Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 36
32
SVEITARST J ÓRNARMÁL
þá aðstoð, er þær mega, hver í sínu umdæmi.
Sveitastjórnirnar ættu og að stuðla að því,
að slíkir skógræktardagar kæmust á og valdir
yrðu þeir staðir til gróðursetningar, er ætla
má að bezt séu til þess fallnir, og kynnu í
framtíðinni að setja sinn svip á umhverfið,
ef vel tækist um gróðurinn.
Einnig mætti vel svo fara, að börn þau,
sem þátt tækju í slíkri gróðursetningu, fengju
áhuga fyrir skógrækt og eflingu hennar og
styddu að framgangi hennar í framtíðinni og
væri slíkt í alla staði æskilegt.
, Sett voru lög um hámark húsa-
húsaieigu. leigu og eldri ákvæði urn það
L. nr. 30/1952. efni þar meg fe]]d niður.
í lögum þessum segir:
„Hámark þeirrar lmsaleigu, sem ákveða
má fyrir íbúðarhúsnæði, skal vera sem hér
segir:
í. í húsum, teknum til afnota fyrir í. jan.
1942, kr. 7.00 á mánuði fyrir hvern fer-
metra gólfflatar íbúðarhúsnæðis, miðað
við utanmál.
2. í húsum, teknum til afnota á tímabil-
inu 1. janúar 1942 til 1. janúar 1946,
kr. 9.00 á mánuði fyrir hvern fermetra
gólfflatar íbúðarhúsnæðis, miðað við
utanmál.
3. í húsum teknum til afnota eftir 1. jan.
1946, kr. 11,00 á mánuði fyrir hvern
fermetra gólfflatar íbúðarhúsnæðis, mið-
að við utanmál.
Verðlagsuppbót samkvæmt húsaleiguvísi-
tölu greiðist ekki á leiguupphæð samkvæmt
þessari grein.“
Þá er og framtekið, að ákvæði húsaleigu-
laganna, um takmörkun eigenda á ráðstöf-
unarrétti yfir eigin húsnæði, og falla áttu
niður 14. maí 1952, samkv. 1. nr. 56 frá
1950, skuli halda gildi til 14. maí 1953. Enn
fremur skuli ríkissjóður til sömu tímamarka
greiða kostnað af framkvæmd laganna. En
við það er miðað, að hlutaðeigandi sveitar-
sjóður greiði kostnað af þeim eftir þann
tíma.
Gjald af kvik- Þá VOrU °§ Sett 1Ög Um g)ald
myndasýningTim. af kvikmyndasýningum.
l. nr. 28/1952. Samkvæmt þeim er sveitar-
stjómum (bæjarstjórnum og hreppsnefnd-
um) heimilt að leggja sérstakt gjald á kvik-
myndasýningar, aðrar en sýningar íslenzkra
kvikmynda og fræðslukvikmynda.
Gjaldið má vera allt að 10% af aðgangs-
eyri að kvikmyndasýningum, þegar frá hon-
um hefur verið dreginn álagður skemmtana-
skattur, enda séu þá eigendur kvikmvnda-
húsanna undanþegnir sætagjaldi.
Gjaldið skal ákvarðað af sveitarstjóm, sem
einnig setur nánari reglur um gjalddaga þess
og annað, er að innheimtu lýtur.
Gjaldinu skal varið til menningar- og líkn-
armála í viðkomandi sveitarfélagi, eÞir
ákvörðun sveitarstjómar.
Gjald samkvæmt lögum þessum má inn-
heimta með lögtaki.
Ef gjaldandi lætur ekki í té upplýsingar,
sem skipta máli um innheimtu gjaldsins,
skal hann sæta allt að 500 króna dagsektum.
Brot gegn lögum þessum og reglugerð sam-
kvæmt þeim varða sektum, allt að 10.000
krónum.
Með mál, sem rísa kunna vegna brota á
lögum þessum eða reglugerðum, settum sam-
kvæmt þeim, skal farið að hætti opinberra
mála.
Lög þessi öðlast þegar gildi, og eru þá
numin úr gildi lög nr. 34 22. nóv. 1918, að
því leyti sem þau eiga við kvikmyndasvn-
ingar.
Greiðsluafgangur Með logUm VOrU Sett ákvæði
ríkíssjóðs 1951. um ráðstöfun á greiðsluaf-
l. nr. 14/1952. gangi ríkissjóðs árið 1951.
Samkvæmt þeim er ríkisstjóminni heimilt