Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Síða 40

Fréttatíminn - 28.03.2014, Síða 40
40 matur & vín Helgin 28.-30. mars 2014  vín vikunnar Frábært Merlot-vín með helgarsteikinni Kalifornía er þekktasta vínfylki Bandaríkjanna en Washingtonfylki hefur vaxið ásmegin. Þar spilar Columbia-dalurinn lykilhlutverk. Hann er á sömu breiddargráðu og Bordeaux og Búrgúndí-héruð Frakklands þar sem frægustu vín veraldar eru framleidd. Aðstæður í Columbia-dalnum eru allar hinar ákjósanlegustu til vínrækt- ar enda eru flestar tegundir hinna hefðbundnu vínþrúgna ræktaðar þar. Merlot-vínþrúgan hefur oft fengið á baukinn fyrir að vera flöt og óáhugaverð en það er mikill misskilningur. Hún er mikið notuð til að blanda vín, eins og í Bor- deaux, en þegar vel tekst til stendur hún fyllilega fyrir sínu ein og sér. Þetta vín frá Columbia Crest Grand Estates er dæmi um frábært Merlot-vín. Það er þroskað, eikað og með mjúkri fyllingu. Fullkomið með hvaða kjötmeti sem er. Columbia Crest Grand Estates Merlot Gerð: Rauðvín. Þrúga: Merlot. Uppruni: Bandaríkin, 2009. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Uppskrift vikunnar Kraftmikið osso buco til að kveðja veturinn Nú fer vonandi að hylla undir vorið hér á landi en þó gætum við þurft að bíða enn um sinn eftir góðu veðri, alla vega ef marka má þessa viku á höfuð- borgarsvæðinu. Á meðan enn telst vetur er um að gera að njóta þess að elda og borða kröftuga vetrarmáltíð um helgina. Afar viðeigandi er að kveðja veturinn með osso buco sem getur mallað í ofninum á meðan þú sinnir öðrum störfum. fyrir 6 10 sneiðar osso buco 4 gulrætur 2 laukar 1 sellerístöng 3 hvítlauksrif 1 glas hvítvín 1 msk saxað, ferskt rósmarín eða tímían (eftir smekk) 3 dósir tómatar Salt og pipar Kjötsneiðunum er velt upp úr hveiti og þær brúnaðar á pönnu í stórum potti sem má fara í ofn. Grænmetið er léttsteikt í pönnunni og hvítvíninu og tómötunum bætt út í þar til suðan kemur upp. Þá er kjötið sett aftur út í sósuna, saltað og piprað að smekk. Eldað í ofni undir lokið við 150 gráður í 4 klst. Borið fram með kartöflumús, risotto eða polenta ásamt gremolata Gremolata 6 msk flöt steinselja, söxuð 3 msk sítrónusafi 6 hvítlauksgeirar Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Mikið úrval - Vönduð vinna legsteinar og fylgihlutir 10-50% afsláttur Steinsmiðjan Mosaik TILBOÐSDAGAR Prófaðu þennan krydd- aða Delicato Shiraz með réttinum, þetta gæti verið skemmtileg blanda. Bæði er hægt að nota kálfakjöt eða ungnau- taskanka í osso buco. Rétturinn fær að malla í ofni í um fjórar klukkustundir. Osso Buco er borið fram með risotto eða polentu ásamt gremo- lata. Ljósmyndir/ NordicPhotos/Getty Zorzal Gran Terroir Malbec Gerð: Rauðvín. Þrúga: Malbec. Uppruni: Argentína, 2010. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúð- unum: 2.999 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta argentínska vín með nafnið svakalega er tiltölulega mikið og jafnvel flókið, með smá kryddi og eik en töluverðu tanníni. Best með fitumiklu kjöti, helst grilluðu. Alamos Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín. Þrúga: Cabernet Sauvignon. Uppruni: Argentína, 2012. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúð- unum: 2.199 kr. (750 ml) Umsögn: Þó Malbec sé helsta þrúga Arg- entínumanna gera þeir líka ágætis vín úr öðrum þrúgum. Þetta vín sver sig í ætt með kröftugum Cabernet Sauvignon- vínum, þurrt en ekki með yfirgnæfandi tanníni. Gott með kjötbollum og vetrar pottréttum. Montalto Organic Nero d'Avola Gerð: Rauðvín. Þrúga: Nero d'Avola. Uppruni: Ítalía, 2012. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúð- unum: 1.850 kr. (750 ml) Umsögn: Lífrænt ræktað rauðvín frá Sikiley. Þetta er létt- asta vínið í hópnum, ferskt og ungt. Það passar vel með mat af léttari gerðinni; fuglakjöti, svínakjöti og pasta. Fréttatíminn mælir með Síðumúla 30 - 108 Reykjavík - Sími 533 3500 Hofsbót 4 - 600 Akureyri- Sími 462 3504 FERMINGAR TILBOÐ FERMINGARRÚM Verð frá: 92.900.- Thermofit heilsukoddi að andvirði kr. 14.900.- fylgir hverju seldu rúmi. Höfðagafl fylgir ekki

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.