Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 29
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
4 400 400
00 600
4 400 630
4 400 573
Steypustöðin óskar Hildi og Rúnu
til hamingju með bekkinn Klett
Klettur er steinsteyptur útibekkur sem hentar
vel í almenningsrými og einkagarða
Útibekkur sem hentar vel í
almenningsrými og einkagarða
Grapevine, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð og dómnefnd sem
skipuð er aðilum frá Listaháskóla Íslands, Hönnunarmiðstöð,
verslunar eigendum í Reykjavík og fleirum, veitti Rúnu Thors
vöruhönnuði og Hildi Steinþórsdóttur arkitekt viðurkenninguna
Award of Excellence fyrir hönnun Kletts.
• Bekkur með tvær setstöður
• Styrkur, ending og falleg hönnun
• Klettur er til í þremur steypulitum
• Hægt er að fá Klett sérmerktan sveitarfélagi
• Íslensk hönnun
Runner Up
Th
e R
ey
kja
vík
Grapevine Design Aw
ards
PRODUCTOF THE YEAR2013
Áhrifamaðurinn Kristján Loftsson
Kristján Loftsson er
forstjóri Hvals hf., eina
fyrirtækisins sem stundar
stórhvalaveiðar hér við
land. Kristján er einnig
einn stærsti hluthafi Hvals
hf., á persónulega í því
21,5% hlut en er ráðandi
um stefnu félagsins.
Hann hefur lengi verið
umsvifamikill áhrifamaður
í íslensku viðskiptalífi og
hefur gegnt þar ýmsum
trúnaðarstörfum.
Hvalur hf. hefur leyfi
íslenskra stjórnvalda til
þess að skjóta 154 lang-
reyðar í ár.
Auk þess að stunda
hvalveiðar er Hvalur hf.
öflugt fjárfestingarfélag í
gegnum 98% eignarhald
sitt í fjárfestingarfyrir-
tækinu Vogun.
Vogun er stærsti
hluthafinn í HB Granda,
stærsta sjávarútvegs-
fyrirtæki landsins, og í
Hampiðjunni.
Kristján var endurkjör-
inn í stjórn HB Granda á
aðalfundi nú í mars. Hann
er stjórnarformaður fyrir-
tækisins, en HB Grandi er
ásamt Samherja stærsta
og öflugasta sjávarútvegs-
fyritæki landsins og
selur afurðir sínar beint
á fjölmarga erlenda
markaði, austan hafs og
vestan, og er eigandi að
fyrirtækjum í Japan, Nýja
Sjálandi og Chile.
Kristján situr einnig í
stjórn Hampiðjunnar, sem
framleiðir veiðarfæri,
reipi og tóg, er um-
svifamikið á alþjóðlegum
mörkuðum og með yfir
500 starfsmenn sem
starfa á þrettán stöðum
í fjórum heimsálfum.
Starfsemi undir nafni
Hampiðjunnar er rekin í
Kanada, Litháen, Nýja Sjá-
landi og í Seattle í Banda-
ríkjunum. Hampiðjan á
einnig dótturfyrirtæki í
Írlandi og Danmörku og í
Boston í Bandaríkjunum.
Hvalur á einnig mikilla
hagsmuna að gæta í upp-
lýsingatæknifyrirtækinu
Nýherja í gegnum eignar-
haldsfyrirtækið Væntingu,
sem er í eigu Hvals, og er
stærsti eigandi Nýjherja.
Kristján Loftsson sat
áður fyrr í stjórnum
Fiskifélags Íslands og
Landssambands íslenskra
útvegsmanna og hann var
um skeið varaformaður
Viðskiptaráðs Íslands
og sat í stjórn Samtaka
atvinnulífsins.
„Þú spyrð um hvað Obama muni gera vegna bréfs
innanríkisráðuneytis USA byggt á Pelly Amendment.
Það er um þetta að segja að Pelly ákvæðið er frá 1971
og hefur verið notað oft. Japan, Noregur og Ísland
hafa endað á borði forseta USA oft og aftur í gegn um
árin vegna hvalveiða sinna þegna.
Það sem er nýtt í þetta sinn er að nú er það innan-
ríkisráðuneytið, sem dregur vagninn og notar CITES
(Convention on International Trade in Endangered
Species), en fram að þessu hefur það verið Commerce
Secretary, sem hefur sent bréfið til forsetans og notað
þá IWC eða alþjóða hvalveiðiráðið.
Forsetinn hefur vanalega svarað þessu þannig að
ræða þurfi við viðkomandi ríki nánar um hvalveiðar.
Svarið núna verður eitthvað í takt við það síðasta er
Ísland átti í hlut. Flóknara er það ekki.
Ekkert uppnám og mega versla við hvern sem
hentar
Ég kannast ekki við neitt uppnám í Kanada vegna
hvalkjötssendinga okkar um Kanada. Yfirvöld í Kan-
ada lýstu því yfir að okkar flutningar uppfylltu allar
kröfur þeirra.
High Liner Foods er frjálst að versla við hvern sem
þeim hentar. HB Grandi hefur engar áhyggjur, þó þeir
séu með einhverjar yfirlýsingar um fyrirtækið og við-
skipti við það, sem hafa verið nær engin.
Þetta „anty-everything“ lið, „anty-allt“ lið hefur
stundað sjávarútvegssýningar og haft í frammi mót-
mæli um allt mögulegt í áraraðir, svo þetta er ekkert
nýtt.
Er það frétt að skip flytji afurðir?
Ef leigt er skip til að flytja afurðir frá Íslandi á er-
lendan markað, að það sé nú allt í einu orðin einhver
frétt, þá átta ég mig ekki á hvar þið blaðamenn margir
hverjir hafið haldið ykkur.
Er við stunduðum hvalveiðar fram til 1989, komu
árlega eitt eða fleiri skip til Hafnarfjarðar og tóku
frystar afurðir okkar til Japan. Það geta margir Hafn-
firðingar er komnir eru á miðjan aldur vitnað um.
Ég hélt það væri flestum ljóst að við stundum hval-
veiðar og vinnum síðan aflann til að selja hann. Okkar
aðal markaður er Japan, eins og margoft hefur komið
fram, þannig að flutningar afurðanna til Japan, hljóta
að vera inni í myndinni og ætti ekki að koma á óvart.“
Ekkert nýtt við aðgerðir
þessa „anty-everything“ liðs
Við vinnslu þessarar úttektar var reynt að ná tali af Kristjáni Loftssyni. Það tókst ekki og
voru því sendar ítarlegar spurningar í tölvupósti um þau atriði sem fjallað er um í greininni.
Skrifleg svör Kristjáns við spurningunum bárust skömmu áður en blaðið fór í prentun og eru
birt í heild hér að neðan.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, stjórnar-
formaður HB Granda, stjórnarmaður í
Hampiðjunni og fleira. Verndarsinnar reyna
í sívaxandi mæli að beina spjótum sínum
að þeim fyrirtækjum og hagsmunum sem
tengjast Kristjáni í baráttu sinni.
Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
úttekt 29 Helgin 28.-30. mars 2014