Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 27

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 27
SVEITARSTJ ÓRNAKMÁL 73 L.lrtSM. VIGF. sicuno. Fulltrúar d sambandsþingi og bœjarstjórn Reykjavikur við Ljósafossstöðina i boði bœjarstjórnar Reykjavikur. C. Fjármál sambandsins. Ræða, Steinþórs Guðmundssonar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1945. Allir nefndarmenn voru sammála uin, að engin leið væri fyrir fjárhagsnefnd að semja sundurliðaða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, þar sem engin reynsla er fyrir því, tii hverra hluta helzt þurfi á fjár- munum að halda í starfi sambandsins þetla fyrsta ár. Hins vegar er gert ráð fyrír í lögum sambandsins, sem þing þetta hefur samþykkt, að þau sveitarfé- lög, sem sambandið skipa, skuli greiða árgjald. Við höfum látið okkur nægja að semja stutt álit, sem því miður fékkst ekki ljölritað, en er til í nokkrum eintökum, ef fulltrúar vilja lita á það. Vil ég ineð leyfi forseta lesa það upp, en aðalefni jiess eru tvær tillögur: „Fjárhagsnefnd stofnþings Sambands isl. sveitarfélaga hefur haldið fund og rætt um fjárhag sambandsins. Þar sem engin reynsla er fengin fyrir jiví, hvernig störfum sambandsins kann að verða hátt- að i einstökum atriðum, sér nefndin sér ekki fært að sernja sundurliðaða í'jár- hagsáætlun að þessu sinni. Aftur á móti leggur nefndin fram eftirfarandi lillögur fyrir jiingið: 1. Árgjald þessa árs skal vera 25 aurar á hvern ibúa þeirra sveitarfélaga, sem í sambandinu eru eða ganga í það á árinu, jió aldrei minna en 50 kr. frá neinu sveitarfélagi. 2. Þingið heimilar framkvæm'dastjóra

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.