Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 6
52
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Erlingur Friðjónsson,
Guðmundur Ólafsson,
Guðbrandur Björnsson.
7. Félagsmálaráðherra Finnur Jónsson
flutti ávarp, lýsti i stuttu en glöggu máli
aðalatriðum hinnar íslenzku sveitar- og
bæjarmálaþróunar, er gerði samband
sveitarfélaga túnabært og nauðsynlegt, og
árnaði hinu væntanlega sambandi allra
heilla og blessunar fyrir land og þjóð.
Þá tilkynnti forseti fundarslit, vegna
kaffihlés, en jafnframt að næsti fundur
yfði settur í Kaupþingssalnum kl. \V2
sama dag.
2. fundur (11. júní).
Á áðurgreindum tírna setti Ólafur B.
Björnsson, forseti' bæjarstjórnar Akra-
ness, 2. fund stofnþingsins í Kaupþings-
salnum í Reykjavík.
Þar var tekið fyrir:
8. „Frumvarp til laga fyrir Samband
islenzkra sveitarfélaga". Hafði undirbún-
ingsnefndin samið frumvarpið og sent
það til bæjar- og hreppsfélaga um leið og
boðun þingsins. Frumvarpinu var einnig
útbýtt prentuðú meðal þingfulltrúa.
Jónas Guðmundsson reifaði málið og
gerði 'rækilega grein fyrir frumvarpinu.
Til máls tóku — auk frummælandans,
sem talaði tvisvar: Eiríkur Pálsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, og Sigurjón Jóns-
son oddviti, Seltjarnarnesi.
Því na*st var írumvarpinu vísað með
samhljóða atkvæðum lil laganefndar.
9. Önnur mál. Undir þessum lið kom
aðeins fram eilt mál:
Axel V. Tulinius, lögreglustjóri í Bol-
ungavík, lagði fram svo hljóðandi tillögu
með munnlegri greinargerð:
„Stofnþing Sambands islenzkra sveitar-
félaga skorar á Alþingi og ríkisstjórn að
gaiiga ekki endanlega frá löggjöf um
framtíðartilhögun rafmagnsmála landsins
áður en umsagnar og álits stjórnar sam-
bandsins um þau hefur verið leitað.“
Tillögunni var vísað með samhljóða at-
kv. til allsherjarnefndar.
Næsti fundur boðaður á sama stað
næstkomandi dag kl. 10 árdegis.
Fundi slitið.
3. fundur
hófst þriðjudaginn 12. júni kl. 10 árdegis
i Kaupþingssalnum. Fundinum stjórn-
aði Björn Guðmundsson, hreppstjóri í
Mýrahreppi.
Á fundinum gerðist þetta:
10. Gunnar Viðar hagfræðingur, form.
niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur, flutti
erindi um tekjustofna sveitarfélaga.
Gerði ræðumaður ýtarlega grein fvrir þvi,
hverjir tekjustofnarnir væru, hvernig
þeim væri háttað og hve ófullnægjandi og
ófullkomnir þeir væru í slæmu árferði
eða jafnvel venjulegu. Benti hann á ýmis
dæmi um það, hvernig ríkisvaldið gengi
með núgildandi skattalöggjöf sinni á hlut
sveítarfélaganna. Taldi hann endurskoð-
un þessara efna. bráðnauðsynlega. (Sjá
Erindi og umræður).
11. Þá flutti Ólafur B. Björnsson, for-
seli bæjarstjórnar Akraness, erindi um
samstarf sveitarfélaga í nienningarmál-
um. Nefndi hann mörg dæmi um nauð-
syn samtaka bæjarfélaganna til þess að
efla menningu i landinu og lagði til, að
fundurinn kysi tólf manna nefnd, er at-
hugaði þessi málefni og legði fram til-
lögur í þeim áður en þingi sliti.
Fundurinn samþykkti að kjósa nefnd-
ina.TilIaga koin fram um,að þessirmenn
yrðu kosnir í nefndina:
Helgi H. Eiríksson, Reykjavik,
Óii Hertervig, Siglufirði,
Hinrik Jónsson, Vestmannaeyjum,
Jón Guðjónsson, Isafirði,
Þórður Jónsson, Ólafsfirði,
Kristján Bjartmars, Stykkishólmi,
Alfreð Gíslason, Keflavík,
Friðrik Hansen, Sauðárkróki,
Jóhann Frímann, Akureyri,
Eyþór Þórðarson, Neskaupstað,
Eiríkur Pálsson, Háfnarfirði,
Ólafur B. Björnsson, Akranesi.
Tillagan var samþykkt og nefndin því
skipuð framangreindum mönnum.