Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 38
34
SVEITARSTJORNARMÁL
Ríkissjóður leggur fram 4 millj. króna sem
stofnfé lánadeildarinnar.
Lán þau, sem lánadeild þessi veitir, skulu
tryggð með 2. veðrétti í húseign þeirri, sem
féð er lánað til. Ársvextir skulu vera 5U2 af
hundraði, og lánstími allt að 15 árum. Eigi
má veita hærra lán til hverrar smáíbúðar en
30 þús. krónur, og eigi má hvíla hærri upp-
hæð á fyrsta veðrétti smáíbúðar, sem lán eru
veitt sarnkv. lögum þessum, en 60 þús. krón-
ur.
Eftirtaldir aðilar skulu sitja fyrir lánum til
smáíbúðarbygginga: 1. Barnafjölskyldur. 2.
Ungt fólk, sem stofnar til hjúskapar. 3. Fólk,
sem býr í heilsuspillandi húsnæði.
Landsbanka íslands hefur verið falin
stjórn, reikningshald og starfræksla lánadeild-
arinnar. Lánveitingar eru nú hafnar samkv.
fögum þessum.
. , , , Svohljóðandi samþvkkt var
Rikisaðstoð vegna 1 r r*
atvinnuörðugieika. §er^5 í þvi skyni, ef verða
mætti, til að greiða úr
mestu vandræðum ýmissa sveitarfélaga
vegna ómöguleika á útvegun á fjármagni til
atvinnuframkvæmda:
„Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni
að verja allt að 4 milljónum króna til þess
að bæta úr atvinnuörðugleikum í landinu á
þann hátt, er hún telur heppilegast. Ríkis-
stjómin getur sett þau skilyrði fyrir aðstoð
þessari, um mótframlög og annað, sem hún
telur nauðsynleg.“
Svo sem að líkum lætur, bárust ríkisstjórn-
inni í tilefni af ályktun þessari beiðnir um
fjárframlög frá fjölmörgum sveitarfélögum
og þó aðallega frá kaupstöðum og kauptún-
um. En skortur á fé til ýmiskonar fram-
kvæmda er mjög tilfinnanlegur. Mun því fjár-
hæð þessi hafa hrokkið skammt til að bæta
úr brýnni þörf, og miklu færri fengið fvrir-
greiðslu en eftir henni sóttu.
Arbók Tryggingastofnunar
ríkisins 1943-1946.
Arbók Tryggingastofnunar ríkisins fyrir
árin 1943—1946 er komin út. Er hún mikið
rit, tæpar 200 blaðsíður að stærð og liefur
að geyma geysimikinn fróðleik um rekstur og
hag stofnunarinnar, svo og þeirra sjóða, sem
undir hana heyra, enn fremur um heilbrigðis-
mál, slysfarir og fleira. Árbók Tn-ggingastofn-
unarinnar kom fyrst út á fimrn ára afmæli
stofnunarinnar, árið 1941, og náði þá yfir ár-
in 1936—1939. Sérstakar árbækur komu síð-
an út fyrir árin 1940, 1941 og 1942, en þá
varð hlé á, og nú er þráðurinn tekinn upp að
nýju. Þessi nýja árbók er í sama formi og
hinar fyrri. Hún nær til ársins 1946, en það
ár urðu miklar breytingar á tryggingalöggjöf-
inni, þar sem hin nýju lög um almannatrygg-
ingar gengu í gildi 1. janúar 1947. Gert er
ráð fyrir að næsta árbók nái yfir árin 1947
—1950, og að þar verði gerð grein fyrir lög-
gjöfinni um almannatryggingar og þróun
þessara mála, á því tímabili.
Árbókinni er skipt í þrjá aðalkafla. Fyrsti
kafli fjallar um rekstur Tryggingastofnunar-
innar, en hann skiptist í eftirfarandi undir-
kafla: Sameiginlegur rekstur, Slysatr)'gginga-
deild, Sjúkratryggingadeild, Ellitn'gginga-
deild (ellilaun og örorkubætur og Lífevris-
sjóður íslands), sérstakir lífevrissjóðir (Lif-
evrissjóður embættismanna, sem nú heitir
Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífevris-
sjóður bamakennara, Lífeyrissjóður ljós-
mæðra og Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna).
Annar kafli fjallar um orsakir örorku á ís-
landi. Er þetta mikil og fróðleg ritgerð, en
hana hefur Jóhann Sæmundsson prófessor
ritað. í þriðja og síðasta kaflanum eru h'lgi-