Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 18
14 SVEITARST J ÓRNARMÁL EIRÍKUR JÓNSSON frá Vorsabæ. Enn um framkvæmdarstj órn sveitarfélaga. Á síðasta landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, er haldið var á Þingvöllum í ágústmánuði 1950, flutti formaður sam- bandsins nokkuð nýstárlegt erindi, er hann nefndi „Framkvæmdarstjóm sveitarfélaga.“ Þrjár megintillögur lagði liann fram í lok erindisiris til ályktunar. Af eðlilegum ástæðum tók þingið ekki afstöðu til tillagnanna, þar sem hér var um algert nýmæli að ræða, en vísaði þeim til stjórnar og fulltrúaráðs. Nú orðið ætti sveitarstjórnarmönnum yf- irleitt að vera orðið kunnugt efni þessa er- indis, þar sem það var birt í 1.—2. hefti Sveit- arstjómarmála 1951. Nokkuð hefur verið hljótt um mál þetta, að því fráskildu, að Karl Kristjánsson alþm. hefur í 4. hefti Sveitarstjómarmála 1951 lát- ið álit sitt í ljósi um málið, og þá sérstaklega gert að umtalsefni tvo fyrri liði tillagnanna. Ég tel eðlilegt, að menn, sem kunnir eru sveitarstjórnarmálum og hafa yfir lengri tíma haft þau með höndum, láti til sín heyra og setji fram sínar skoðanir óhikað, áður en lengra er haldið, þar sem hér er um algert nýmæli að ræða, og röskun á aldagömlu kerfi. Þess vegna vil ég láta mína skoðun í Ijósi um þetta efni, þó að hún að öllu leyti geti ekki talizt málinu til framdráttar, og ýmsir aðrir kunni að verða á annarri skoð- un, en við því er ekki hægt að gera. Mun ég þá að nokkru ræða hvern lið til- Eirikur Jónsson. lagnanna og þó sérstaklega fyrsta liðinn. Um þriðja liðinn get ég verið fáorður, þar sem alþingismaðurinn hefur tekið hann sér- staklega til athugunar, og er ég honum þar að mestu leyti sammála. Til eru mýmörg dæmi um það hve illar afleiðingar það getur haft að verða að sitja með í starfi mann, sem er ekki fullkomlega starfi sínu vaxinn, og uppfyllir ekki þær kröfur, er gera má til hans með réttu, og í sumurn tilfellum brýtur þær reglur eða þau fyrirmæli, er horium ber skylda til að inna af hendi. Jafnvel það, að þetta kunni að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.