Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 36
36 fjölskyldan Helgin 28.-30. mars 2014 Vellaunaður og lukkulegur gröfustjóri eða óhamingusamur og atvinnulaus mannfræðingur? H vort vilt þú frekar að sonur þinn verði vellaunaður og lukkulegur gröfu-stjóri eða óhamingusamur og atvinnulaus mannfræðingur?“ Ég leyfði mér að varpa þessari spurningu fram á fjölmennum kvennafundi um skólamál og einhverjar dugmiklar mæður supu hveljur. Það voru trúlega þær sem ætla að koma börnunum sínum í gegum framhaldsskólanám hvað sem tautar og raular því að gamla ímyndin um stúdentsmyndirnar í röðum á stofu- skenknum eða arinhillunni hjá ömmu lifir enn góðu lífi. Gamla goðsögnin er sprellifandi; goðsögnin um stúdentsprófið sem aðgöngu- miða að háskólanámi og þar með að öruggu millistéttarlífi og jafnvel aðgengi að hástétt síðustu aldar þegar læknar, lögfræðingar, prestar og meira að segja skólastjórar voru valdakarlarnir í samfélaginu. Hvíti kollurinn sem við trúum enn að grundvalli góð laun og framtíðaröryggi fjölskyldunnar. Blessaður bókalærdómurinn og menntaskólanámið og háskólanámið sem síðasta öld skammtaði best í askana. Hillingarnar eru slíkar að menntaskólanámsefni síðustu aldar sem upphaflega var ætlað fámennum bóknámshópum, á núna að keyra fyrir alla unglinga landsins. Þá skiptir engu hvort nafn skólans er dulbúið sem fjölbrautarskóli eða tækniskóli. Ungmenni sem velja sér félagsfræðibraut skulu klára 4-5 íslenskuáfanga og velja sér þriðja tungumálið til viðbótar ensku og dönsku. Þau skulu ljúka stærðfræðiáföngum þar sem mengi, veldi og rætur, annars stigs fleygbogar og svo föll og margliður eru meðal námsþátta. Stærðfræði- áfangar 102 og 122 eru skylda fyrir nema í háriðn og íslensku áfangar með bókmenntahugtökum blómsta í námi húsamíðanema. Ég legg ekki meira á ykkur. Allir skulu læra öll fög Sama ástandið er í hinum 10 ára grunnskóla sem er þegnskylda fyrir lítil 6 ára börn og allt upp í sextán ára unglinga. Þar skulu allir læra öll fög og námskráin gefur enn engin grið með það. Mínútur á viku í hverri grein eru skilgreindar fyrir hvert aldursstig fyrir sig. Sama magn af stærðfræði, dönsku og íþróttum skal vera óháð áhuga og getu barna og að auki kennt inni í einu rými þar sem getustig 24 nemenda er breiðara en orð fá lýst bæði námslega og félagslega. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en hver er veruleikinn í heimi þar sem streita samfélagsins birtist í hegðun og líðan allflestra ungmennanna okkar og börn með mikla náms-, félags- og tilfinn- ingasérstöðu fá ekki að finna styrkinn sinn, heldur gjalda fyrir veikleikana á hverjum skóladegi. Afneitun og feluleikur með sérþarfir barna í stað hrein- skiptni og viðurkenningar á fjölbreytni. Samúð mín liggur hjá öllum þeim börnum og unglingum sem við reynum að þrýsta í mót sem hentar þeim ekki og eru síðan kölluð „brottfall“ þegar þau velja sér önnur verkefni en bóknám. Samúð mín er líka hjá þeim sem mótið er sniðið fyrir því að þau fá ekki að njóta hæfileika sinna ótrufluð. Samúð mín er líka hjá illa launuðum kennurum sem eru með það óvinnandi verkefni að kenna og þjálfa viðfangsefni sem hluti hópsins ræður ekki við, hvað sem allar nám- skrár segja og fá svo skömm í hattinn fyrir skort á árangri. Samúð mín er hjá foreldrum sem trúa enn að þeir verði að berja á grunnskólunum fyrir að kenna ekki nóg og þrýsta svo ungmennunum sínum gegnum stúdentsprófið. Samúð mín er hjá yfirvöldum skólamála sem sitja uppi með skólakerfi sem betur þjón- ar fortíð kennaranna heldur en framtíð barnanna sjálfra sem flest hver eigi eftir að vinna störf sem við vitum ekki einu sinni hvað heita – hvað þá meira. Viltu vinna með barninu þínu? Við breytum ekki heiminum á einum degi en við getum byrjað. Foreldrar verða að svara upphafsspurningu þessa pistils, þ.e. vil ég vinna með barninu mínu að því að finna hvar hæfileikar þess liggja og samþykkja að hvíti kollurinn sé ekki væntanlegur í myndasafn ömmu. Skólafólk verður að svara hversu langt það vill ganga til að fjölga valkostum. Skólayfirvöld verða að svara hvernig styðja má við nýsköpun í skólamálum, gefa undanþágur frá ofstýringu námskrár og samþykkja ólíka skóla. Alls konar skóla, alls konar námsleiðir og alls konar verkefni. Það er nefnilega best að breyta kerfum með aðferðum Che Guevara í frelsisstríði Kúbu; að ráðast ekki að öllu valdakerfinu á einum stað með öllum mannaflanum heldur með litlum hópum sem allra víðast og með sem allra mestri fjölbreytni. Samúð mín liggur hjá öllum þeim börnum og ungling- um sem við reynum að þrýsta í mót sem hentar þeim ekki og eru síðan kölluð „brottfall“ þegar þau velja sér önnur verkefni en bóknám. Goðsögnin um stúdentsprófið lifir Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is Heimur barna Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti Reykja- víkur. Hún stendur 75 metra há og glæsileg á Skólavorðuholtinu og dregur að sér athygli jafnt Reykvíkinga sem ferðamanna. Það eru þó aðallega ferðamenn sem heimsækja þessa hávöxnu kirkju á meðan Reykvíkingar fara þang- að aðallega til að sækja kristilega viðburði. En Hallgrímskirkja býður upp á fjölskylduskemmt- un sem oft vill fara fram hjá heimamönnum, þrátt fyrir að vera sýni- leg úr öllum áttum. Það er nefninlega varla til það barn sem ekki hefur gaman að því að upplifa eina lengstu lyftuferð Íslands og enda svo efst uppi í turni þaðan sem sést til allra átta. Að horfa til fjalla og út á sjó og sjá öll marglitu þökin. Nýtt sjónarhorn í hversdagsleikanum hlýtur bara að vera holl og góð fjölskyldu- skemmtun. -hh Nýtt sjónarhorn SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 19.03.14- 25.03.14 1 2 Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson 5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer Marco áhrifin Jussi Adler Olsen HHhH Laurent Binet Konungsmorðið Hanne-Vibeke Holst Skrifað í stjörnurnar John Green Verjandi Jakobs William Landay Kroppurinn er kraftaverk Sigrún Daníelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.