Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 30
SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900
VERSLANIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
samsungsetrid.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18
OG LAUGARDAGA FRÁ 12–16
NX 1000 { TIL BÆÐI SVÖRT OG HVÍT } NX 210
20.3 milljón pixlar • 20-50 mm linsa fylgir • APS-CMOS Sensor • 8 rammar á sek. • Direct Wi-Fi •
I-Function linsa • Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. • ISO 100-12800 • Notar RAW, JPEG, EXIF,
DPOF og PictBridge skráarsnið • Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði •
Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)
Verð: 99.900 kr
SAMSUNG NX 210
20.3 milljón pixlar • 18-50 mm linsa fylgir • APS-CMOS Sensor • 8 rammar á sek. • Direct Wi-Fi •
I-Function linsa • Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. • ISO 100-12800 • Notar RAW, JPEG, EXIF,
DPOF og PictBridge skráarsnið • Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði •
Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)
TILBOÐSVERÐ: 129.900 kr
MYNDAVÉLATILBOÐ FRÁ SAMSUNG
fylgir með báðum vélunum
M itt markmið er að halda íslenska hænsnastofninum hreinum og dreifa honum sem víðast um
land, bæði í sveitir, bæi og borg. Landnáms-
hænan er hluti af arfleifð okkar,“ segir Júl-
íus Már Baldursson sem rekur eitt stærsta
bú með íslensku landnámshænuna á Íslandi
og selur egg, unga og hænsn. „Fyrstu
ungar ársins koma úr eggjunum í byrjun
apríl og svo koma ungar í vikunni fyrir
páska,“ segir hann. Júlíus var áður með bú
á Tjörn á Vatnsnesi en eftir að hann missti
nánast allan sinn stofn í eldsvoða árið 2010
hóf hann rekstur í Þykkvabæ þar sem hann
býr nú.
Júlíus var aðeins 18 ára þegar hann fékk
sínar fyrstu landnámshænur frá dr. Stefáni
Aðalsteinssyni sem upp úr 1970 fór að safna
saman landnámshænsnum um
allt land til að forða stofninum
frá útrýmingu. „Stefán Aðal-
steinsson bjargaði íslensku
landnámshænunni,“ segir
Júlíus. Árið 1978 fékk hann 10
hænur og tvo hana en nú telur
stofninn hans 230 hænur og
35 hana, og stefnir Júlíus á að
fjölga hæsnunum upp í 400.
Alls er talið að íslenski land-
námshænustofninn telji um tvö
til þrjú þúsund hænsn.
Þegar Júlíus byrjað að rækta
hænurnar var fjöldafram-
leiðsla á kjúklingum vaxandi
og er verksmiðjuframleiddur
kjúklingur og afurðir hans nú
ríkjandi á markaðnum. Sá kjúk-
lingur sem er mest ræktaður
á stóru búunum er af ítölsku
kyni og kallast „hvíti ítalinn.“
Júlíus segir landnámshænuna
vera líkari villtum fugli en
ræktuðum. „Hún er grönn,
ekki holdafugl, og fór halloka
fyrir verksmiðjufuglunum sem
verpa meira en hún. Meðal-
aldur landnámshænunnar er
7-8 ár en á stóru búunum verða
fuglarnir aðeins um tveggja
ára þannig að það er ekki hægt
að líkja þessu saman. 8-12 mán-
aða landnámshæna er um 1500
grömm en í búunum er verið að
slátra til sölu sex vikna fuglum
sem eru þá strax orðnir 1,5 til
1,8 kíló. Landnámshænan er
harðgerari og algjört hörkutól,
hún þorir meiri veðra- og fóðurbreytingar
en ræktaði fuglinn. Hún er með mikla
sjálfsbjargarviðleitni og er ein af örfáum
hænsnategundum í heiminum sem ekki er
búið að rækta úr móðureðlið. Hún er góð
móðir, býr til hreiður, verpir og gengur
um roggin með ungahópinn sinn. Það er
Júlíus Már Baldurs-
son hefur haldið
landnámshænur
í 35 ár og leggur
mikið upp úr því að
viðhalda þessum
dýrmæta menn-
ingararfi. Hann
segir íslensku lands-
námshænuna vera
algjört hörkutól,
hún hafi þó farið
halloka þegar verk-
smiðjuframleiðsla á
kjúklingi og eggjum
kom til sögunnar og
um tíma var hún í
útrýmingarhættu.
Júlíus selur bæði
unga og egg, og
segir hann egg land-
námshænu sem fær
að ganga um frjáls
séu með skærari
rauðu og þykkari
hvítu.
