Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 54

Fréttatíminn - 28.03.2014, Page 54
Baileys-terta sími: 588 8998 rósaterta með Frönsku hindBerja-smjörkremi kökur og kruðerí að hætti jóa Fel Gulrótarterta Broskallar TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Óli G. Jóhannsson – In Memoriam – 13. mars - 5. apríl 2014 F ólk má eiga von á allsherjar samsýn-ingu allra listforma. Þarna verða um 25 verk sýnd í öllum krókum og kimum og verkin eru eins ólík og þau eru mörg,“ segir Harpa Fönn Sigur- jónsdóttir, einn aðstand- enda listahópsins Vinnsl- unnar. Hópurinn stýrir opnunarhátíð Tjarnarbíós sem verður á laugardags- kvöld klukkan 19. Guðmundur Ingi Þor- valdsson leikari var ný- lega ráðinn framkvæmda- stjóri Tjarnarbíós. Stefna og starfsemi Tjarnarbíós hefur í kjölfarið verið skoðuð ofan í kjölinn og ýmsar breytingar hafa verið settar í gang. Stefnu- breytingunni verður fagnað á opnunarhá- tíðinni annað kvöld. Hið nýja Tjarnarbíó verður ekki bara lítið leikhús við Tjörnina, heldur lifandi vettvangur sköpunar og miðstöð allra listforma, þar sem listir eru iðkaðar í  TímamóT OpnunarháTíð Tjarnarbíós á laugardag Brjóta niður landamæri listgreina Tjarnarbíó breytist í miðstöð allra lista í borginni og verður stefnubreytingunni fagnað með opnunarhátíð á laugardagskvöld. Listahópurinn Vinnslan stýrir opnunarhátíðinni og má finna verk í hverjum krók og kima hússins. Um fimmtíu manns taka þátt í opnunarhátíð Tjarnarbíós á laugardagskvöld. Hluti hópsins var á fullu í undirbúningi þegar ljós- myndari Fréttatímans leit við í vikunni. Ljósmynd/Hari hverju rými hússins. „Leiklistin hefur verið mest áberandi í Tjarnar- bíói en við tökum því fagn- andi að opna fyrir fleiri listform,“ segir Harpa Fönn. „Við ætlum að brjóta niður landamæri listgreina og gera þetta líflegra. Við viljum breyta Tjarnarbíói í miðstöð lista í Reykjavík. Við erum ótrúlega þakklát að fá að stýra opnunarhá- tíðinni og vonumst til að eiga frekara samstarf við fólkið í húsinu.“ Listahópurinn Vinnslan er samansettur af lista- mönnum úr mismunandi greinum, sem leggja áherslu á að skapa og setja upp verk sem ganga þvert á listform. Nokkr- um sinnum á ári heldur hópurinn samsýningu og býður þá fleiri lista- mönnum að setja upp verk sín í vinnslu fyrir framan áhorfendur. Hópur- inn hefur sett upp sex vinnslur, og opnunarhátíð Tjarnarbíós verður þeirra sjöunda. Meðal þess sem gestir á opnunarhátíðinni mega eiga von á er nýtt verk VaVaVoom theatre í samstarfi við Bedroom Community, Vinnslan sýnir stuttmyndina sína ROF, Ásdís Sif Gunnars- dóttir vídeólistamaður frumflytur efni af glæ- nýrri ljóðaplötu sinni, Steinunn Ketilsdóttir sýnir dansverk og Pétur Ben flytur nýtt efni. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 54 menning Helgin 28.-30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.