Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 37

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 37
SVEITARSTJÓRNARMÁL 83 mikilvægar ákvarðanir eru teknar uin málefni, sem sérstaklega varða sveit- arfélögin, og með því að koma fram sem heild í málefnum þeirra, þegar þess gerist þörf.“ Það má sjálfsagt segja, að margt rúm- isl innan þess ramma, sem hér er mark- aður. Þó finnst mér, að forgöngumenn þessarar ráðstefnu hefðu átt að afmarka hér skýrar höfuðmarkmið sambandsins. Frá mínu sjónarmiði eru hér tvö höf- uðatriði, sem marka þarf og leggja meg- ináherzlu á i lögum þess og framtíðar- starfi: 1. Afstöðu sveitarfélaganna yfirleitt til rikisins og þá sérstaklega að því er snertir skatta og önnur fjárskipti. 2. Viðhorf og samstarf þessara sömu aðila um alhliða menningarmál. Þetta eru þau atriði, sem snúa að rík- inu. En svo keniur það, sein kalla mætti innri mál sambandsins: Aukin fræðsla um málefni sveitarfélaganna yfirleitt. Enn fremur nánari kynni þeirra í milli um það, sem til framfara horfir eða ber að varast í skipulagi og framkvæmd hinna ýmsu hreppa eða bæja. Vonandi er oss öllum ljós hagsmunaleg þýðing þessara samtaka. En samhliða verður oss og að vera ljós hin rika þörf á menningarlegri þróun og samvinnu allra þessara aðila um þau mál. Ég vildi því með fáorðri frámsögu vekja athygli þessarar virðulegu samkomu sérstaklega á því verkefni. Það eru margreynd sannindi allra alda, að maðurinn lifir ekki af einu saman hrauði. Og þetta er nú með ári hverju og öld viðurkennt og undirstrikað með æ meiri þunga þrátt fyrir allt. Vort litla, frjálsa, fullvalda riki getur nú siður en nokkru sinni fyrr sniðgengið þessi sann- indi. I voru litla þjóðfélagi hefur margt breytzt á tiltölulega skömmum tima. Auk- in þekking, auknar framfarir, djarfari hugsun um framtíð og fyrirheit skapar fleiri og fleiri þarfir en hinar einhæfu, eldgömlu þarfir munns og maga. Áður gerðu menn og urðu að gera — sér flest að góðu í þessum efnum. Enda má segja, að um sjö aldir hafi erlendir yfir- boðarar sagt við landann: Líttu niður, vesalingur, það eitt hæfir þér. Það er til- gangslaust fyrir j)ig að vera að reisa þig. — En frelsið er fengið fyrir J)að, að á öll- um timum áttum vér menn, sem litu upp og hugsuðu hátt líka um það, sem ekki varð látið í askana. Þrátt fyrir sérgæðing og sundurlyndi vorra tíma sameinast J)egnarnir óvenju- lega vel um eitt: að gera miklar kröfur til J)jóðfélagsheildarinnar fyrir þegnana. Það þýkir nú úreltur hugsunarháttur að veita viðnám i þeim efnum. Vér tölum í eintölu um þann aðila, sem vér ætlum að fara að „slást við“. En i raun réttri eru J)að allir, sem hér eru sam- an komnir, og þó margfalt fleiri. Kröfur 'vorar og uppfylling þeirra eigum vér því raunverulega við sjálfa oss. Það er ekki rétt né heldur hægt að taka neitt tillit til þeirra — af þessari eintölupersónu -r- nema hver og éinn geri miklar kröfur til sjálfs sin um afköst á öllum sviðum: við almenna vinnu til sjós og lands, um lær- dóm og listir, um manndóm og menningu. Um leið og þetta er megintrygging fyrir vaxandi Jiroska og gengi hvers einstakl- ings, er í því fólginn máttur og megin rikisheildarinnar til alhliða umbóta og markvissrar menningar. Allt þetta er svo hvert öðru háð og samanslungið, að það verður að ná til sem flestra þegnanna, ef vel á að fara og árangurs að vænta. Vér verðum að minnast J)ess, að vér erum viti gæddar verur, en engar vélar. Ábyrgar verur um vaxandi þroska, þar sem að leiðarlokum verður spurt um afköst, er standi í nokkru hlutfalli við hæfileika hvers eins. Einhverjum kann að þykja það ein- kennilegt, að J)jóðfélagslega séð eru ýms- ar hættur á vegi vorum, sem ekki voru áður til í allri eymdinni og einangrun- inni. En hinu má J)ó enn síður gleyma, að vorir tímar færa oss margþætta mögu- leika til að draga úr þeim hættum eða

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.