Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 34
Grauturinn hjá ömmu É Ég er svo heppinn að hafa átt frábærar ömmur og ég er sérstaklega glaður með að börnin mín eiga líka frábærar ömmur. Enda eru ömmur einhver nauðsynlegasti hluturinn í þessu nútíma samfélagi þar sem allir vinna utan heimilisins. Reyndar á það líka oftar en ekki við um téðar ömmur en þær virðast alltaf geta reddað hlutunum þrátt fyrir það. Ég á ekkert nema góðar minningar um ömmur mínar. Hvort sem það er þegar önnur þeirra mundi aldrei hvað hver okkar óknyttadrengjanna, sem vorum að prakkarast, hét og kallaði okkur því alla Gvend í hita leiksins, eða hitt, sem er enn betri minning og það er grautur að malla í stórum potti. Ömmur sjá líka barnabörnin alltaf fyrir sér sem börn. Fyrir sléttum 25 árum, á sjálfan fermingardaginn minn, sagðist amma ætla að þvo mér fyrir ferminguna svo ég yrði nú alveg skínandi hreinn á stóra daginn! Þessa athöfn hafði ég séð um sjálfur eins og gefur að skilja í tals- verðan tíma þegar þarna var komið. Ég tók því þessari yfirlýsingu ættmóðurinn- ar með stóískri ró og fyrirvara. En sem ég var að dudda mér við þvottinn er hurð- inni á baðher- berginu lokið upp og inn kemur frúin með skrúbb og tilheyr- andi. Ég reyndi að hylja það heilagasta með sápubúbblum og malda í móinn en þeirri gömlu varð ekki haggað. Nei, nú skyldi drengurinn skrúbbaður hátt og lágt. Sem svo var og gert. Hreinni hef ég ekki verið. Hvorki fyrr né síðar. Það er gaman að sjá að hlutverk ömm- unnar hefur ekki breyst mikið milli kyn- slóða. Börnin sækja í návist þeirra og við foreldrarnir eigum ekki roð í þær. Enda ekki þeirra hlutverk að ala barnabörnin upp heldur að láta þeim líða vel. Hvort sem það er með aðeins of miklu af ís, sendingu af handprjónuðum ullarsokk- um eða hárburstum sem flækjast ekki í hársárum síðhærðum kollum. Þær sjá um sína og láta ekkert stoppa sig í því. En mestu skiptir þó reynslan sem þær gefa af sér. Á spjalli við ömmur koma enda upp alls konar sögur. Sögur af horfnum tímum sem eru kannski ekki svo langt í fyrndinni þegar hugsað er út í það. En tímarnir hafa bara breyst svo ört hér á Fróni þessi síðastliðnu ár að það er ótrúlegt. Enn ótrúlegra er að ömmurnar og afarnir líka, gleymum þeim ekki, hafa lifað þessar breytingar. Það er svo mikil- vægt að fá þessari reynslu miðlað áfram svo komandi kynslóðir haldi ekki að maturinn komi úr vél og fötin sömuleiðis. Að taka slátur með ömmu var upplifun. Blóðug upp að öxlum tróð hún hvern keppinn á fætur öðrum svo unun var á að horfa. Þetta var manneskja sem upplifði það að Ísland var hertekið fyrir 74 árum. Að heyra sögurnar frá fyrstu hendi af því þegar herinn kom, var líka upplifun en amma var 10 ára þegar herinn mætti á svæðið. Hún mundi vel tilfinningarnar, hræðsluna og seinna gleðina yfir því að þetta voru þó réttu mennirnir. En mestu munar um hvað ömmur eru góðar í að elda mat. Gamaldags íslenskan mat. Einfaldur réttur eins og grjónagrautur varð einhvern- veginn allt annar í meðförum þeirra. Jafnvel með smá lifrapylsustúf. Sama hvað ég reyni, og ég hef reynt mikið, þá bara get ég ekki gert grjónagraut jafn góðan og þessar góðu konur fóru létt með. Ég hef prófað að elda hann á ótal mismunandi vegu. Hef meira segja bakað hann! Þegar ég bar þessi vandræði mín upp við ömmu eitt sinn sagði hún að til að gera góðan graut þurfi að setja smá af sálinni út í pottinn. Hún fór svo sem ekk- ert nánar út í hvernig í ósköpunum maður fer að því en ég er nokkuð viss um að uppskriftin af því er ekki í matreiðslubók Helgu Sigurðar. Ég hef leitað. Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL RV 0214 Tilboð Verð frá 2.588 kr. Úti- og innimottur á tilboði – úrval af frábærum mottum í mörgum gerðum og stærðum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is NÝLEGIR OG LÍTIÐ EKNIR GERÐU FRÁBÆR KAUP! KIA SPORTAGE EX III Nýskr. 02/13, ekinn 28 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.490 þús. Rnr. 141977. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/12, ekinn 35 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.790.000 Rnr. 151602. TOYOTA YARiS SOL Nýskr. 01/12, ekinn 75 þús km. dísil,sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 142026. KIA PICANTO EX Nýskr. 11/12, ekinn 18 þús. km. bensín, sjalfskiptur. VERÐ kr. 2.220 þús. Rnr. 281513. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/11, ekinn 82 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.990 þús. Rnr. 281074. VW TOURAN Nýskr. 09/12, ekinn 8 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 3.690 þús. Rnr. 281536. Tilboðsverð 4.350 þús. Ekinn aðeins 35 þús. km. TILBOÐSBÍLL RENAULT MEGANE SPORT T. Nýskr. 05/13, ekinn 29 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.390.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 141914 Rnr. 281226 TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR 34 viðhorf Helgin 28.-30. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.