LandnámsHæna
í fóstur
Júlíus Már Baldursson
hefur í um áratug boðið
fólki að taka landnáms-
hænur í fóstur, fyrst á
Tjörn í Vatnsnesi en nú
í Þykkvabæ. Mark-
miðið með fóstrinu er
að styðja við ræktun ís-
lenska landnámshænu-
stofnsins og fá fóstur-
foreldrar egg hænunnar
sinnar. Að taka hænu
í fóstur í tvö ár kostar
25 þúsund krónur
sem dekkar fóður og
uppihald, auk þess sem
hænan gefur af sér
um 440 egg á tveimur
árum, eða um 20 egg á
mánuði. Hænan fellir
fiður í ágúst/september
og fellur varp þá niður.
Eggin er hægt að sækja
í verslanir Frú Laugu
eða beint í Þykkvabæ.
Sjá Samning á
landnamShaenan.iS.
LandnámsHæna
á leigu
„Mjög margir
sumarbústaðaeigendur
hafa haft á orði við mig
undanfarin misseri að
þá langi til að vera með
hænur á lóðinni hjá
sér á meðan þeir eru í
bústaðnum en vita svo
ekki hvað þeir eigi að
gera við fuglana þegar
hausta tekur,“ segir Júl-
íus Már Baldursson sem
hefur komið til móts við
þessar óskir og býður
landnámshænur til leigu
yfir sumartímann. Hann
segir þetta mestmegnis
miðalda og eldra fólk
sem jafnvel leigur
nokkrar hænur. Júlíus
lætur taka út aðstæður
komandi leigjenda með
velferð hænsnanna í
huga. Leiguverð er 1800
krónur fyrir hvern fugl á
mánuði og greiðist fyrir-
fram. Sumir þeirra, sem
hafa aðstöðu til, festa
í framhaldinu kaup á
landnámshænu í varpi
sem kostar 6 þúsund
krónur.
Sjá Samning á
landnamShaenan.iS.
unun að horfa á það. Flestar tegundir
gera þetta ekki lengur því kynslóð eftir
kynslóð er ekki leyft að unga út, eggin
eru þá tekin í bakstur eða til heimilis-
nota, og búrhænurnar verpa aldrei frjóum
eggjum.“
Júlíus segir það algengan misskilning
að hænur verpi ekki nema hani sé annars
vegar. „Hænur verpa alltaf þegar þær
eru orðnar kynþroska. Búrhænurnar eru
bara í búrinu sínu, og fara aldrei frjálsar
út á gólf, þær hitta aldrei hana og verpa
ekki frjóum eggjum,“ segir Júlíus en
eggin frá honum fást í verslunum Frú
Laugu. Einnig er hægt að taka hænu í
fóstur og þá sækja fósturforeldrar eggin
þangað. „Hvítan í eggi landnámshæn-
unnar er þykkri en úr hefðbundnu eggi
út úr búð og rauðan minnir á mandarínu
en er fölgul úr verksmiðjuframleiddum
eggjum. Bragðið af eggjum úr frjálsum
fuglum er líka sterkara og fyllra. Það er
auðvitað markaðurinn sem kallaði eftir
því að hægt væri að fá kjúkling og egg í
meira magni og fyrir minni pening og því
dafnar verksmiðjuframleiðslan. Við ger-
um hlutina bara á annan hátt.“ Eggin frá
Þykkvabæ eru því að sama skapi dýrari
enda allt ræktunarferlið annað en þegar
kemur að verksmiðjubúskap.
Með auknum ferðamannastraumi um
Suðurland hefur Júlíus fundið fyrir því að
fólk vill heimsækja búið, skoða ræktunina
og kaupa egg. Hann býður því upp á það
gegn gjaldi sem er hugsað sem styrkur til landnáms-
hænunnar. „Það er besta kynningin þegar fólk sér
fuglinn með eigin augum og kynnist því hvað hann er
einstakur,“ segir hann.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Tileinkaði líf sitt
landnámshænunni
Júlíus Már Baldursson fékk sínar fyrstu landnámshænur þegar
hann var aðeins 18 ára og hefur haldið þær síðan.
Hænsnahópurinn hér er mjög litskrúðugur og eru fuglar til í má
segja ótal litum á bænum og koma nýjir litir fram á hverju ári.
Vistvænn búskapur
fuglarnir eru frjálsir ferða sinna í rúmgóðu húsi sem kappkostað
er að sé alltaf þurrt og hreint. Fuglarnir fá jafnframt alltaf að fara
út, allt árið um kring , svo framarlega sem veður leyfir. Þeir hafa
frjálsan aðgang í fóður og vatn sem er sjálfvirkt og skammta sér
því sjálfir hvorttveggja eftir þörfum.
30 viðtal Helgin 28.-30. mars 2014