
hvalveiðar eins og sést af því að í
desember á síðasta ári gáfu þau út
kvóta fyrir hvalveiðar næstu fimm
ára og gáfu Hval hf. leyfi til að
veiða 154 langreyðar í ár. Gefið er
til kynna í yfirlýsingu stjórnvalda
að veiða megi sama fjölda, 154 dýr,
ár hvert fram til ársins 2018.
Það verður fróðlegt að sjá hver
niðurstaða Obama verður – en
krafa innanríkisráðuneytisins nú
er ólík þeirri sem gerð var árið
2011 að því leyti að nú er Kristján
Loftsson, forstjóri Hvals, í fyrsta
skipti persónulega tilgreindur sem
ábyrgðarmaður ólöglegra veiða og
sölu hvalaafurða.
Heimildir telja að í því felist
ákveðin von fyrir Íslendinga um
það að komast hjá víðtækum
refsiaðgerðum; Bandaríkjamönn-
um sé eins og friðunarsamtökum
orðið ljóst að réttara sé að tala um
hvalveiðar Kristjáns Loftssonar en
hvalveiðar Íslendinga; þetta sé eitt
fyrirtæki, sem sé bara með nokkra
menn í vinnu við árstíðabundna
starfsemi yfir hásumarið. Það er
líka veidd hrefna hér við land á
vegum eins fyrirtækis en engin
alþjóðleg viðskipti eru með þær
afurðir og þær eru virðast ekki
vera skotspónn friðunarsinna um
þessar mundir.
Kristján í skotlínunni
Listi yfir helstu umsvif Kristjáns
er birtur á næstu opnu. Þar sést að
hann er áhrifamaður í slensku við-
skiptalífi og hluthafi og stjórnar-
maður í stórfyrirtækjum á borð við
HB Granda og Hampiðjunni sem
eiga mikilla hagsmuna að gæta í
viðskiptum á alþjóðlegum vett-
vangi.
Kristján leggur mikla áherslu á
að halda áfram hvalveiðum á veg-
um Hvals hf. en tekur með því vax-
andi áhættu. Ólíklegt er að mikið
sé upp úr því að hafa að veiða lang-
reyðar og verka kjötið á erlenda
markaði um þessar mundir. Við-
skipti með hvalkjöt er nú iðulega
nefnt í sömu andrá og viðskipti
með aðra bannvöru, fílabein, á al-
þjóðlegum vettvangi. Nýlegt dæmi
um slíkt var að finna í breska dag-
blaðinu Guardian. Þar var bent á að
japanska stórfyrirtækið Rakuten
sé hið stærsta í sölu á bæði hvala-
afurðum og afurðum úr fílabeini
í alþjóðlegum netviðskiptum um
þessar mundir. Herferð er í gangi
til þess að hvetja neytendur til að
sniðganga Rakuten og dótturfyrir-
tæki þess.
Í síðustu viku var sagt frá því að
kanadískt stórfyrirtæki High Liner
Foods hefði ákveðið að hætta að
kaupa íslenskan fisk af HB Granda
vegna tengsla Kristjáns Loftssonar
við fyrirtækið en hann er þar stór
hluthafi og stjórnarformaður. High
Liner Foods er nú eigandi vöru-
merkisins Icelandic Seafood, sem
var áður í eigu íslenskra sölusam-
taka og er eitt verðmætasta vöru-
Kristján og hvalirnir
Enn á ný beinast augu umheimsins að hvalveiðum hér við land sem víðast hvar eru litnar svipuðu
hornauga og viðskipti með fííabein og afurðir dýra í útrýmingarhættu. Verndarsinnar beina í
auknum mæli spjótum sínum að persónulegum hagsmunum Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals,
sem kemur víða við í íslensku viðskiptalífi. Og Obama bandaríkjaforseti er með á borði sínu erindi
frá innanríkisráðherra landsins þar sem hann er beðinn um að beita Íslendinga refsiaðgerðum
vegna hvalveiða. Ákvörðunar er að vænta í næstu viku.
Langreyður er á alþjóðlegum listum yfir dýr í
útrýmingarhættu og viðskipti milli landa með
afurðirnar eru langt frá því að vera einföld og
hindrunarlaus. Það er vakað yfir hverjum einasta
gámi sem Hvalur hf. reynir að koma úr landi.
Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Framhald á næstu opnu
Um klukkan
fimm á
laugardags-
morguninn
hætti skipið
hins vegar
að senda frá
sér staðsetn-
ingarmerki.
Það var þá
komið um 100
mílur suður
af Reykjanesi
og sigldi á 14
hnúta hraða til
suðurs. Ekkert
hefur spurst til
ferða skipsins
síðan þá.
merkið í sögu íslensks fiskútflutnings.
Í yfirlýsingu gerði HB Grandi lítið úr
áhrifum aðgerða High Liner Foods á
sölumál fyrirtækisins en reyndi um leið
að fjarlægja sig frá hvalveiðum Kristjáns
Loftssonar. Varðandi eignarhald Krist-
jáns á HB Granda sagði í yfirlýsingunni að
hlutabréf félagsins gangi kaupum og sölum
á markaði og útilokað sé fyrir HB Granda
að hlutast til um hvernig einstakir hlut-
hafar hagi sínum málum. „Við erum sam-
mála stjórnvöldum í skynsamlegri nýtingu
náttúruauðlinda en höfum ekkert með það
að gera hvaða starfsemi einstakir hluthafar
kjósa að stunda eða stunda ekki,“ sagði þar.
Það er enginn vafi á því að Kristján Lofts-
son hefur einbeittan vilja til að stunda hval-
veiðar og lætur ekki auðveldlega undan
þrýsting. Það er hins vegar hægara sagt en
gert fyrir hann að koma kjötinu á markað
við núverandi aðstæður. Þau dæmi, sem
hér fara á eftir, sýna að alþjóðleg viðskipti
með hvalkjöt draga nú dám af svartamark-
aðsbraski eða smygli fremur en venjuleg-
um inn- og útflutningi í okkar nágranna-
löndum.
Uppnám í Kanada
Í fyrra gerðu tollayfirvöld Hamborg og
Rotter dam skip frá Samskipum afturreka
með þrjá frystigáma með rúmlega 100
tonn af langreyðakjöti frá Íslandi á leið til
Japans.
Samskip lýstu því yfir í framhaldinu að
skip fyrirtækisins væru hætt að flytja
hvalaafurðir.
Í síðasta mánuði uppgötvaðist það svo í
Vancouver í Kanada að þar í höfninni voru
nokkrir gámar með hvalkjöti. Þeim hafði
verið landað úr skipi frá Eimskip í Halifax.
Síðan höfðu þeir verið fluttir 6.000 kíló-
metra leið með lestum þvert yfir Kanada til
Vancouver á vesturströndinni þaðan sem
flytja átti gámana með skipi til Japans.
Málið vakti mikla athygli og umræður
í Kanada en kanadísk stjórnvöld skárust
ekki í leikinn og ekki er annað vitað en að
kjötið hafi óhindrað haldið áfram til Japans.
26 fréttaskýring Helgin 28.-30. mars 2014