Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 11

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 11
SVEITARSTJÓRNARMÁL 57 IV. Fjármál. 17. gr. — Hvert það sveitarfélag, seni gerist meðlimur sambandsins, skal greiða árlegt gjald í sambandssjóð. Landsþingið ákveður til tveggja ára í senn, hve hátt gjaldið skal vera, og skal miða það við mannfjölda í sveitarfélögunum. Lægra gjald má ekki ákveða en. 10 aura af íbúaj sveitarfélagsins, þó má lægsta árgjald sveitarfélags aldrei vera undir 5D krón- um. Gjalddagi þess er 1. október ár hvert. Sveitarfélag, sem ekki greiðir árgjald silt eftir ítrekaða innheimtutilraun, missir réttindi í sambandinu og telst farið úr því, sé árgjaldið ekki greitt 6 mánuð- um eftir gjalddaga. 18. gr. — Reikningsár sambandsins er almanaksárið. Landsþingið velur úr sín- um hópi 2 endurskoðendur að reikning- um þess. Heimilt er þó að fela löggiltum endurskoðanda endurskoðun á reikning- um sambandsins. V. Lagabreytingar. 19. gr. — Breytingar á lögum sam- bandsins má gera á landsþingi, enda hafi tillögur til breytinga verið sendar stjórn sambandsins í síðasta lagi mánuði fyrir Iandsþing, beri stjórn eða fulltrúaráð þær ekki fram. Ætið skulu tillögur um laga- breytingar tilkynntar með fundarboði. Lagabreyting nær samþykki, ef henni greiðir atkvæði meiri hluti kjörinna full- trúa. Tillögur um að slita sambandinu má bera upp, ef % þingmanna lýsir því skrif- Iega yfir, að þeir styðji slíka tillögu, og hljóti hún % atkvæða kjörinna þingfull- trúa, nær hún samþykki. Ber þinginu þá að ráðstafa eignum sambandsins og ljúka öðrum skuldbindingum jiess. Bráðabirgðaákvæði. Sveitarfélag, sem velja má á milli, í hvorri deild landsþings fulltrúar þess eiga sæti, skal segja til um það fyrir reglulegt landsþing 1946, en á stofnþingi ráða fulltrúar slíkra sveitarfélaga, í hvorri deild þeir neyta atkvæðisréttar síns við val framkvæmdastjórnar, enda skiptist stofnþing í deildir einungis í því skyni. 14. Allsherjarnefnd lagði fram álit sitt á tillögum þeim, er til hennar var vísað, og fylgdi Kristján Bjartmars því fyrir nefndarinnar hönd úr hlaði. Að umræðum loknum og afgreiddum framkomnum breytingartillögum voru eftirfarandi tillögur samþykktar: 1. „Stofnþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga samþykkir að fela fulltrúaráði og framkvæmdastjórn að athuga og leggja fyrir næsta landsþing rökstutt álit sitt á því, hvort ekki sé rétt: a. Að allur kostnaður við löggæzlu í landinu verði greiddur úr ríkissjóði. b. Að öll laun kennara við barna- og unglingaskóla verði greidd úr rikis- sjóði. c. Að skemmtanaskattur renni óskiptur til þess sveitarfélags, þar sem skemmtunin fer fram. d. Að lögum um ríkisstyrk sjúkra manna og örkumla verði breytt á þann hátl, að sjúklingar, sem dvelja í heimahúsum, verði einnig fulls styrks aðnjótandi.“ 2. „Stofnþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga samþykkir að skora á rikis- stjórnina að láta fara fram sem fyrst gagngerða endurskoðun á löggjöf þeirri, sem fjallar um tekjustofna sveitarfélag- anna. Sérstaklega nauðsynlegt telur þingið, að útsvarslögin verði rækilega endur- skoðuð og upp í þau tekin m. a. nánari ákvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu útsvara, en nú eru þar, og að trjrggt verði, að á þennan aðaltekjustofn — útsvörin — verði ekki gengið af öðr- um aðilum, nema sveitarfélögunum sé jafnframt séð fyrir tekjum á annan hátt. Þingið veitir stjórninni heimild til þess að skipa nefnd sveitarstjórnarmanna, er starfi milli þinga, til þess að gera tillögur um fast kerfi fyrir álagningu útsvara, sérstaklega að því er tekur til hreppsfé-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.