Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Síða 18
64 SVEITARSTJÓRNARMÁL tildrögin eru til þessarar ráðstefnu, vil ég taka það fram, að næstu árin á undan höfðu orðið nokkrar Iauslegar umræður um nauðsyn Jiess að mynda samband milli þessara aðila að hætti nágranna- þjóðanna. Þessar umræður leiddu í ljós, að skoð- anir voru nokkuð skiptar, sumir litu svo á, að samvinna milli bæjarfélaga annars vegar og sveitarfélaga hins vegar væri litt hugsanleg, jafnvel óeðlileg. Eðlilegra væri að líta á þessa aðila sem andstæð- inga. Undirbúningsnefndin lítur allt öðrum augum á þessi mál. Hún telur samvinnu ekki aðeins æskilega, heldur nauðsyn- lega. Mun það koma í Ijós við nánari yfir- vegun og aukna samvinnu, að sameigin- legu málin eru fleiri og margþættari en í fyrstu virðist. Það má heldur aldrei gleymast, að einstaklingshyggjan verður að hafa sín takmörk. Stórþjóð hefur ekki ráð á sundrungu. Hvernig ætti þá smá- þjóð að hafa ráð á henni? Höfum það á- vallt í huga, að við erurn öll i sama bát. Ekki aðeins bæjarfélögin eða sveitarfé- lögin, heldur öll þjóðin. Nefndin sá sér ekki annað fært en að semja dagskrá fyrir þetta stofnþing, sem að sjálfsögðu er á valdi þingsins að breyta, ef ástæða þykir til, þegar það er fórmlega tekið til starfa. Enn fremur höfum við leyft okkur að skipa þá herra Björn Jóhannesson, for- seta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Hinrik Jónsson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, og Ólaf B. Björnsson, forseta bæjar- stjórnar Akraness, í kjörbréfanefnd, og mun hún síðar gera grein fyrir störfum sínum. Með þeirri einlægu ósk, að þetta stofn- þing Sambands íslenzkra sveitarfélaga megi verða til gagns og gleði fyrir þátt- takendur og bera ávaxtaríkan árangur fyrir bæjar- og sveitarfélög, sem hér eiga fulltrúa, og þjóðina í heild, býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin og lýsi hér með stofnþingið sett. Ávarp félagsmálaráðherra, Finns Jónssonar. Heiðruðu fulltrúar bæjar- og sveitarfé- laga! Mér er ánægja að fá tækifæri til að á- varpa þetta stofnþing sambands sveitar- og bæjarfélaga. Hinir fyrstu landnáms- menn urðu þess skjótl áskynja, að með lögum skal land byggja. Þeir komust einnig fljótt að raun um, að erfitt var að Iáta ríkisvaldið ráða fram úr öllum mál- um. Þess vegna var landinu skipt í fjórð- unga og goðorð upp tekin. Hið síðar- nefnda er fyrsta mynd sveitarstjórna hér á landi. Þá réð einn maður hverju sveit- arfélagi. Gafst það oft vel, en líka oft mjög illa, og vildi reynslan verða sú sama og fengizt hefur í blóðbaði margra styrj- alda og áþreifanlegast nú síðast í þeim ægilega hildarleik, sem er nýlokið hér í álfu, að enginn einn maður er til. þess fallinn að ráða öllu um örlög annarra, en hitt er rétl, að lýðræðið er hið bezta stjórnarfyrirkomulag, sem þekkist, og hið eina, se.m frjálsum mönnum er samboðið. í þeim anda er kvatt til þessa fundar. Þér eruð hér saman komnir, ekki til þess að taka neinum fyrirskipunum, heldur til þess að ræða áhugamál yðar, láta skoð- anir yðar í ljós og komast að niðurstöðu um, hvað hverju sveitar- og bæjarfélagi fyrir sig og landinu i heild er fyrir beztu. Vera má, að einhverjir árekstrar verði um málefni, og þá er mikils um vert, að þér finnið lausn mála út frá heHdarsjónar- miði þjóðfélagsins. Starf sveitar- og bæjarstjórna hefur frá öndverðu verið mjög mikilvægt fyrir þjóðfélagið og farið vaxandi einkum hin síðari árin. Þó voru hreppsnefndar- og oddvitastörfin lengi framan af fábrotin og einkum í því fólgin að ráðstafa fátækl- ingu.in. Gætti þá oft Iitils skilnings á hög- um þeirra, sem erfitt áttu uppdráttar. Hver maður ýlli af sér, og sveitar- og bæj- arfélögin ýttu hvert á annað, þannig að fátæklingar voru fluttir mann frá manni og sveit af sveit. Siðan hefur margt skip-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.