Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 38
38 bílar Helgin 28.-30. mars 2014
ReynsluakstuR Volkswagen Passat ComfoRtline
Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
www.peugeot.is
PEUGEOT 308
Þú finnur okkur á
facebook.com/PeugeotIceland
LAUGARDAG MILLI KL. 11:00 OG 16:00
Frumsýnum bíl ársins
PEUGEOT
PEUGEOT 308
kostar frá kr. 3.360.000
Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 3,6L/100km
CO2 útblástur frá 93g
V olkswagen Passat er kannski ekki alveg fyrsti bíllinn sem manni dettur í hug til að fara yfir Hellisheiði í blindhríð og
hálku – en það gerði ég nú samt.
Fjölskyldan var á leið í sveitina
og ég hafði fengið Passatinn yfir
helgi í reynsluakstur – og ákvað
því að fara á honum í ferðalag. Á
heiðinni var glerhálka og blind
hríð. Ég ók framhjá allnokkrum
bílum sem höfðu hafnað utanveg
ar, til að mynda tveimur jeppum.
Ég flýtti mér hins vegar hægt og
keyrði varlega. Ég fann varla fyrir
því að bíllinn skrikaði í hálkunni
enda nýtist stöðugleikastýringin
til hins ítrasta í aðstæðum sem
þessum. Ég var samt fegin þegar
ég kom niður af heiðinni og veg
irnir voru aftur auðir. Rennifæri
var austur undir Eyjafjöll og gat
ég því notið akstursins það sem
eftir var leiðarinnar.
Ég stillti hraðastillinn rétt yfir
leyfilegan hámarkshraða, setti
tónlistina í botn (börnin völdu
Ásgeir Trausta sem ég spilaði úr
símanum mínum í gegnum blá
tannartengingu sem er staðal
búnaður í Passat) og við sungum
með. Í útgáfunni sem ég reynslu
ók er ný öflug bensínvél sem er
mjög skemmtileg, kraftmikil en
hljóðlát. Veghljóð var einnig með
minnsta móti og truflaði því lítið.
Passatinn er rúmgóður að
innan og fer vel um ökumann
og farþega á langkeyrslu. Fram
sætin má stilla á alla mögulega
og ómögulega vegu og hækkaði ég sætið í hæstu
stöðu og sá þá virkilega vel út (það skiptir máli fyrir
lágvaxið fólk eins og mig). Sætin styðja vel við mann
og eru þægileg.
Bílaumboðið Hekla hefur ákveðið að blátannar
tenging skuli staðalbúnaður í Passat og fjarlægð
arskynjarar í staðinn fyrir bakk
myndavél, sem var áður, og er það í
samræmi við óskir viðskiptavina, að
sögn sölumanna. Fjarlægðarskynj
arar að framan og aftan nýtast mjög
vel til að mynda þegar leggja þarf í
þröng stæði eða bakka.
Mælaborðið er fallegt og stílhreint
og allir takkar í seilingarfjarlægð.
Nauðsynlegir takkar eru í stýri og
er stýrikerfið fyrir símann í mæla
borðinu (ekki tölvuskjánum eins og
í mörgum bílum) sem er mjög þægi
legt.
Stór og góð geymsluhólf eru á milli
framsæta og í hurðum og skottið er
rúmgott og tekur mikið. Við vor
um með farangur í helgarferð fyrir
fjögurra manna fjölskyldu og mat
arinnkaup fyrir sjö manns (sex inn
kaupapoka) og rúmaðist það allt vel í
skottinu (þeir sem vildu meira skott
pláss geta auðveldlega valið station
útgáfuna).
Tölvuskjárinn er aðgengilegur og
hljóðkerfið gott. Það vakti athygli
mína (litlu atriðin skipta máli) að
þegar ég hafði stillt hljóðið þannig
að eingöngu heyrðist í hátölurunum
í aftursæti (Bessi Bjarnason var að
lesa sögur fyrir börnin) hringdi sím
inn og sjálfkrafa skiptist yfir í hátal
arann mín megin þegar ég svaraði
með innbyggða handfrjálsa búnað
inum. Þegar ég lagði á, hélt Bessi
Bjarnason áfram að lesa – en bara í
aftursætinu.
Annað sem ég var ánægð með –
beltainnstungurnar í aftursætinu
fóru ekki undir bílstólana og því gátu
börnin spennt sig sjálf. Það er allt of
algengt í bílum að ekki sé hugsað
fyrir þessu (takk Volkswagen). Svo
má ég ekki gleyma að nefna að það er
ekki bara hiti í sessum í framsæti –
líka í bakinu – ótrúlega notalegt.
Bíllinn er öruggur – eins og
Volkswagen er von og vísa – og sparneytinn (eyddi
rúmum 6 lítrum á 100 km á langkeyrslunni minni
en á að geta farið niður í 5,3 lítra í kjöraðstæðum).
Hann er búinn orkusparnaðsbúnaði sem gerir það að
verkum að hann drepur á sér í kyrrstöðu, t.d. á ljósum
(mengar þá einnig minna) og startast sjálfkrafa þegar
fóturinn er tekinn af bremsunni. Og ég verð að minn
ast á þægindin við sjálfvirku handbremsuna.
Þetta er bíll sem ég gæti vel hugsað mér að eiga.
Hann er rúmgóður og rennilegur og þægilegur í
akstri jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Börnin voru
sammála: „Mamma – af hverju getum við ekki keypt
þennan bíl?“ Tja... af hverju ekki?
Gott pláss fyrir barnastóla
Góðir aksturseiginleikar
Rúmgóður
Hljóðlátur
Sparneytinn
Kraftmikill
Gott hljóðkerfi
Ríkulegur staðalbúnaður (blá-
tönn og fjarlægðar skynjarar)
Fallegur
Sjálfvirk handbremsa
Frekar dýr
Helstu upplýsingar
Verð frá 4.390.000 kr
Eldsneytisnotkun frá 4,3 l/100
km í blönduðum akstri
CO2 í útblæstri frá 114 g/km Í
blönduðum akstri
Lengd: 4769 mm
Breidd: 1820 mm
Fantagóður og fallegur fjölskyldubíll
Volkswagen Passat er frábær fjölskyldubíll.
Hann er þægilegur í langkeyrslu sem og í
innanbæjarskutli, fallegur og rúmgóður.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Volkswagen Passat er
glæsilegur að innan
sem utan. Rauði liturinn
á þessu tiltekna eintaki
þótti mér einstaklega
grípandi. Ljósmyndir/Hari