Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 20
66 SVEITARSTJÓRNAHMÁL hjáverkum síðan 1943 að reyna að koma þessu sambandi á fót. Frumvarpið eins og það liggur fyrir þarf ég ekki að fara um mörgum orðum. I>að skýrir sig að mestu sjálft. Hitt lel ég réttara og nauðsynlegt raun- ar þegar á þessu stigi, að gera nokkra grein fyrir því, hvert er hugsað markinið þessa sambands og þá jafnframt að minn- ast þeirra fyrirmynda, sem við höfuin l'yrir okkur haft við samningu frum- varpsins. Hjá flestum menningarþjóðum, sem frjáls samtök leyfa annars, munu vera lil einhvers konar sambönd eða félög þeirra manna, sem fást við sveitarstjórnármál. Kunnast er okkur þetta á Norðurlöndum, enda höfum við sótt fyrirmynd okkar þangað að miklu leyti. Það var haustið 1943, að ég skrifaði hæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Reykja- víkur og fór fram á, að þær gengjust fyrir því ásamt mér, að efnt yrði til sambands meðal sveitarfélaga landsins. Brugðust þær vel við og tilnefndu forseta sína, þá Guðmund Ásbjörnsson og Björn Jóhann- esson. Fyrsta verk okkar var að reyna að útvega lög og aðrar forskriftir, sem svip- uð sambönd starfa eftir á Norðurlöndum, og tókst okkur með hjálp utanríkisráðu- neytisins að safna þeim gögnum, þótl ó- íriður væri. Náðum við öllu því, sem máli skipti um þessi efni, frá Danmörku og Noregi, en nokkur mistök urðu, líklega vegna misskilnings, um útvegun þessa frá Svíþjóð, því að í stað þessara gagna komu hin fullkomnustu skilríki um skipun sveitarstjórnarmála almennt þar i landi, og var mikill fengur að fá það, þótt ekki kæini það að gagni við þessi störf. Okkur var strax ljóst, að um tvær leiðir var að velja. Önnur var sú að hafa sam- höndin tvö, annað fyrir kaupstaðiria og stærstu kauptúnin, en hitt fyrir hreppa og minni kauptún. Slíkt fyrirkomulag er bæði i Danmörku og Noregi og, að því er við bezt vitum, einnig í Svíþjóð og Finn- landi. Hægast hefði því verið að halda sér.að þeirri leið. Þá mátti alveg byggja á hinum norska eða danska grundvelli og aðeins taka tillit til þess, sem sérstætt var í þessum efnum um ísland. En við urð- um fljótt sammála um það, að rétt væri, a. ui. k. tit að byrja með, að reyna að hafa sambandið aðeins eitt og skipa því held- ur á þann veg, að það gæti starfað í tveim deildum, ef vildi. Þegar við höfðum rætt þetta á nokkrum fundum, varð það að samkomulagi, að ég semdi drög að lög- um á þessum grundvelli. Gerði ég þetta, og ræddum við það svo, lagfærðum það og breyttum dálítið og sendum svo frum- varpið í júlí 1944 til allra sveitarstjórna á landinu, með ósk um, að þau sveitar- félög, sem stofna vildu til samtaka á svip- uðuin grundvelli og þeim, sem þarna væri lagður, sendu okkur tilkynningu uin það fyrir haustið 1944, og var þá ætlun okkar að reyna að koma stofnfundinum á. En af því varð ekki, mest vegna þess, að svör hárust tiltölulega seint frá sveitarfélög- unum. Um nýársleytið 1945 ákváðum við að reyna að koma sambandinu á fót nú i vor og boða á stofnþingið fulltrúa frá öllum þeim sveitarfélögum, sem lýst höfðu yfir, að þau ætluðu sér að taka þátt í stofnun sambandsins. Og nú er sá fund- ur koiriinn saman og tekinn lil starfa. Þau rök, sem við höfum fram að færa fyrir því að hafa sambandið eitt í stað þess að hafa samböndin tvö, eins og á Norðurlöndum annars staðar, eru aðal- lega þessi: 1. Kostnaður við starfrækslu er minni á hvern meðlim, þ. e. hvert einstakt sveitarfélag, og starfskraftar geta verið þeir sömu. 2. Miklu minni hætta er á árekstri milli hreppsfélaganna og kaupstaðanna, ef sambandið er eitt. 3. Sambandið getur miklu betur beitt sér í stórmálum, ef það er eitt, t. d. gagnvart Alþingi og ríkisstjórn, en ef samböndin eru tvö og e. t. v. greinir verulega á um lausn vandamála. 4. Eitt meginhlutverk sambandsins á að vera það að efla samstarf milli sveit- arfélaganna og eyða tortrvggni þeirra

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.